Þór skildi XY eftir í sárum Snorri Rafn Hallsson skrifar 30. október 2021 13:32 Allt frá upphafi tímabilsins hafa Þór og XY verið jöfn Dusty að stigum á toppi deildarinnar. Liðin voru ósigruð hingað til en þar sem ekki er boðið upp á jafntefli í þessari deild var ljóst að í gærkvöldi myndi annað liðið tylla sér ofan við hitt. Dusty hafði þá þegar unnið sinn leik í umferðinni og þurftu liðin því að sýna hvort þeirra myndi gera tilkall til toppslags við Dusty síðar í umferðinni. Þórsarar hafa þrátt fyrir að vera nýtt lið leikið gríðarlega vel og unnið sína leiki á afar sannfærandi hátt. XY hefur aftur á móti þurft að hafa mikið fyrir sínum sigrum og spila margar lotur til að vinna leiki. Þessi viðureign var því ákveðin prófraun þar sem XY hafði tækifæri til að sanna sig í erfiðri viðureign við sterkt lið. Leikurinn fór fram í Overpass kortinu og unnu Þórsarar hnífalotuna. Þór kaus því að byrja fyrri hálfleik í vörn (Counter-Terrorists) á meðan XY sótti. Strax á fyrstu sekúndum leiksins var ljóst að leikmenn Þórs myndu ekkert gefa eftir. Þór stillti upp þéttri vörn á A svæðinu sem XY átti engin svör við og féllu fyrstu átta loturnar allar Þór í vil þar sem XY átti erfitt með að ná nokkrum fellum. Í sjöundu lotu reyndu XY að sækja á B til að finna upp á einhverju nýju, en þar var Rean vel staðsettur og felldi fjóra andstæðinga á skömmum tíma. Delli1 stal þó ásnum frá honum, en strax í áttundu lotu gerði Rean sér lítið fyrir og felldi alla leikmenn XY á einu bretti. Þórsarar voru búnir að skella í lás á öllu kortinu og ber að nefna að XY náði ekki einu sinni að koma niður sprengju fyrr en í níundu lotu þar sem Minidegreez tókst loks að kreista fram sigur. Þórsarar voru þó hvergi hættir og lét Detinate svo sannarlega finna fyrir sér og tók sér meira pláss í leiknum en hann er vanur. Það skilaði sínu og voru Þórsarar með mikið forskot í lok fyrri hálfleiks. Staða í hálfleik: XY 2 - 13 Þór Síðari hálfleikur var stuttur í annan endann. Þórsarar héldu uppteknum hætti og sigruðu allar þrjár loturnar hratt og örugglega. Lokastaða: XY 2 - 16 Þór Meiri stiga- og gæðamunur hefur ekki sést í deildinni á þessu tímabili. Leikmenn XY voru arfaslakir og bitlausir og þurfa þeir að taka sig á ætli þeir að fylgja velgengninni í upphafi tímabilsins eftir gegn þeim liðum sem þeir eiga eftir að mæta. Það verður á brattann að sækja hjá þeim þegar XY mætir Dusty næsta þriðjudag, en þá tekur Þór á móti Sögu. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir XY lagði Fylki eftir tvöfalda framlengingu Æsispennandi viðureign XY og Fylkis í Nuke lauk í gærkvöldi með sigri XY 22-20 eftir tvöfalda framlengingu í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. 23. október 2021 15:01 3. umferð lokið í CS:GO, Dusty, Þór og XY enn á toppnum Þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty burstaði Kórdrengi 16-3. Leikir umferðarinnar voru spennandi en staðan nokkuð óbreytt. 23. október 2021 19:01 Þór lagði Ármann og sigurgangan heldur áfram StebbiC0C0 sýndi að hann er einn sá besti í frábærum leik Þórs gegn Ármanni sem liðið vann örugglega 16-9. 20. október 2021 17:01
Allt frá upphafi tímabilsins hafa Þór og XY verið jöfn Dusty að stigum á toppi deildarinnar. Liðin voru ósigruð hingað til en þar sem ekki er boðið upp á jafntefli í þessari deild var ljóst að í gærkvöldi myndi annað liðið tylla sér ofan við hitt. Dusty hafði þá þegar unnið sinn leik í umferðinni og þurftu liðin því að sýna hvort þeirra myndi gera tilkall til toppslags við Dusty síðar í umferðinni. Þórsarar hafa þrátt fyrir að vera nýtt lið leikið gríðarlega vel og unnið sína leiki á afar sannfærandi hátt. XY hefur aftur á móti þurft að hafa mikið fyrir sínum sigrum og spila margar lotur til að vinna leiki. Þessi viðureign var því ákveðin prófraun þar sem XY hafði tækifæri til að sanna sig í erfiðri viðureign við sterkt lið. Leikurinn fór fram í Overpass kortinu og unnu Þórsarar hnífalotuna. Þór kaus því að byrja fyrri hálfleik í vörn (Counter-Terrorists) á meðan XY sótti. Strax á fyrstu sekúndum leiksins var ljóst að leikmenn Þórs myndu ekkert gefa eftir. Þór stillti upp þéttri vörn á A svæðinu sem XY átti engin svör við og féllu fyrstu átta loturnar allar Þór í vil þar sem XY átti erfitt með að ná nokkrum fellum. Í sjöundu lotu reyndu XY að sækja á B til að finna upp á einhverju nýju, en þar var Rean vel staðsettur og felldi fjóra andstæðinga á skömmum tíma. Delli1 stal þó ásnum frá honum, en strax í áttundu lotu gerði Rean sér lítið fyrir og felldi alla leikmenn XY á einu bretti. Þórsarar voru búnir að skella í lás á öllu kortinu og ber að nefna að XY náði ekki einu sinni að koma niður sprengju fyrr en í níundu lotu þar sem Minidegreez tókst loks að kreista fram sigur. Þórsarar voru þó hvergi hættir og lét Detinate svo sannarlega finna fyrir sér og tók sér meira pláss í leiknum en hann er vanur. Það skilaði sínu og voru Þórsarar með mikið forskot í lok fyrri hálfleiks. Staða í hálfleik: XY 2 - 13 Þór Síðari hálfleikur var stuttur í annan endann. Þórsarar héldu uppteknum hætti og sigruðu allar þrjár loturnar hratt og örugglega. Lokastaða: XY 2 - 16 Þór Meiri stiga- og gæðamunur hefur ekki sést í deildinni á þessu tímabili. Leikmenn XY voru arfaslakir og bitlausir og þurfa þeir að taka sig á ætli þeir að fylgja velgengninni í upphafi tímabilsins eftir gegn þeim liðum sem þeir eiga eftir að mæta. Það verður á brattann að sækja hjá þeim þegar XY mætir Dusty næsta þriðjudag, en þá tekur Þór á móti Sögu. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir XY lagði Fylki eftir tvöfalda framlengingu Æsispennandi viðureign XY og Fylkis í Nuke lauk í gærkvöldi með sigri XY 22-20 eftir tvöfalda framlengingu í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. 23. október 2021 15:01 3. umferð lokið í CS:GO, Dusty, Þór og XY enn á toppnum Þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty burstaði Kórdrengi 16-3. Leikir umferðarinnar voru spennandi en staðan nokkuð óbreytt. 23. október 2021 19:01 Þór lagði Ármann og sigurgangan heldur áfram StebbiC0C0 sýndi að hann er einn sá besti í frábærum leik Þórs gegn Ármanni sem liðið vann örugglega 16-9. 20. október 2021 17:01
XY lagði Fylki eftir tvöfalda framlengingu Æsispennandi viðureign XY og Fylkis í Nuke lauk í gærkvöldi með sigri XY 22-20 eftir tvöfalda framlengingu í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. 23. október 2021 15:01
3. umferð lokið í CS:GO, Dusty, Þór og XY enn á toppnum Þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty burstaði Kórdrengi 16-3. Leikir umferðarinnar voru spennandi en staðan nokkuð óbreytt. 23. október 2021 19:01
Þór lagði Ármann og sigurgangan heldur áfram StebbiC0C0 sýndi að hann er einn sá besti í frábærum leik Þórs gegn Ármanni sem liðið vann örugglega 16-9. 20. október 2021 17:01