Spá ofsaveðri norðvestantil og viðvaranir í gildi á stærstum hluta landsins Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 06:27 Íbúar á umræddum svæðum eru minntir á að gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi fram á kvöld, og vart þarf að taka fram að tryggja þarf lausamuni utandyra og að ráðið er frá ferðalögum. Veðurstofan Spáð er norðvestanhríð norðan- og vestanlands í dag, en stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum og rok eða jafnvel ofsaveður við Breiðafjörð. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og gilda fram á kvöld. Einnig er búið að gefa út gular viðvaranir víða annars staðar. Kröpp og djúp lægð gengur með norðurströndinni í dag og sveigir yfir Vestfirði í kvöld. „Hvessir því mjög af norðri og norðvestri og má reikna með stormi víða á norðanverðu landinu undir hádegi, en roki eða ofsaveður á Vestfjörðum, Ströndum og við Breiðafjörð. Frá Súðavík upp úr klukkan 10 í morgun.Vefmyndavél Snerpu Lægðinni fylgir öflugt úrkomusvæði, sem mun skila talsverðri eða mikilli rigningu á láglendi nyrðra, en slyddu eða snjókomu inn til landsins. Einnig gengur á með norðvestanhvassviðri eða -stormi og éljagangi á Vesturlandi. Best sleppur þó Suður- og Suðausturland við óveðrið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Óvissuástandi lýst yfir Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir, en á vef Veðurstofunnar segir að líklega megi búast við samgöngu- og rafmagnstruflunum á Norðurlandi, Ströndum og Vestfjörðum Vonandi takist þó að koma í veg fyrir eigna- og heilsutjón. Úr Sundahöfn á Ísafirði klukkan 10:15 í morgun.Vefmyndavél Snerpu Appelsínugul viðvörun tekur gildi í Vestfjörðum klukkan 10 og er í gildi til klukkan 20. Þar er spáð norðvestan 20-28 metra á sekúndu og talsverðri snjókoma með skafrenningi og lélegu skyggni. Hætta á foktjóni og ekkert ferðaveður, en einnig má búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Vindaspá fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Á Ströndum og Norðurlandi vestra er appelsínugul viðvörun í gildi frá 11 til 18. Þar er nú spáð norðvestan 18 til 25 metrum á sekúndu og talsverðri snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni. Á Breiðafirði er spáð norðvestan stormi eða roki og éljagangi og er appelsínugul viðvörun í gildi frá 15 til 23. Norðvestan átján til 25 metrar á sekúndu með éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni. Hætta á foktjóni og ekkert ferðaveður. Einnig má búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Frá Hrafnseyri klukkan 10:15 í morgun.Vefmyndavél Snerpu Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá 13 til miðnættis. Er spáð þrettán til átján metrum á sekúndu og gengur á með éljum. Færð gæti spillst. Einnig hafa verið gefnar út gular viðvaranir á Faxaflóasvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Miðhálendi. Lægir seint í kvöld „Seint í kvöld og nótt fer loks að draga úr veðurhæð og úrkomu og á morgun er spáð sunnankalda eða -strekkingi með skúrum eða slydduéljum, en hægari vindi og þurrviðri norðaustan til. Fremur svalt í veðri, þó að hiti geti náð 9 stigum suðaustanlands að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spákortið fyrir klukkan 18 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Suðlæg átt, 8-15 m/s og víða skúrir eða slydduél, en hægari og úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s en 15-20 m/s SA-til. Rigning með köflum á A-verðu landinu, annars þurrt að kalla. Hiti víða 2 til 7 stig. Á föstudag: Norðan og norðaustan 8-15 m/s og rigning, en þurrt að mest S- og V-lands. Hiti 4 til 9 stig. Á laugardag og sunnudag: Norðanáttir og víða rigning, en bjart með köflum sunnan heiða. Milt veður. Á mánudag: Útlit fyrir áframhaldandi norðanáttir með rigningu eða slyddu, en bjartviðri syðra og kólnandi veður. Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira
Kröpp og djúp lægð gengur með norðurströndinni í dag og sveigir yfir Vestfirði í kvöld. „Hvessir því mjög af norðri og norðvestri og má reikna með stormi víða á norðanverðu landinu undir hádegi, en roki eða ofsaveður á Vestfjörðum, Ströndum og við Breiðafjörð. Frá Súðavík upp úr klukkan 10 í morgun.Vefmyndavél Snerpu Lægðinni fylgir öflugt úrkomusvæði, sem mun skila talsverðri eða mikilli rigningu á láglendi nyrðra, en slyddu eða snjókomu inn til landsins. Einnig gengur á með norðvestanhvassviðri eða -stormi og éljagangi á Vesturlandi. Best sleppur þó Suður- og Suðausturland við óveðrið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Óvissuástandi lýst yfir Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir, en á vef Veðurstofunnar segir að líklega megi búast við samgöngu- og rafmagnstruflunum á Norðurlandi, Ströndum og Vestfjörðum Vonandi takist þó að koma í veg fyrir eigna- og heilsutjón. Úr Sundahöfn á Ísafirði klukkan 10:15 í morgun.Vefmyndavél Snerpu Appelsínugul viðvörun tekur gildi í Vestfjörðum klukkan 10 og er í gildi til klukkan 20. Þar er spáð norðvestan 20-28 metra á sekúndu og talsverðri snjókoma með skafrenningi og lélegu skyggni. Hætta á foktjóni og ekkert ferðaveður, en einnig má búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Vindaspá fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Á Ströndum og Norðurlandi vestra er appelsínugul viðvörun í gildi frá 11 til 18. Þar er nú spáð norðvestan 18 til 25 metrum á sekúndu og talsverðri snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni. Á Breiðafirði er spáð norðvestan stormi eða roki og éljagangi og er appelsínugul viðvörun í gildi frá 15 til 23. Norðvestan átján til 25 metrar á sekúndu með éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni. Hætta á foktjóni og ekkert ferðaveður. Einnig má búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Frá Hrafnseyri klukkan 10:15 í morgun.Vefmyndavél Snerpu Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá 13 til miðnættis. Er spáð þrettán til átján metrum á sekúndu og gengur á með éljum. Færð gæti spillst. Einnig hafa verið gefnar út gular viðvaranir á Faxaflóasvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Miðhálendi. Lægir seint í kvöld „Seint í kvöld og nótt fer loks að draga úr veðurhæð og úrkomu og á morgun er spáð sunnankalda eða -strekkingi með skúrum eða slydduéljum, en hægari vindi og þurrviðri norðaustan til. Fremur svalt í veðri, þó að hiti geti náð 9 stigum suðaustanlands að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spákortið fyrir klukkan 18 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Suðlæg átt, 8-15 m/s og víða skúrir eða slydduél, en hægari og úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s en 15-20 m/s SA-til. Rigning með köflum á A-verðu landinu, annars þurrt að kalla. Hiti víða 2 til 7 stig. Á föstudag: Norðan og norðaustan 8-15 m/s og rigning, en þurrt að mest S- og V-lands. Hiti 4 til 9 stig. Á laugardag og sunnudag: Norðanáttir og víða rigning, en bjart með köflum sunnan heiða. Milt veður. Á mánudag: Útlit fyrir áframhaldandi norðanáttir með rigningu eða slyddu, en bjartviðri syðra og kólnandi veður.
Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira