Körfubolti

Það já­kvæða sem við tökum úr þessum leik er að við unnum hann

Dagur Lárusson skrifar
Halldór Karl, þjálfari Fjölnis.
Halldór Karl, þjálfari Fjölnis. Vísir/Vilhelm

Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sigur síns liðs síns en ekki nægilega sáttur með spilamennskuna. Fjölnir lagði Breiðablik 75-71 í fyrstu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Grafarvogi í kvöld.

Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sigur síns liðs síns en ekki nægilega sáttur með spilamennskuna. Fjölnir lagði Breiðablik 75-71 í fyrstu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Grafarvogi í kvöld.

„Ég er sáttur með sigurinn en hvað varðar spilamennskuna er ég ekkert svo sáttur,“ byrjaði Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, að segja í viðtali eftir sigur síns liðs gegn Breiðbliki.

„Ég vona að það verði betri tímar framundan hjá okkur heldur en þessi frammistaða. Það er auðvitað alltaf erfitt að koma inn í svona leiki þar sem við vitum ekki alveg við hverju við eigum að búast. Við komum alveg flatar út og sérstaklega varnarlega, náum ekki að blokka þrigga stiga skotin þeirra, en sem betur fer náðum við að moða þennan sigur,“ hélt Halldór áfram.

Halldór vildi meina að liðið hans hafi klikkað á mörgum opnum tækifærum á vængjunum.

„Við erum samt sem áður alveg að spila vel á köflum, en við eigum vænginn okkar alveg inni, þær voru að fá alveg galopinn þriggja stiga skot sem voru bara að klikka, þannig við eigum það inni. En svo fannst mér við vera að reyna að keyra of mikið yfir þær á tímabili í stað þess að taka því rólega.“

„En það jákvæða sem við tökum úr þessum leik er að við unnum hann og núna höldum við bara áfram,“ endaði Halldór á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×