Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 14:30 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, fær það krefjandi verkefni að útfæra tillögur starfshópsins ásamt stjórn og starfsmönnum sambandsins. Vísir/Hulda Margrét Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. Á fundi stjórnar KSÍ 29. ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp „til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar“. Fram voru lagðar fjórar tillögur og undir hverri tillögu eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Tillaga eitt er að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið þar á um ofbeldismál. Í henni er lagt sérstök áhersla á að uppfæra siðareglur KSÍ þar sem á að koma inn sér grein um ofbeldi í siðareglurnar sem og að opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi. Sambandið er líka hvatt eindregið til þess að gera samning fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum en starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Tillaga tvö er að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Tillaga þrjú er að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Tillaga fjögur er að KSÍ geri átak í og verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Í lokaorðunum kemur fram starfshópurinn hvetur KSÍ til þess að taka ábyrgðarhlutverki sínu alvarlega og um leið fagnandi. „Sambandið mun ekki eitt og sér breyta samfélaginu, en það er í einstakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif. Skilaboð, stefnur og sýnileiki KSÍ skipta sköpum. Með því að ráðast í framkvæmd og útfærslu á ofangreindum tillögum og með því að nýta sér þekkingu sérfræðinga á sviði jafnréttis- og ofbeldismála getur KSÍ sýnt það í verki hvað sambandið stendur fyrir og að það ætlar sér að axla ábyrgð,“ segir í lokaorðunum. Það má nálgast alla skýrsluna hér. KSÍ Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15 Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19 The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51 Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ 29. ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp „til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar“. Fram voru lagðar fjórar tillögur og undir hverri tillögu eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Tillaga eitt er að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið þar á um ofbeldismál. Í henni er lagt sérstök áhersla á að uppfæra siðareglur KSÍ þar sem á að koma inn sér grein um ofbeldi í siðareglurnar sem og að opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi. Sambandið er líka hvatt eindregið til þess að gera samning fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum en starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Tillaga tvö er að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Tillaga þrjú er að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Tillaga fjögur er að KSÍ geri átak í og verði leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Í lokaorðunum kemur fram starfshópurinn hvetur KSÍ til þess að taka ábyrgðarhlutverki sínu alvarlega og um leið fagnandi. „Sambandið mun ekki eitt og sér breyta samfélaginu, en það er í einstakri stöðu til að hafa mikil og jákvæð áhrif. Skilaboð, stefnur og sýnileiki KSÍ skipta sköpum. Með því að ráðast í framkvæmd og útfærslu á ofangreindum tillögum og með því að nýta sér þekkingu sérfræðinga á sviði jafnréttis- og ofbeldismála getur KSÍ sýnt það í verki hvað sambandið stendur fyrir og að það ætlar sér að axla ábyrgð,“ segir í lokaorðunum. Það má nálgast alla skýrsluna hér.
KSÍ Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15 Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19 The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51 Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. 27. október 2021 12:15
Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. 27. október 2021 11:19
The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. 27. október 2021 10:51
Telur að gullkynslóðin hafi fjarlægst raunveruleikann Í ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmenn karlalandsliðsins í fótbolta er ýjað að því að gullkynslóðin svokallaða hafi misst tengslin við raunveruleikann eftir velgengni landsliðsins. 28. október 2021 08:00