Lífið

Íslendingur rakst á „Samherja-bol“ á markaði í Namibíu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar

Ásgeir Guðmundsson, sem staðsettur er í Namibíu, rakst á sérkennilegan bol á markaði þar í landi í dag. Bolurinn ber yfirskriftina „Good Samaritan“ og skartar meðal annars mynd af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja.

Framan á bolnum má sjá stóra mynd af Þorsteini ásamt Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Í myndatextanum segir „miskunnarlausir samverjar,“ en Þorsteinn Már hefur áður hlotið gagnrýni fyrir tengsl sín við embættismenn í Namibíu. 

Á ermunum eru myndir af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt Björgólfi Jóhannssyni, sem starfaði tímabundið sem forstjóri Samherja.

Aðsend

Ásgeir segir að bolurinn hafi kostað 50 namibíska dollara sem gera um 400 íslenskar krónur. Að sögn Ásgeirs eru það um hálf dagslaun verkamanns þar í landi. 

Tengsl við Samherjamálið

Ætla má að bolirnir tengist  Samherjamálinu svokallaða en íslensk og namibísk yfirvöld eru með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um viðskipti Samherja í Afríku og meintar mútugreiðslur til háttsettra aðila í namibíska stjórnkerfinu í tengslum við þau.

Kristján Már Júlíusson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur áður hlotið gagnrýni fyrir tengsl sín við stjórnendur Samherja en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans í kjölfar Samherjamálsins. Kristján Þór gaf ekki kost á sér í Alþingiskosningunum sem fram fóru í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.