Lífið

Söngkeppni framhaldsskólanna verður í beinni á Vísi

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga, Siglósveitin, voru sigurvegarar keppninnar í fyrra. Í ár verður keppnin í beinni útsendingu bæði á Vísi og Stöð 2 Vísi. 
Fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga, Siglósveitin, voru sigurvegarar keppninnar í fyrra. Í ár verður keppnin í beinni útsendingu bæði á Vísi og Stöð 2 Vísi.  Aðsend

Söngkeppni Framhaldsskólanna 2021 verður nú loks haldin laugardaginn 9. október eftir að hafa verið frestað í mars vegna samkomutakmarkanna.

Í fyrsta skipti verður hægt að horfa á keppninni í beinni útsendingu bæði á Vísi og Stöð 2 Vísi. 

Í ár mun keppnin fara fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og er opin öllum þeim sem vilja koma. Húsið mun opna klukkan 19:30  og byrjar keppnin 20:00. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast miða hér. 

Í gegnum tíðina hafa mörg af okkar þekktasta tónlistarfólki tekið sín fyrstu skref í þessari keppni svo að það verður vafalaust spennanandi að fylgjast með ungum og upprennandi söngvurum spreyta sig. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upplýsingar um lög og flytjendur kvöldsins. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.