Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. október 2021 22:00 Þau Björgvin Páll Gústavsson og Karen Einarsdóttir eru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. Björgvin Páll Gústavsson er einn reynslumesti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í dag. Hann á að baki yfir 230 landsleiki og hefur farið á þrettán stórmót síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem landsliðið hreppti silfurverðlaunin eftirminnilegu. Í dag spilar hann með Val ásamt því að hafa snúið sér að þjálfun. Þá vinnur hann einnig inni í skólakerfinu þar sem hann heldur fyrirlestra fyrir börn og unglinga. Karen Einarsdóttir, betri helmingur Björgvins, er meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf. Þessa dagana er hún í fæðingarorlofi en þau eignuðust sitt fjórða barn fyrr á þessu ári. Þau Björgvin og Karen voru gestir í 26. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þau frá því hvernig þau kynntust þegar þau voru unglingar. „Hey hvað er númerið hjá systur þinni?“ „Bróðir minn og Bjöggi voru saman í unglingalandsliði. Ég var í Galtalæk með mömmu og pabba á útihátíð og þá var einhver strákagleði heim hjá bróður mínum á meðan og þar sér Bjöggi svona stórfína fermingarmynd af stelpunni,“ segir Karen. Björgvin til varnar tekur hún þó fram að myndin hafi verið svarthvít og fermingarkrullurnar og bleiki kjóllinn því ekki hafa verið mjög áberandi. „Þetta byrjaði bara sem grín. Ég sá mynd af henni og ákvað að stríða vini mínum honum Jóhanni og spurði hann „hey hvað er númerið hjá systur þinni, ég ætla að senda henni sms“. Svo gaf hann mér númerið og ég sendi henni sms. Það vatt bara upp á sig og hér erum við í dag,“ segir Björgvin. Karen segir bróður sinn hafa átt erfitt með samband þeirra í fyrstu og ekki beint fundist frábært að vinur sinn væri að kyssa litlu systur hans. Hann hafi þó fljótlega jafnað sig á því og vinasamband hans og Björgvins hafi orðið enn nánara fyrir vikið. „Þetta var bara mjög sterk tenging því við vorum þarna á tímabili bæði í Fram þar sem við Jóhann spiluðum saman og hún var þá í kvennaliðinu. Þannig þetta var rosalega sterk tenging og Jóhann sagði nú á sínum tíma að þetta væri sér að kenna en breytti því svo í að þetta væri sér að þakka,“ segir Björgvin. Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru aðeins unglingar. Í dag hafa þau verið gift í tíu ár og eiga fjögur börn.Betri helmingurinn Erfitt að hugsa til þess að þau myndu kannski aldrei eignast barn Karen og Björgvin eiga saman fjögur börn og þar af eina tvíbura. Í þættinum segja þau frá ófrjósemi sem þau glímdu við og þeim erfiðleikum sem þau gengu í gegnum áður en þau eignuðust sitt fyrsta barn. „Ég sagði engum frá þessu á meðan við vorum í þessu ferli því ég vildi ekki fá vorkunn. Ég er svo hrædd um að einhver vorkenni mér og ég vil það ekki. Ég er svo ung. Þannig ég var alltaf bara með tilbúin svör að við værum nú ekkert farin að pæla í þessu,“ segir Karen. Karen var aðeins tvítug þegar fólk var farið að spyrja hana hvort þau ætluðu ekki að fara koma með barn. Björgvin segir þau hafa verið heppin að hafa búið erlendis á þessum tíma og að þau hafi verið fjárhagslega stæð til þess að geta farið í þær meðferðir sem þurfti. „Ég var ung þegar við byrjuðum í meðferðum, ég var bara 23 ára. Ég var náttúrlega lang yngst þarna inni á meðferðarstofunni. Ég vorkenndi alltaf svo mikið öllum hinum konunum eða vorkenndi sjálfri mér aldrei neitt. Maður setti bara upp einhverja grímu en svo var svo ótrúlega gott að opna sig með þetta eftir á.“ Þau segja ferlið hafa verið auðveldara í annað skiptið því þá höfðu þau opnað sig um ófrjósemina og voru komin með eitt barn. „Þetta var svo rosalega erfið hugsun að vera barnlaus og verða kannski aldrei ólétt og eignast kannski aldrei barn. Þannig þegar maður er komin með barn þá er maður kannski aðeins rólegri,“ segir Karen. Þau þurftu að fara í alls níu meðferðir til þess að eignast elstu dóttur sína og tvíburana Emilíu og Einar. Á síðasta ári urðu loks ólétt af sínu fjórða barni án nokkurrar aðstoðar. „Hormónakerfið okkar er stór partur af þessu öllu saman. Allt sem þú gerir hefur áhrif á hormónin þín og hormónin hafa áhrif á allt sem þú gerir. Þannig þetta svona spilar allt saman andlega og líkamlega. Þess vegna gerist það mjög oft að þegar fólk hættir að reyna þá gerist þetta,“ segir Björgin. „Ég er þarna komin með opið sár á bringuna og hugsa: Hvað er að gerast?“ Þau Björgvin og Karen ná einstaklega vel saman og segja helsta ágreiningsmál hjónabandsins vera tiltektaræði Björgvins sem kann að hljóma eins og lúxusvandamál. Sem dæmi um tiltektaræðið segir Karen að Björgvin gæti ekki verið rólegur ef það væru tveir pennar á borðinu. „Mín hræðsla snýst ekki um pennana tvo heldur snýst þetta um að ef það eru tveir pennar, þá er kannski líka pennaveski og hvar stoppar þetta? Þetta vindur bara upp á sig,“ útskýrir Björgvin. Í þættinum deila þau óheppilegu atviki sem átti sér stað á þeirra yngri árum þegar ljósabekkjaæðið reið yfir þegar þau voru nýlega flutt til Þýskalands. „Við brennum bæði mjög illa og okkur vantar Aloe Vera. Við förum í búðina og ég sé bara svona stóran grænan brúsa og það stóð bara Aloe Vera. Svo berum við þetta á okkur við bara versnum og versnum í svona þrjá daga. Ég er þarna komin með opið sár á bringuna og hugsa bara: Hvað er að gerast? Brunnum við svona ógeðslega illa að það er ekkert að hjálpa okkur?,“ segir Karen. Smyrslinu fylgdi óbærilegur sviði sem Björgvin taldi Karen trú um að væri eðlilegur og einungis merki um að sárið væri að gróa. Við nánari skoðun kom þó í ljós að það sem þau töldu að væri Aloe Vera smyrsli var í raun sápa. „Ég man hvað ég var hrædd þegar við föttuðum að þetta væri sápa ... Ég hélt ég yrði með þetta sár alla mína ævi,“ rifjar Karen upp. Í þættinum ræða þau einnig fjölskyldulífið á faraldsfæti og segja frá vandræðalegu stefnumóti þar sem Björgvin gleymdi að borga fyrir matinn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Björgvin og Kareni í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Handbolti Frjósemi Tengdar fréttir Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11. október 2021 14:01 Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 „Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. 23. september 2021 06:01 Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. 16. september 2021 06:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson er einn reynslumesti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í dag. Hann á að baki yfir 230 landsleiki og hefur farið á þrettán stórmót síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem landsliðið hreppti silfurverðlaunin eftirminnilegu. Í dag spilar hann með Val ásamt því að hafa snúið sér að þjálfun. Þá vinnur hann einnig inni í skólakerfinu þar sem hann heldur fyrirlestra fyrir börn og unglinga. Karen Einarsdóttir, betri helmingur Björgvins, er meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf. Þessa dagana er hún í fæðingarorlofi en þau eignuðust sitt fjórða barn fyrr á þessu ári. Þau Björgvin og Karen voru gestir í 26. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þau frá því hvernig þau kynntust þegar þau voru unglingar. „Hey hvað er númerið hjá systur þinni?“ „Bróðir minn og Bjöggi voru saman í unglingalandsliði. Ég var í Galtalæk með mömmu og pabba á útihátíð og þá var einhver strákagleði heim hjá bróður mínum á meðan og þar sér Bjöggi svona stórfína fermingarmynd af stelpunni,“ segir Karen. Björgvin til varnar tekur hún þó fram að myndin hafi verið svarthvít og fermingarkrullurnar og bleiki kjóllinn því ekki hafa verið mjög áberandi. „Þetta byrjaði bara sem grín. Ég sá mynd af henni og ákvað að stríða vini mínum honum Jóhanni og spurði hann „hey hvað er númerið hjá systur þinni, ég ætla að senda henni sms“. Svo gaf hann mér númerið og ég sendi henni sms. Það vatt bara upp á sig og hér erum við í dag,“ segir Björgvin. Karen segir bróður sinn hafa átt erfitt með samband þeirra í fyrstu og ekki beint fundist frábært að vinur sinn væri að kyssa litlu systur hans. Hann hafi þó fljótlega jafnað sig á því og vinasamband hans og Björgvins hafi orðið enn nánara fyrir vikið. „Þetta var bara mjög sterk tenging því við vorum þarna á tímabili bæði í Fram þar sem við Jóhann spiluðum saman og hún var þá í kvennaliðinu. Þannig þetta var rosalega sterk tenging og Jóhann sagði nú á sínum tíma að þetta væri sér að kenna en breytti því svo í að þetta væri sér að þakka,“ segir Björgvin. Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru aðeins unglingar. Í dag hafa þau verið gift í tíu ár og eiga fjögur börn.Betri helmingurinn Erfitt að hugsa til þess að þau myndu kannski aldrei eignast barn Karen og Björgvin eiga saman fjögur börn og þar af eina tvíbura. Í þættinum segja þau frá ófrjósemi sem þau glímdu við og þeim erfiðleikum sem þau gengu í gegnum áður en þau eignuðust sitt fyrsta barn. „Ég sagði engum frá þessu á meðan við vorum í þessu ferli því ég vildi ekki fá vorkunn. Ég er svo hrædd um að einhver vorkenni mér og ég vil það ekki. Ég er svo ung. Þannig ég var alltaf bara með tilbúin svör að við værum nú ekkert farin að pæla í þessu,“ segir Karen. Karen var aðeins tvítug þegar fólk var farið að spyrja hana hvort þau ætluðu ekki að fara koma með barn. Björgvin segir þau hafa verið heppin að hafa búið erlendis á þessum tíma og að þau hafi verið fjárhagslega stæð til þess að geta farið í þær meðferðir sem þurfti. „Ég var ung þegar við byrjuðum í meðferðum, ég var bara 23 ára. Ég var náttúrlega lang yngst þarna inni á meðferðarstofunni. Ég vorkenndi alltaf svo mikið öllum hinum konunum eða vorkenndi sjálfri mér aldrei neitt. Maður setti bara upp einhverja grímu en svo var svo ótrúlega gott að opna sig með þetta eftir á.“ Þau segja ferlið hafa verið auðveldara í annað skiptið því þá höfðu þau opnað sig um ófrjósemina og voru komin með eitt barn. „Þetta var svo rosalega erfið hugsun að vera barnlaus og verða kannski aldrei ólétt og eignast kannski aldrei barn. Þannig þegar maður er komin með barn þá er maður kannski aðeins rólegri,“ segir Karen. Þau þurftu að fara í alls níu meðferðir til þess að eignast elstu dóttur sína og tvíburana Emilíu og Einar. Á síðasta ári urðu loks ólétt af sínu fjórða barni án nokkurrar aðstoðar. „Hormónakerfið okkar er stór partur af þessu öllu saman. Allt sem þú gerir hefur áhrif á hormónin þín og hormónin hafa áhrif á allt sem þú gerir. Þannig þetta svona spilar allt saman andlega og líkamlega. Þess vegna gerist það mjög oft að þegar fólk hættir að reyna þá gerist þetta,“ segir Björgin. „Ég er þarna komin með opið sár á bringuna og hugsa: Hvað er að gerast?“ Þau Björgvin og Karen ná einstaklega vel saman og segja helsta ágreiningsmál hjónabandsins vera tiltektaræði Björgvins sem kann að hljóma eins og lúxusvandamál. Sem dæmi um tiltektaræðið segir Karen að Björgvin gæti ekki verið rólegur ef það væru tveir pennar á borðinu. „Mín hræðsla snýst ekki um pennana tvo heldur snýst þetta um að ef það eru tveir pennar, þá er kannski líka pennaveski og hvar stoppar þetta? Þetta vindur bara upp á sig,“ útskýrir Björgvin. Í þættinum deila þau óheppilegu atviki sem átti sér stað á þeirra yngri árum þegar ljósabekkjaæðið reið yfir þegar þau voru nýlega flutt til Þýskalands. „Við brennum bæði mjög illa og okkur vantar Aloe Vera. Við förum í búðina og ég sé bara svona stóran grænan brúsa og það stóð bara Aloe Vera. Svo berum við þetta á okkur við bara versnum og versnum í svona þrjá daga. Ég er þarna komin með opið sár á bringuna og hugsa bara: Hvað er að gerast? Brunnum við svona ógeðslega illa að það er ekkert að hjálpa okkur?,“ segir Karen. Smyrslinu fylgdi óbærilegur sviði sem Björgvin taldi Karen trú um að væri eðlilegur og einungis merki um að sárið væri að gróa. Við nánari skoðun kom þó í ljós að það sem þau töldu að væri Aloe Vera smyrsli var í raun sápa. „Ég man hvað ég var hrædd þegar við föttuðum að þetta væri sápa ... Ég hélt ég yrði með þetta sár alla mína ævi,“ rifjar Karen upp. Í þættinum ræða þau einnig fjölskyldulífið á faraldsfæti og segja frá vandræðalegu stefnumóti þar sem Björgvin gleymdi að borga fyrir matinn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Björgvin og Kareni í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Handbolti Frjósemi Tengdar fréttir Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11. október 2021 14:01 Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 „Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. 23. september 2021 06:01 Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. 16. september 2021 06:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11. október 2021 14:01
Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01
„Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. 23. september 2021 06:01
Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. 16. september 2021 06:00