„Við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2021 23:12 Ragnar Örn Bragason Vísir/Bára Dröfn Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var kampakátur með afar öflugan sigur Þórs á Keflavík í kvöld, 80-89. Keflavík var eina taplausa liðið í deildinni fyrir þennan leik. „Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
„Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira