Lífið

Skipulagsfyrirtæki varð til eftir kulnun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Matt leit við hjá mæðgunum Brynju og Heiðu B.
Vala Matt leit við hjá mæðgunum Brynju og Heiðu B.

Skipulag á heimili fólks getur verið mismikið og fer það oft í taugarnar á heimilisfólkinu hversu lélegt skipulagið er í raun og veru.

Skáparnir eru allir í rugli og þú finnur aldrei það sem þú leitar að.

Mæðgurnar Heiða B. Heiðars og Brynja Dögg Heiðudóttir tóku ákvörðun að taka málin í sínar hendur og stofnuðu fyrirtæki þar sem hægt er að fá allskonar skipulagsvörur fyrir heimilið svo allt geti verið á sínum stað og ekkert kaos.

Þegar Brynja Dögg var í veikindafríi vegna kulnunar sem hún hafði lent í ákvað hún að nýta tímann í að skipuleggja heimilið og í framhaldi af því búa til netfyrirtæki með skipulagsvörum.

Móðir hennar Heiða fór með henni í að skipuleggja og setja upp heimasíðu og láta þennan draum dótturinnar rætast.

Brynja býður nú upp á aðstoð við skipulagningu heimilisins en Vala Matt ræddi við þær mæðgur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.