Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. nóvember 2021 21:14 Í viðtalsliðnum Matarást segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir meðal annars frá sameiginlegri matarástríðu þeirra hjóna ásamt því að deila girnilegri uppskrift af Pavlóvu. „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. Þóra er er mikil fagurkeri og matgæðingur og starfar hún sem umsjónarmaður Matarvefs mbl.is. Einnig á hún og rekur plakatagerðina NOSTR ásamt því að vera í fyrirtækjarekstri með eiginmanni sínum. Hún og eiginmaður hennar Völundur Snær Völundarson, eða Völli Snær eins og hann er oftast kallaður, deila mikilli ástríðu fyrir mat og starfar Völli sem matreiðslumaður og saltframleiðandi. Þóra og Völli hafa verið saman í rúm sextán ár og eiga þau börnin Baldvin Snæ, þrettán ára og Móeyju Mjöll sem er ellefu ára. Þóra Kolbrá er mikill fagurkeri og matgæðingur en einnig á hún og rekur fyrirtækið NOSTR sem framleiðir plaköt með ýmiskonar heilræðum og fallegum orðum. „Við hittumst þann 05.05.05 og giftum okkur svo rúmlega ári síðar.“ Nú snýst líf ykkar og starf að miklu leyti um mat og einhverskonar matargerð eða framreiðslu, hvernig þróaðist það? „Þetta er eiginlega fullkomið. Hann elskar að elda mat og er ótrúlega flinkur í því og ég hef gríðarlega gaman að því að borða góðan mat - sem hefur síðan þróast út í að ég held úti matarvef, ritstýri matreiðslubókum og leik í matreiðslumyndböndum. Þetta er klárlega eitthvað sem hefur þróast hjá okkur með árunum, það er að segja ástríða mín. Hans var alltaf til staðar og blessunarlega náði hann að smita mig því lífið er svo miklu skemmtilegra þegar maður borðar góðan mat. Það er nóg að gera hjá hjónunum þessa dagana en saman reka þau fyrirtækin Algarum og Umami sjávarsalt. Hjónin Þóra og Völli eiga og reka saman fyrirtækið Umami sjávarsalt. „Það þarf auðvitað alltaf salt í grautinn og Völli er á fullu að framleiða Umami Sjávarsalt sem er algjörlega uppáhalds og fæst orðið í flestum verslunum. Svo erum við líka að framleiða Þarahylki undir merkjum Algarum sem eru úr vandega samsettri og útpældri þarablöndu sem er lífrænt vottuð og frekar frábær - og heldur manni í toppstandi. Það er nefnilega joð í þara og joðskortur er að verða mjög algengur hér á landi sem má ekki gerast því joðskortur er grafalvarlegur.“ Hvernig hefur ykkur gengið að vinna saman í svona verkefnum sem hjón? Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru. Við þekkjumst svo vel og hugsum svipað - ætli við séum ekki búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár. Fyrir utan matvælaframleiðsluna og umsjón matarvefs mbl.is er Þóra einnig að reka fyrirtækið NOSTR þar sem hún selur plaköt með ýmiskonar heilræðum. „Það er svo margt spennandi framundan núna og auðvitað að bresta á með jólum. Núna erum við hjá NOSTR að prenta fyrsta upplagið af myndinni Heilræði. Þetta er algjörlega magnaður texti og ætti að hanga uppi á hverju heimili.“ Þóra og Völli Snær hafa verið saman í rúm sextán ár. Hér fyrir neðan svarar Þóra spurningum í viðtalsliðnum Matarást. „Er einlægur aðdáandi alls sem hann eldar“ Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Jebbs - ég bauð honum kokhraust í mat. Bauð upp á niðurskornar hversdagspylsur og grænmeti þræddar upp á pinna sem ég grillaði. Engin sósa, marinering eða neitt. Þetta var hrikalegt en hann lét sem ég væri Julia Child endurborin. Hvort ykkar eldar meira? Hann. Það er bara náttúrulögmálið í þessu tilfelli. Annars myndi þessi fjölskylda þjást af skyrbjúg og beinkröm. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við elskum indverskan mat, og pítsur. Við förum samt eiginlega meira út að borða þegar við erum erlendis heldur en hérna heima. Hér er Þóra ásamt dóttur sinni Móeyju. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já, hér er ekkert flækjustig þegar kemur að mat. Bara það sem öllum finnst gott og málið er dautt. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Neibb, hann borðar allt. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans og/eða öfugt. Ég er pítsugerðarmeistarinn á heimilinu og hann elskar pítsurnar mínar. Ég er jafnframt einlægur aðdáandi alls sem hann eldar. Það bragðast allt jafn vel. Borða alltaf saman morgunmat við kertaljós Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Ég man að við vorum á einu af okkar fyrstu deitum og við hliðina á okkur sat par sem var greinilega líka að stíga sín fyrstu skref. Á milli rétta kom þjónninn með heitt handklæði á disk til að þurrka fingurna. Í góðar fimm mínútur veltu þau vöngum yfir hvað þetta væri og hvernig ætti að borða það. Þegar loksins uppgötvaðist að þau voru að reyna að borða handþurrku þá var svo mikið hlegið að ég hélt að þau yrðu ekki eldri. Þetta er atvik sem getur bæði sundrað og sameinað. Þau höfðu bæði húmor fyrir þessu og „bonduðu“ yfir handþurrkunni. Það þarf oft eitthvað svona móment til að brjóta ísinn. Við skemmtum okkur líka kostulega á kantinum. Það var mikið hlegið þetta kvöld. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Það skiptir öllu máli. Og þá breytir engu hvenær dags það er. Við vöknum alltaf á undan krökkunum, kveikjum á kertum og borðum morgunmat saman. Tökum okkur góðan tíma í morgunkyrrðinni til að ræða saman, skipuleggja daginn og stilla strengi áður en við vekjum krakkana og komum þeim í skólann. Uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum deit mat? Pavlóva Uppskrift: 6 eggjahvítur 320 g sykur 1 tsk. kartöflumjöl 2 tsk. hvítvínsedik Aðferð: Byrjið á að þeyta eggjahvíturnar. Bætið sykrinum hægt og rólega saman við. Þegar hann er allur kominn út í er kartöflumjölinu og hvítvínsedikinu bætt rólega saman við. Hér er formið augljóslega aðalatriðið og til að gera svona fínerí skal setja allan marengsinn í eina góða klessu á ofnplötuna sem er að sjálfsögðu með smjörpappír. Trixið er að draga hliðarnar upp með skeið. Prófið ykkur áfram og finnið hvernig marengsinn lætur að stjórn. Reynið síðan að forma hálfgerða holu í miðjuna til að setja fyllinguna í. Bakið í miðjum ofni á 110°C í 90 mínútur og látið síðan kólna inn í ofni. Helst yfir nótt. Fyllið pavlóvuna síðan með því sem hugurinn girnist. Ég elska að setja þeyttan rjóma, sultu eða sósu í botninn, niðurskorið nammi eða ávexti. Skreytið svo fallega og berið fram. Girnileg Pavlóva að hætti Þóru. Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Flestum finnst í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt Hvenær má hrósa, hvenær ekki og fyrir hvað? 8. nóvember 2021 20:08 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þóra er er mikil fagurkeri og matgæðingur og starfar hún sem umsjónarmaður Matarvefs mbl.is. Einnig á hún og rekur plakatagerðina NOSTR ásamt því að vera í fyrirtækjarekstri með eiginmanni sínum. Hún og eiginmaður hennar Völundur Snær Völundarson, eða Völli Snær eins og hann er oftast kallaður, deila mikilli ástríðu fyrir mat og starfar Völli sem matreiðslumaður og saltframleiðandi. Þóra og Völli hafa verið saman í rúm sextán ár og eiga þau börnin Baldvin Snæ, þrettán ára og Móeyju Mjöll sem er ellefu ára. Þóra Kolbrá er mikill fagurkeri og matgæðingur en einnig á hún og rekur fyrirtækið NOSTR sem framleiðir plaköt með ýmiskonar heilræðum og fallegum orðum. „Við hittumst þann 05.05.05 og giftum okkur svo rúmlega ári síðar.“ Nú snýst líf ykkar og starf að miklu leyti um mat og einhverskonar matargerð eða framreiðslu, hvernig þróaðist það? „Þetta er eiginlega fullkomið. Hann elskar að elda mat og er ótrúlega flinkur í því og ég hef gríðarlega gaman að því að borða góðan mat - sem hefur síðan þróast út í að ég held úti matarvef, ritstýri matreiðslubókum og leik í matreiðslumyndböndum. Þetta er klárlega eitthvað sem hefur þróast hjá okkur með árunum, það er að segja ástríða mín. Hans var alltaf til staðar og blessunarlega náði hann að smita mig því lífið er svo miklu skemmtilegra þegar maður borðar góðan mat. Það er nóg að gera hjá hjónunum þessa dagana en saman reka þau fyrirtækin Algarum og Umami sjávarsalt. Hjónin Þóra og Völli eiga og reka saman fyrirtækið Umami sjávarsalt. „Það þarf auðvitað alltaf salt í grautinn og Völli er á fullu að framleiða Umami Sjávarsalt sem er algjörlega uppáhalds og fæst orðið í flestum verslunum. Svo erum við líka að framleiða Þarahylki undir merkjum Algarum sem eru úr vandega samsettri og útpældri þarablöndu sem er lífrænt vottuð og frekar frábær - og heldur manni í toppstandi. Það er nefnilega joð í þara og joðskortur er að verða mjög algengur hér á landi sem má ekki gerast því joðskortur er grafalvarlegur.“ Hvernig hefur ykkur gengið að vinna saman í svona verkefnum sem hjón? Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru. Við þekkjumst svo vel og hugsum svipað - ætli við séum ekki búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár. Fyrir utan matvælaframleiðsluna og umsjón matarvefs mbl.is er Þóra einnig að reka fyrirtækið NOSTR þar sem hún selur plaköt með ýmiskonar heilræðum. „Það er svo margt spennandi framundan núna og auðvitað að bresta á með jólum. Núna erum við hjá NOSTR að prenta fyrsta upplagið af myndinni Heilræði. Þetta er algjörlega magnaður texti og ætti að hanga uppi á hverju heimili.“ Þóra og Völli Snær hafa verið saman í rúm sextán ár. Hér fyrir neðan svarar Þóra spurningum í viðtalsliðnum Matarást. „Er einlægur aðdáandi alls sem hann eldar“ Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Jebbs - ég bauð honum kokhraust í mat. Bauð upp á niðurskornar hversdagspylsur og grænmeti þræddar upp á pinna sem ég grillaði. Engin sósa, marinering eða neitt. Þetta var hrikalegt en hann lét sem ég væri Julia Child endurborin. Hvort ykkar eldar meira? Hann. Það er bara náttúrulögmálið í þessu tilfelli. Annars myndi þessi fjölskylda þjást af skyrbjúg og beinkröm. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við elskum indverskan mat, og pítsur. Við förum samt eiginlega meira út að borða þegar við erum erlendis heldur en hérna heima. Hér er Þóra ásamt dóttur sinni Móeyju. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já, hér er ekkert flækjustig þegar kemur að mat. Bara það sem öllum finnst gott og málið er dautt. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Neibb, hann borðar allt. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans og/eða öfugt. Ég er pítsugerðarmeistarinn á heimilinu og hann elskar pítsurnar mínar. Ég er jafnframt einlægur aðdáandi alls sem hann eldar. Það bragðast allt jafn vel. Borða alltaf saman morgunmat við kertaljós Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Ég man að við vorum á einu af okkar fyrstu deitum og við hliðina á okkur sat par sem var greinilega líka að stíga sín fyrstu skref. Á milli rétta kom þjónninn með heitt handklæði á disk til að þurrka fingurna. Í góðar fimm mínútur veltu þau vöngum yfir hvað þetta væri og hvernig ætti að borða það. Þegar loksins uppgötvaðist að þau voru að reyna að borða handþurrku þá var svo mikið hlegið að ég hélt að þau yrðu ekki eldri. Þetta er atvik sem getur bæði sundrað og sameinað. Þau höfðu bæði húmor fyrir þessu og „bonduðu“ yfir handþurrkunni. Það þarf oft eitthvað svona móment til að brjóta ísinn. Við skemmtum okkur líka kostulega á kantinum. Það var mikið hlegið þetta kvöld. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Það skiptir öllu máli. Og þá breytir engu hvenær dags það er. Við vöknum alltaf á undan krökkunum, kveikjum á kertum og borðum morgunmat saman. Tökum okkur góðan tíma í morgunkyrrðinni til að ræða saman, skipuleggja daginn og stilla strengi áður en við vekjum krakkana og komum þeim í skólann. Uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum deit mat? Pavlóva Uppskrift: 6 eggjahvítur 320 g sykur 1 tsk. kartöflumjöl 2 tsk. hvítvínsedik Aðferð: Byrjið á að þeyta eggjahvíturnar. Bætið sykrinum hægt og rólega saman við. Þegar hann er allur kominn út í er kartöflumjölinu og hvítvínsedikinu bætt rólega saman við. Hér er formið augljóslega aðalatriðið og til að gera svona fínerí skal setja allan marengsinn í eina góða klessu á ofnplötuna sem er að sjálfsögðu með smjörpappír. Trixið er að draga hliðarnar upp með skeið. Prófið ykkur áfram og finnið hvernig marengsinn lætur að stjórn. Reynið síðan að forma hálfgerða holu í miðjuna til að setja fyllinguna í. Bakið í miðjum ofni á 110°C í 90 mínútur og látið síðan kólna inn í ofni. Helst yfir nótt. Fyllið pavlóvuna síðan með því sem hugurinn girnist. Ég elska að setja þeyttan rjóma, sultu eða sósu í botninn, niðurskorið nammi eða ávexti. Skreytið svo fallega og berið fram. Girnileg Pavlóva að hætti Þóru.
Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Flestum finnst í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt Hvenær má hrósa, hvenær ekki og fyrir hvað? 8. nóvember 2021 20:08 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Flestum finnst í lagi að hrósa fyrir ilm eða lykt Hvenær má hrósa, hvenær ekki og fyrir hvað? 8. nóvember 2021 20:08