Guardians of the Galaxy: Hinir elskulegustu drullusokkar Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 08:45 Square Enix Marvel's Guardians of the Galaxy kemur skemmtilega á óvart. Saga leiksins og skemmtilegar persónur halda leiknum uppi en bardagakerfið getur verið svolítið einsleitt og þreytandi. Ég byrjaði að spila Guardians of the Galaxy (MGoG) með nákvæmlega engar væntingar. Leikurinn kom mér þó verulega á óvart en hann snýst ekkert um kvikmyndasöguheim Marvel heldur er hér um að ræða stakan einspilunarleik sem byggir á teiknimyndasögunum um Verndarana svokölluðu. Spilarar setja sig í spor Starlord, eða Peter Quill, og leiða þau Rocket, Drax, Gamoru og trégaurinn þarna sem ég man ekki hvað heitir, í gegnum hin ýmsu ævintýri og skrímslaveiðar. Hægt er að hafa áhrifi á sögu leiksins með því að velja hvað maður segir sem Starlord. Í gegnum spilun leiksins er eins og Verndararnir hætti aldrei að tala. Þau eru alltaf að segja eitthvað og það er mögulega eitthvað það áhugaverðasta við leikinn. Samræðurnar eru svo góðar og þau eru öll svo miklir drullusokkar, nema Groot auðvitað. Þessar samræður og samskipti sem maður getur átt við Verndarana um borð í geimskipinu Milano gerir mikið fyrir andrúmsloft MGoG. Hann lítur þar að auki vel út, fyrir utan örfáa galla sem ég hef rekist á í spilun minni í PC útgáfu leiksins. Square Enix Margar og góðar stillingar MGoG býr yfir gífurlegu magni stillingaratriða sem hægt er að fikta með til að hafa áhrif á spilun leiksins og gera fólki sem gæti átt erfitt með mismunandi spilunaratriði hans auðveldara um vik. Það er mikill kostur. Mér þykir saga MGoG góð og áhugaverð. Eðli málsins samkvæmt eru Verndararnir hlaupandi úr einni krísunni í aðra, eins og þeim einum er lagið, og þurfa í millitíðinni að berjast við fjölmörg og hættuleg skrímsli. Oggulítið tuð Þá komum við að því sem ég hef út MGoG að setja. Það fyrsta er eingöngu hægt að flokka sem tuð. Kannski smá nöldur. MGoG inniheldur nefnilega eitthvað sem á ensku kallast Quick Time Events. Í stuttu máli sagt er það þegar myndbönd eru spiluð og spilarar þurfa að ýta á rétta takka á réttum augnablikum til að komast áfram. Þetta gerist einnig í bardögum þar sem meldingar koma upp um að ýta á takka á réttu augnabliki. Quick Time Events eru óþolandi og ég hélt að það væri almenn afstaða gagnvart þeim. Ég bara skil ekki hvernig leikjaframleiðendum dettur sífellt í hug að troða því inn í leiki. Þetta bætir bókstaflega engu við og er bara pirrandi. Square Enix Mig grunar reyndar að starfsmenn Eidos-Montreal viti það, því við smá stillingaskoðun tók ég eftir að hægt er að slökkva á QTE, sem ég gerði strax. Upplifun mín af MGoG batnaði um leið, enda er fátt sem ég þoli minna en QTE. Annað og jafnvel mikilvægara atriði er að bardagakerfi MGoG getur orðið svolítið þreytt. Margar tegundir árása Sem Starlord þurfa spilarar að hlaupa um og skjóta eins og óðir á óvini Verndaranna. Samtímis þarf að gefa hinum í teyminu skipanir en þau eru öll með mismunandi hæfileka sem nýtast sérstaklega vel mismunandi óvinum. Starlord getur þar að auki seinna meir í leiknum bætt tiltekinni gerð af skaða við byssur sínar. Suma óvini hentar til dæmis vel að skjóta með frostskotum og aðra með rafmagnsskotum. Hér má sjá leiðbeiningar um það hvernig bardagakerfið virkar. Bardagakerfið er ekki slæmt en eftir nokkrar klukkustundir var ég farinn að fá smá leið á því. Ég lækkaði erfiðleikastigið niður í svo gott sem ekki neitt og hélt áfram að spila til að fá söguna beint í æð. Samantekt-ish Eins og áður segir kom MGoG mér skemmtilega á óvart. Þetta er hress og skemmtilegur leikur með góða persónusköpun og ríkt andrúmsloft, ef svo má að orði komast. Það er svo sem ekkert nýmóðins eða framúrskarandi við MGoG en hann smellur allur vel saman, að mestu. Square Enix Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Ég byrjaði að spila Guardians of the Galaxy (MGoG) með nákvæmlega engar væntingar. Leikurinn kom mér þó verulega á óvart en hann snýst ekkert um kvikmyndasöguheim Marvel heldur er hér um að ræða stakan einspilunarleik sem byggir á teiknimyndasögunum um Verndarana svokölluðu. Spilarar setja sig í spor Starlord, eða Peter Quill, og leiða þau Rocket, Drax, Gamoru og trégaurinn þarna sem ég man ekki hvað heitir, í gegnum hin ýmsu ævintýri og skrímslaveiðar. Hægt er að hafa áhrifi á sögu leiksins með því að velja hvað maður segir sem Starlord. Í gegnum spilun leiksins er eins og Verndararnir hætti aldrei að tala. Þau eru alltaf að segja eitthvað og það er mögulega eitthvað það áhugaverðasta við leikinn. Samræðurnar eru svo góðar og þau eru öll svo miklir drullusokkar, nema Groot auðvitað. Þessar samræður og samskipti sem maður getur átt við Verndarana um borð í geimskipinu Milano gerir mikið fyrir andrúmsloft MGoG. Hann lítur þar að auki vel út, fyrir utan örfáa galla sem ég hef rekist á í spilun minni í PC útgáfu leiksins. Square Enix Margar og góðar stillingar MGoG býr yfir gífurlegu magni stillingaratriða sem hægt er að fikta með til að hafa áhrif á spilun leiksins og gera fólki sem gæti átt erfitt með mismunandi spilunaratriði hans auðveldara um vik. Það er mikill kostur. Mér þykir saga MGoG góð og áhugaverð. Eðli málsins samkvæmt eru Verndararnir hlaupandi úr einni krísunni í aðra, eins og þeim einum er lagið, og þurfa í millitíðinni að berjast við fjölmörg og hættuleg skrímsli. Oggulítið tuð Þá komum við að því sem ég hef út MGoG að setja. Það fyrsta er eingöngu hægt að flokka sem tuð. Kannski smá nöldur. MGoG inniheldur nefnilega eitthvað sem á ensku kallast Quick Time Events. Í stuttu máli sagt er það þegar myndbönd eru spiluð og spilarar þurfa að ýta á rétta takka á réttum augnablikum til að komast áfram. Þetta gerist einnig í bardögum þar sem meldingar koma upp um að ýta á takka á réttu augnabliki. Quick Time Events eru óþolandi og ég hélt að það væri almenn afstaða gagnvart þeim. Ég bara skil ekki hvernig leikjaframleiðendum dettur sífellt í hug að troða því inn í leiki. Þetta bætir bókstaflega engu við og er bara pirrandi. Square Enix Mig grunar reyndar að starfsmenn Eidos-Montreal viti það, því við smá stillingaskoðun tók ég eftir að hægt er að slökkva á QTE, sem ég gerði strax. Upplifun mín af MGoG batnaði um leið, enda er fátt sem ég þoli minna en QTE. Annað og jafnvel mikilvægara atriði er að bardagakerfi MGoG getur orðið svolítið þreytt. Margar tegundir árása Sem Starlord þurfa spilarar að hlaupa um og skjóta eins og óðir á óvini Verndaranna. Samtímis þarf að gefa hinum í teyminu skipanir en þau eru öll með mismunandi hæfileka sem nýtast sérstaklega vel mismunandi óvinum. Starlord getur þar að auki seinna meir í leiknum bætt tiltekinni gerð af skaða við byssur sínar. Suma óvini hentar til dæmis vel að skjóta með frostskotum og aðra með rafmagnsskotum. Hér má sjá leiðbeiningar um það hvernig bardagakerfið virkar. Bardagakerfið er ekki slæmt en eftir nokkrar klukkustundir var ég farinn að fá smá leið á því. Ég lækkaði erfiðleikastigið niður í svo gott sem ekki neitt og hélt áfram að spila til að fá söguna beint í æð. Samantekt-ish Eins og áður segir kom MGoG mér skemmtilega á óvart. Þetta er hress og skemmtilegur leikur með góða persónusköpun og ríkt andrúmsloft, ef svo má að orði komast. Það er svo sem ekkert nýmóðins eða framúrskarandi við MGoG en hann smellur allur vel saman, að mestu. Square Enix
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira