Umfjöllun: ÍR - Þór Ak. 86-61 | Stórsigur er ÍR-ingar kræktu í sín fyrstu stig Sverrir Mar Smárason skrifar 4. nóvember 2021 21:00 ÍR-ingar unnu mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍR og Þór frá Akureyri mættust í Subway-deild karla í körfubolta í TM-hellinum í Breiðholti í kvöld. Bæði lið stigalaus fyrir leikinn svo leikurinn var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61. Fyrsti leikhluti fór nokkuð jafnt af stað þar sem liðin skiptust á að skora nokkur stig í röð. ÍR-ingar tóku þó forystuna snemma og kláruðu leikhlutann 8 stigum yfir, 26-18. Í öðrum leikhluta gáfu ÍR-ingar í en á sama tíma vildi ekkert niður hjá Þórsurum. ÍR-liðinu tókst að hitta sex þristum í leikhlutanum á meðan Þór skoraði aðeins 15 stig. Mikil gleði var hjá Ghetto Hooligans í stúkunni og voru þeir duglegir að atast í leikmönnum Þorpara. Hálfleikstölur 57-33, heimamönnum í ÍR í vil. Síðari hálfleikur var hálf lélegur af hálfu beggja liða, lítið skorað og illa nýtt færi. Áfram voru ÍR-ingar þó með sitt mikla forskot og vörnin hjá þeim hélt. Þórsarar enduðu leikinn með aðeins 29% skotnýtingu úr 77 skottilraunum sem getur ekki talist nægilega gott til þess að vinna einn einasta leik. Staðan í leiknum 72-50 þegar liðin fóru af stað í 4. leikhluta. Áfram var lítið skorað í 4. leikhluta en samtals skoruðu bæði liðin 25 stig í leikhlutanum. Þórsarar héldu reyndu of mikið að þvinga boltanum í gegnum lítil svæði líkt og fyrr í leiknum. Það má þó gefa Þorpurum það að þeir héldu áfram að reyna út leiktímann. Þeir stálu boltum, reyndu að verjast og reyndu að skora en það gekk bara alls ekkert upp hjá þeim í kvöld. Lokatölur 86-61 og heimamenn í ÍR unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Sigvaldi Eggertsson, leikmaður ÍR, var lang stigahæstur í kvöld en hann skoraði 25 stig. Næstur á eftir honum var liðsfélagi hans, Tomas Zdanavicius, með 13 og svo Dúi Þór, leikmaður Þórs með 12. Shakir Smith sendi 12 stoðsendingar í leiknum og Ragnar Ágústsson tók flest fráköst eða 13 talsins. Af hverju vann ÍR? Þeir spiluðu góðan varnarleik og hittu vel úr skotum sínum í fyrri hálfleik. Þetta var að mörgu leyti nokkuð þæginlegur sigur fyrir ÍR-inga því í dag voru Þórsarar bara langt frá sínu besta, án síns besta manns og ekki komnir með nýja erlenda leikmenn í stað þeirra sem búið er að senda heim. Hverjir stóðu upp úr? Sigvaldi Eggertsson skoraði 25 stig og var með 71% skotnýtingu í kvöld. Hann og Shakir Smith sem stýrði leik ÍR-inga í kvöld voru bestu menn leiksins. Hvað hefði mátt betur fara? Þórsarar þurfa að spila miklu betri og einfaldari sóknarleik en þeir gerðu í kvöld. 27% nýting úr 77 skotum er ekki boðlegt og það var alltof mikið um ráðaleysi og erfiðar ákvarðanir. Hvað gerist næst? Þórsarar eru áfram stigalausir í deildinni og eiga erfiðan leik næsta fimmtudag, 11. nóv, þegar þeir fá Keflavík í heimsókn til Akureyrar kl. 19:15. ÍR fékk sín fyrstu stig og mun reyna að ná í fleiri á Hlíðarenda þegar þeir mæta Völsurum fimmtudaginn 11. nóv sömuleiðis. Sá leikur hefst kl. 20:15. Subway-deild karla ÍR Þór Akureyri
ÍR og Þór frá Akureyri mættust í Subway-deild karla í körfubolta í TM-hellinum í Breiðholti í kvöld. Bæði lið stigalaus fyrir leikinn svo leikurinn var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61. Fyrsti leikhluti fór nokkuð jafnt af stað þar sem liðin skiptust á að skora nokkur stig í röð. ÍR-ingar tóku þó forystuna snemma og kláruðu leikhlutann 8 stigum yfir, 26-18. Í öðrum leikhluta gáfu ÍR-ingar í en á sama tíma vildi ekkert niður hjá Þórsurum. ÍR-liðinu tókst að hitta sex þristum í leikhlutanum á meðan Þór skoraði aðeins 15 stig. Mikil gleði var hjá Ghetto Hooligans í stúkunni og voru þeir duglegir að atast í leikmönnum Þorpara. Hálfleikstölur 57-33, heimamönnum í ÍR í vil. Síðari hálfleikur var hálf lélegur af hálfu beggja liða, lítið skorað og illa nýtt færi. Áfram voru ÍR-ingar þó með sitt mikla forskot og vörnin hjá þeim hélt. Þórsarar enduðu leikinn með aðeins 29% skotnýtingu úr 77 skottilraunum sem getur ekki talist nægilega gott til þess að vinna einn einasta leik. Staðan í leiknum 72-50 þegar liðin fóru af stað í 4. leikhluta. Áfram var lítið skorað í 4. leikhluta en samtals skoruðu bæði liðin 25 stig í leikhlutanum. Þórsarar héldu reyndu of mikið að þvinga boltanum í gegnum lítil svæði líkt og fyrr í leiknum. Það má þó gefa Þorpurum það að þeir héldu áfram að reyna út leiktímann. Þeir stálu boltum, reyndu að verjast og reyndu að skora en það gekk bara alls ekkert upp hjá þeim í kvöld. Lokatölur 86-61 og heimamenn í ÍR unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Sigvaldi Eggertsson, leikmaður ÍR, var lang stigahæstur í kvöld en hann skoraði 25 stig. Næstur á eftir honum var liðsfélagi hans, Tomas Zdanavicius, með 13 og svo Dúi Þór, leikmaður Þórs með 12. Shakir Smith sendi 12 stoðsendingar í leiknum og Ragnar Ágústsson tók flest fráköst eða 13 talsins. Af hverju vann ÍR? Þeir spiluðu góðan varnarleik og hittu vel úr skotum sínum í fyrri hálfleik. Þetta var að mörgu leyti nokkuð þæginlegur sigur fyrir ÍR-inga því í dag voru Þórsarar bara langt frá sínu besta, án síns besta manns og ekki komnir með nýja erlenda leikmenn í stað þeirra sem búið er að senda heim. Hverjir stóðu upp úr? Sigvaldi Eggertsson skoraði 25 stig og var með 71% skotnýtingu í kvöld. Hann og Shakir Smith sem stýrði leik ÍR-inga í kvöld voru bestu menn leiksins. Hvað hefði mátt betur fara? Þórsarar þurfa að spila miklu betri og einfaldari sóknarleik en þeir gerðu í kvöld. 27% nýting úr 77 skotum er ekki boðlegt og það var alltof mikið um ráðaleysi og erfiðar ákvarðanir. Hvað gerist næst? Þórsarar eru áfram stigalausir í deildinni og eiga erfiðan leik næsta fimmtudag, 11. nóv, þegar þeir fá Keflavík í heimsókn til Akureyrar kl. 19:15. ÍR fékk sín fyrstu stig og mun reyna að ná í fleiri á Hlíðarenda þegar þeir mæta Völsurum fimmtudaginn 11. nóv sömuleiðis. Sá leikur hefst kl. 20:15.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum