Einhleypan: „Ég sver að ég lenti bara í þessu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2021 16:00 Henni leiðist næstum aldrei, á ekki sjónvarp og alltaf tilbúin í skemmtileg ævintýri. María Sif Daníelsdóttir svarar spurningum í viðtalsliðnum Einhleypa vikunnar. Vísir/Vilhelm Hún vill kaffið sitt svart og sykurlaust, horfir aldrei á sjónvarp og er óhrædd við að prófa nýja hluti. María Sif Daníelsdóttir, oftast kölluð Mæja Sif, er Einhleypa vikunnar. Það er alltaf líf og fjör í kringum Mæju Sif en í dag starfar hún sem kokkur á veitingastaðnum Skál á Hlemmi. Mæja Sif titlar sig sem listamann, kokk, þjón og mömmu. Kokkur sem eldar aldrei „Núna er ég í glænýju hlutverki á Skál á Hlemmi, orðin kokkur. Margir hlæja smá að þessu því ég elda bara aldrei! En ég er búin að vera í veitingabransanum frá fimmtán ára aldri, en það hentar einstaklega vel með myndlistinni og félagsþörfinni,“ segir Mæja sem titlar sig sem listamann, kokk, þjón og mömmu. Það hafa verið miklar breytingar í lífi Mæju síðustu misseri og segist hún hoppa í allt sem er skemmtilegt og spennandi, svo lengi sem það sé með áhugaverðu fólki. Ég hef eiginlega verið á ferð og flugi síðan í maí 2020 en ég tók það sumar á Siglufirði með frábæru fólki að búa til geggjaðar pizzur og náttúruvín. Ég fór svo þaðan að graffa á Grundarfirði fyrir sjónvarpsþætti sem koma bráðum út. Tækifærin eru víða Á þessu tímabili flutti hún út frá krökkunum sínum sem eru komin vel á legg og leigði sér íbúð í miðbæ Reykjavíkur. „Ég flutti því úr Safamýrinni í miðbæinn í byrjun 2021 og ég elska það að vera bíllaus i miðbænum. Síðan þá er ég búin að opna og loka Bar Ananas en hann lifði stutt í þessu árferði. Það var samt geggjað að búa til bar,“ segir Mæja sem er sátt við reynsluna þó svo að tímasetningin hafi sannarlega ekki verið sú besta. Mæja segist hæstánægð með það að flytjast í miðbæ Reykjavíkur og elskar hún bíllausan lífstíl. Tækifærin eru þó víða en ásamt því að starfa á Skál er Mæja einnig önnum kafin í öðru spennandi verkefni í miðbænum. Í desember er ég að opna bakarí og pítsustað á gömlu Lækjarbrekku. Það verður alveg geggjað og þar mun ég vera ásamt tveimur af mínum bestu vinum, Gústa bakara og Sveini Rúnari. Get ekki beðið eftir því! Að vera hluti af einhverju nýju dæmi og búa eitthvað til er það skemmtilegasta sem ég geri Talandi um miðbæinn og ævintýri. Finnst þér vera einhver stefnumótamenning á Íslandi? „Ég hef einu sinni farið á blint stefnumót, annars hef ég aldrei farið. Svo að ef það er stefnumótamenning hér þá hefur sú menning eitthvað farið fram hjá mér,“ segir Mæja og hlær. Það eru mörg ævintýri framundan hjá Mæju en í dember stefnir hún á að opna bakarí og pítsustað í miðbænum ásamt sínum bestu vinum, Gústa bakara og Sveini Rúnari. Hér fyrir neðan svarar Mæja spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? María Sif Daníelsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Mæja. Aldur í árum? 48 ára. Aldur í anda? 28 ára. Menntun? Myndlistarbraut - Fjölbraut í Breiðholti. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég sver að ég lenti bara í þessu! Ég lendi nefnilega í ótrúlegustu hlutum og hlæ oft að þeim. Guilty pleasure kvikmynd? 8 Mile. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? já, Prince. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, oft! Chef Mæja mikið notað núna eða Graffarinn. Syngur þú í sturtu? Nei. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Nei, ég hef prófað það en hætti strax. Finnst þetta smá skrýtið. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hvatvís, fjölhæf og huguð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hvatvís, kærleiksrík og fyndin. Stefnumótaforrit heilla ekki Mæju og segist hún einnig lítið finna fyrir eginlegri stefnumótamenningu á Íslandi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Fyndni, glaðlyndi, ævintýraþrá og jafnvægi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki, frekja, dómharka og óheiðarleiki. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fiðrildi örugglega. Er oft kölluð fiðrildi eða mús. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Kurt Cobain, Bowie og Nick Cave. Ég hef margar spurningar. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get verið kamelljón. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mála stórar myndir eða graffa vegg og vinna á mjög „bissí“ veitingastað. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst fátt leiðinlegt, en líklega er það að vinna með skjöl og sitja við tölvu. Ertu A eða B týpa? B týpa, alla leið! Hvernig viltu eggin þín? Hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart kaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer mjög mikið á Vínstúkuna 10 sopa á Laugarvegi. Þar eru náttúrvínin og Bríó og frábær matur. Mér finnst líka gaman að labba milli bara og veitingastaða. Mæja lýsir sjálfri sér sem hvatvísri og ævintýragjarnri og er fátt sem henni finnst leiðinlegt að gera. Ertu rómantísk? Það kemur fyrir en ég vil ekki haldast í hendur eða leiðast, veit ekki af hverju. Draumastefnumótið? Úff, ekki hugmynd! Ég vil hlægja, tala, borða og njóta. Kannski í París eða á Ítalíu. Eða fara á snjósleða? Eða gefa öndunum brauð! Fer eftir hver það er og hvar. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Haha, örugglega allir textar, man ekki eftir neinu sérstöku samt. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég horfi aldrei á sjónvarp og vil ekki eiga sjónvarp en ég horfði á Good Girls um daginn á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Ómæ, ég hef enga eirð í mér til að lesa. Ég les aldrei neitt. Þarf að laga það. Ég skil ekki fólk sem situr á kaffihúsi og les bók. Mér finnst það magnað. Hvað er Ást? Ást er vinátta, traust, gleði, sorg, jafnstíga og gríðarlegur skilningur á að ég er mjög sjálfstæð og veð í allskonar verkefni! Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða öll Einhleypu viðtöl Makamála hér. Makamál leita eftir ábendingum um áhugaverða einhleypa einstaklinga á öllum allri en hægt er að senda tölvupóst á netfangið makamal@syn.is. Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Það er alltaf líf og fjör í kringum Mæju Sif en í dag starfar hún sem kokkur á veitingastaðnum Skál á Hlemmi. Mæja Sif titlar sig sem listamann, kokk, þjón og mömmu. Kokkur sem eldar aldrei „Núna er ég í glænýju hlutverki á Skál á Hlemmi, orðin kokkur. Margir hlæja smá að þessu því ég elda bara aldrei! En ég er búin að vera í veitingabransanum frá fimmtán ára aldri, en það hentar einstaklega vel með myndlistinni og félagsþörfinni,“ segir Mæja sem titlar sig sem listamann, kokk, þjón og mömmu. Það hafa verið miklar breytingar í lífi Mæju síðustu misseri og segist hún hoppa í allt sem er skemmtilegt og spennandi, svo lengi sem það sé með áhugaverðu fólki. Ég hef eiginlega verið á ferð og flugi síðan í maí 2020 en ég tók það sumar á Siglufirði með frábæru fólki að búa til geggjaðar pizzur og náttúruvín. Ég fór svo þaðan að graffa á Grundarfirði fyrir sjónvarpsþætti sem koma bráðum út. Tækifærin eru víða Á þessu tímabili flutti hún út frá krökkunum sínum sem eru komin vel á legg og leigði sér íbúð í miðbæ Reykjavíkur. „Ég flutti því úr Safamýrinni í miðbæinn í byrjun 2021 og ég elska það að vera bíllaus i miðbænum. Síðan þá er ég búin að opna og loka Bar Ananas en hann lifði stutt í þessu árferði. Það var samt geggjað að búa til bar,“ segir Mæja sem er sátt við reynsluna þó svo að tímasetningin hafi sannarlega ekki verið sú besta. Mæja segist hæstánægð með það að flytjast í miðbæ Reykjavíkur og elskar hún bíllausan lífstíl. Tækifærin eru þó víða en ásamt því að starfa á Skál er Mæja einnig önnum kafin í öðru spennandi verkefni í miðbænum. Í desember er ég að opna bakarí og pítsustað á gömlu Lækjarbrekku. Það verður alveg geggjað og þar mun ég vera ásamt tveimur af mínum bestu vinum, Gústa bakara og Sveini Rúnari. Get ekki beðið eftir því! Að vera hluti af einhverju nýju dæmi og búa eitthvað til er það skemmtilegasta sem ég geri Talandi um miðbæinn og ævintýri. Finnst þér vera einhver stefnumótamenning á Íslandi? „Ég hef einu sinni farið á blint stefnumót, annars hef ég aldrei farið. Svo að ef það er stefnumótamenning hér þá hefur sú menning eitthvað farið fram hjá mér,“ segir Mæja og hlær. Það eru mörg ævintýri framundan hjá Mæju en í dember stefnir hún á að opna bakarí og pítsustað í miðbænum ásamt sínum bestu vinum, Gústa bakara og Sveini Rúnari. Hér fyrir neðan svarar Mæja spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? María Sif Daníelsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Mæja. Aldur í árum? 48 ára. Aldur í anda? 28 ára. Menntun? Myndlistarbraut - Fjölbraut í Breiðholti. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég sver að ég lenti bara í þessu! Ég lendi nefnilega í ótrúlegustu hlutum og hlæ oft að þeim. Guilty pleasure kvikmynd? 8 Mile. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? já, Prince. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, oft! Chef Mæja mikið notað núna eða Graffarinn. Syngur þú í sturtu? Nei. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Nei, ég hef prófað það en hætti strax. Finnst þetta smá skrýtið. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hvatvís, fjölhæf og huguð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hvatvís, kærleiksrík og fyndin. Stefnumótaforrit heilla ekki Mæju og segist hún einnig lítið finna fyrir eginlegri stefnumótamenningu á Íslandi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Fyndni, glaðlyndi, ævintýraþrá og jafnvægi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Hroki, frekja, dómharka og óheiðarleiki. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fiðrildi örugglega. Er oft kölluð fiðrildi eða mús. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Kurt Cobain, Bowie og Nick Cave. Ég hef margar spurningar. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get verið kamelljón. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mála stórar myndir eða graffa vegg og vinna á mjög „bissí“ veitingastað. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst fátt leiðinlegt, en líklega er það að vinna með skjöl og sitja við tölvu. Ertu A eða B týpa? B týpa, alla leið! Hvernig viltu eggin þín? Hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart kaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer mjög mikið á Vínstúkuna 10 sopa á Laugarvegi. Þar eru náttúrvínin og Bríó og frábær matur. Mér finnst líka gaman að labba milli bara og veitingastaða. Mæja lýsir sjálfri sér sem hvatvísri og ævintýragjarnri og er fátt sem henni finnst leiðinlegt að gera. Ertu rómantísk? Það kemur fyrir en ég vil ekki haldast í hendur eða leiðast, veit ekki af hverju. Draumastefnumótið? Úff, ekki hugmynd! Ég vil hlægja, tala, borða og njóta. Kannski í París eða á Ítalíu. Eða fara á snjósleða? Eða gefa öndunum brauð! Fer eftir hver það er og hvar. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Haha, örugglega allir textar, man ekki eftir neinu sérstöku samt. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég horfi aldrei á sjónvarp og vil ekki eiga sjónvarp en ég horfði á Good Girls um daginn á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Ómæ, ég hef enga eirð í mér til að lesa. Ég les aldrei neitt. Þarf að laga það. Ég skil ekki fólk sem situr á kaffihúsi og les bók. Mér finnst það magnað. Hvað er Ást? Ást er vinátta, traust, gleði, sorg, jafnstíga og gríðarlegur skilningur á að ég er mjög sjálfstæð og veð í allskonar verkefni! Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða öll Einhleypu viðtöl Makamála hér. Makamál leita eftir ábendingum um áhugaverða einhleypa einstaklinga á öllum allri en hægt er að senda tölvupóst á netfangið makamal@syn.is.
Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira