Körfubolti

Körfuboltakvöld fer aftur af stað í kvöld en svona endaði þetta á síðasta tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adomas Drungilas og Dominykas Milka eftir lokaleikinn á síðasta tímabili þar sem Mikla skoraði 32 stig og tók 12 fráköst en Drungilas var með 24 stig, 11 fráköst og sex þrista.
Adomas Drungilas og Dominykas Milka eftir lokaleikinn á síðasta tímabili þar sem Mikla skoraði 32 stig og tók 12 fráköst en Drungilas var með 24 stig, 11 fráköst og sex þrista. Vísir/ÓskarÓ

Fyrsti þátturinn af Körfuboltakvöldi verður á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður spáð í spilin fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar ætla að kynna deildina fyrir áhorfendum en eins og áður þá fær úrvalsdeildin að njóta sín á Stöð 2 Sport í sumar. Körfuboltakvöld hefst klukkan 20.00 í kvöld.

Áður en lagt er af stað á nýju tímabili er upplagt að fara aðeins yfir síðustu leiktíð og það gera strákarnir í Körfuboltakvöldi í þætti kvöldsins.

Síðasta tímabil var mjög eftirminnilegt þar sem Þórsarar úr Þorlákshöfn komu mönnum á óvart nær allan veturinn að enduðu á að vinna Keflvíkinga í úrslitaeinvíginu.

Keflvíkingar unnu síðustu tólf deildarleiki sína og fyrstu sex leikina í úrslitakeppninni en eftir átján sigurleiki í röð þá urðu meistaraefnin að sætta sig við þrjú töp á níu dögum á móti Þórsurum.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndbrot sem Egill Birgisson setti saman fyrir fyrsta körfuboltakvöld vetrarins. Þar er farið yfir úrslitakeppnina á síðasta tímabili.

Klippa: Úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×