LNG og Galatasaray með fullt hús stiga eftir fyrsta dag heimsmeistaramótsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2021 22:46 LNG Esportshefur unnið báða leiki sína í undanriðli A á heimsmeistaramótinu í League of Legends. Wojciech Wandzel/Riot Games Inc. via Getty Images Heimsmeistaramótið í League of Legends hófst í Laugardalshöll í dag. Tíu lið taka þátt í tveim undanriðlum um laus sæti í riðlakeppninni sjálfri. Í dag fóru átta leikir fram, en trykneska liðið Galatasaray og kínverska liðið LNG eru bæði með tvö sigra af tveim mögulegum. LNG mætti Hanwha Life í fyrsta leik dagsins. Fyrirfram er þessum tveim liðum spáð góðu gengi í undanriðli A, en það voru liðsmenn LNG sem báru sigur úr býtum eftir virkilega skemmtilegan og spennandi 40 mínútna leik af League of Legends. .@LNG_Esports win the #Worlds2021 opening match! pic.twitter.com/RYcgvr4wEp— LoL Esports (@lolesports) October 5, 2021 Infinity og RED Canids mættust í öðrum leik dagsins. Leikurinn var í jánum fyrstu tuttugu mínúturnar, en þá tóku þeir síðanefndu öll völd og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur. Í þriðja leik dagsins mættu LNG á nýjan leik, en í þetta skipti voru það PEACE frá Eyjaálfu sem voru andstæðingar þeirra. Leikurinn varð í raun aldrei mjög spennandi og annar sigur LNG verð fljótt að veruleika. Hanwha Life og Infinity mættust svo í seinasta leik dagsins í undanriðli A. Eins og áður segir er Hanwha Life spáð góðum árangri í undanriðlinum og þeir höfðu engan áhuga á því að tapa tveim leikjum í dag. Þeir tóku forystuna snemma, og þó eftir hálftíma leik var sigurinn þeirra. The Play-Ins Group A standings after day 1 as we kick off Group B! #Worlds2021 pic.twitter.com/wN0zEBs2rz— LoL Esports (@lolesports) October 5, 2021 Fyrsti leikur undanriðils B var viðureign Unicorns of Love og DetonatioN FocusMe, en þau tvö eru bæði mætt til Íslands í annað sinn á þessu ári eftir að hafa tekið þátt í MSI fyrr í vor. Fyrirfram er spáð mikilli spennu í undanriðli B, og því mikilvægt að byrja á jákvæðum nótum. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur fyrstu mínúturnar, og erfitt að segja til um hvort liðið myndi hafa yfirhöndina. Það var ekki fyrr en eftir rúmlega 25 mínútna leik að DetonatioN FocusMe náðu að snúa leiknum sér í hag. Fljótlega eftir það fór snjóboltinn að rúlla, og DetonatioN FocusMe unnu góðan sigur gegn Unicorns of Love. Galatasaray mætti svo Beyond Gaming frá Taívan í sjötta leik dagsins. Þrátt fyrir nokkuð jafnan leik virtust Galatasaray alltaf vera skrefi á undan, og þeir unnu að lokum góðan sigur. What a way to start their #Worlds2021 run:@GSEsports take down Beyond Gaming! pic.twitter.com/ST9caIIOHH— LoL Esports (@lolesports) October 5, 2021 Í næst síðasta leik dagsins mættust Cloud9 frá Bandaríkjunum og DetonatioN FocusMe. Nokkuð augljóst var frá upphafi leiks hvorum megin sigurinn myndi enda, og eftir rúmlega hálftíma leik voru það Bandaríkjamennirnir sem fögnuðu sterkum sigri. Detonation FocusMe er hins vegar í erfiðum málum eftir tvö töp á fyrsta degi. Glatasaray endaði svo daginn á því að fara illa með Unicorns of Love í lokaleik dagsins. Liðið hafði mikla yfirburði frá upphafi og voru nokkuð fljótir að tryggja sér sinn annan sigur. The standings after day 1 of #Worlds2021 Play-Ins! pic.twitter.com/agQWt13FBs— LoL Esports (@lolesports) October 5, 2021 Úrslit dagsins: Undanriðill A Hanwha Life - LNG Infinity - RED Canids LNG - PEACE Hanwha Life - Infinity Undanriðill B Unicorns of Love - Detonation FocusMe Galatasaray - Beyond Gaming Detonation FocusMe - Cloud9 Unicorns of Love - Galatasaray Rafíþróttir League of Legends Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
LNG mætti Hanwha Life í fyrsta leik dagsins. Fyrirfram er þessum tveim liðum spáð góðu gengi í undanriðli A, en það voru liðsmenn LNG sem báru sigur úr býtum eftir virkilega skemmtilegan og spennandi 40 mínútna leik af League of Legends. .@LNG_Esports win the #Worlds2021 opening match! pic.twitter.com/RYcgvr4wEp— LoL Esports (@lolesports) October 5, 2021 Infinity og RED Canids mættust í öðrum leik dagsins. Leikurinn var í jánum fyrstu tuttugu mínúturnar, en þá tóku þeir síðanefndu öll völd og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur. Í þriðja leik dagsins mættu LNG á nýjan leik, en í þetta skipti voru það PEACE frá Eyjaálfu sem voru andstæðingar þeirra. Leikurinn varð í raun aldrei mjög spennandi og annar sigur LNG verð fljótt að veruleika. Hanwha Life og Infinity mættust svo í seinasta leik dagsins í undanriðli A. Eins og áður segir er Hanwha Life spáð góðum árangri í undanriðlinum og þeir höfðu engan áhuga á því að tapa tveim leikjum í dag. Þeir tóku forystuna snemma, og þó eftir hálftíma leik var sigurinn þeirra. The Play-Ins Group A standings after day 1 as we kick off Group B! #Worlds2021 pic.twitter.com/wN0zEBs2rz— LoL Esports (@lolesports) October 5, 2021 Fyrsti leikur undanriðils B var viðureign Unicorns of Love og DetonatioN FocusMe, en þau tvö eru bæði mætt til Íslands í annað sinn á þessu ári eftir að hafa tekið þátt í MSI fyrr í vor. Fyrirfram er spáð mikilli spennu í undanriðli B, og því mikilvægt að byrja á jákvæðum nótum. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur fyrstu mínúturnar, og erfitt að segja til um hvort liðið myndi hafa yfirhöndina. Það var ekki fyrr en eftir rúmlega 25 mínútna leik að DetonatioN FocusMe náðu að snúa leiknum sér í hag. Fljótlega eftir það fór snjóboltinn að rúlla, og DetonatioN FocusMe unnu góðan sigur gegn Unicorns of Love. Galatasaray mætti svo Beyond Gaming frá Taívan í sjötta leik dagsins. Þrátt fyrir nokkuð jafnan leik virtust Galatasaray alltaf vera skrefi á undan, og þeir unnu að lokum góðan sigur. What a way to start their #Worlds2021 run:@GSEsports take down Beyond Gaming! pic.twitter.com/ST9caIIOHH— LoL Esports (@lolesports) October 5, 2021 Í næst síðasta leik dagsins mættust Cloud9 frá Bandaríkjunum og DetonatioN FocusMe. Nokkuð augljóst var frá upphafi leiks hvorum megin sigurinn myndi enda, og eftir rúmlega hálftíma leik voru það Bandaríkjamennirnir sem fögnuðu sterkum sigri. Detonation FocusMe er hins vegar í erfiðum málum eftir tvö töp á fyrsta degi. Glatasaray endaði svo daginn á því að fara illa með Unicorns of Love í lokaleik dagsins. Liðið hafði mikla yfirburði frá upphafi og voru nokkuð fljótir að tryggja sér sinn annan sigur. The standings after day 1 of #Worlds2021 Play-Ins! pic.twitter.com/agQWt13FBs— LoL Esports (@lolesports) October 5, 2021 Úrslit dagsins: Undanriðill A Hanwha Life - LNG Infinity - RED Canids LNG - PEACE Hanwha Life - Infinity Undanriðill B Unicorns of Love - Detonation FocusMe Galatasaray - Beyond Gaming Detonation FocusMe - Cloud9 Unicorns of Love - Galatasaray
Úrslit dagsins: Undanriðill A Hanwha Life - LNG Infinity - RED Canids LNG - PEACE Hanwha Life - Infinity Undanriðill B Unicorns of Love - Detonation FocusMe Galatasaray - Beyond Gaming Detonation FocusMe - Cloud9 Unicorns of Love - Galatasaray
Rafíþróttir League of Legends Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira