„Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. september 2021 06:01 Þau Rakel Orradóttir og Rannver Sigurjónsson eru gestir í 23. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. Rakel Orradóttir er samskiptastjóri hjá Swipe Media og áhrifavaldur ásamt því að vera annar umsjónarmaður hlaðvarpsins Ástríðukastið sem fjallar um samskipti, ástarsambönd, kynlíf og allt þar á milli. Nýlega settist Rakel aftur á skólabekk þar sem stefnan er tekin á að verða sambandsráðgjafi. Betri helmingur Rakelar er Rannver Sigurjónsson. Ranni, eins og hann er gjarnan kallaður, starfar sem kírópraktor og spilaði lengi vel fótbolta með Breiðablik. Þau Rakel og Rannver voru gestir í 23. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég er ekki að fara í frænda þinn!“ Í þættinum segja þau frá því hvernig vinkonu Rakelar og frænku Rannvers tókst að leiða þau saman fyrir tveimur árum síðan eftir þó nokkrar tilraunir. „Fyrir tæpum tveimur árum þá er ég einhleyp og er eitthvað að tuða í vinkonu minni að það væri nú kannski fínt að fara finna einhvern.“ „Og hún var alltaf bara: Rannver frændi minn, Rannver frændi minn! og ég alltaf bara: Tinna ég er ekki að fara í frænda þinn!“ „Hún er alveg svona hinn helmingurinn minn og ég sá bara fyrir mér að það væri aldrei að fara ganga upp,“ útskýrir Rakel sem er afar náin fjölskyldu vinkonu sinnar og sá því fyrir sér vandræðaleg fjölskylduboð ef ástarævintýri þeirra Rannvers myndi ekki ganga upp. Það var svo eitt sunnudagskvöldið sem Rakel átti spjall við umrædda vinkonu þar sem henni tókst að sannfæra hana um að byrja fylgja honum á Instagram. „Svo daginn eftir komu skilaboð frá honum. Ég svaraði ekki strax því ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mig langaði svo að byrja tala við hann en samt var ég alltaf svona hvað ef þetta er keki að fara ganga og ég neyðist til þess að hitta hann í fjölskylduboðum. Svo sit ég á kaffihúsi með vinkonu minni og hún segir bara: Rakel, hvað ef þetta gengur upp!?“ „Á stuttum tíma náðum við að gera vinnu á við ár“ Þau Rakel og Rannver hafa verið saman síðan en þegar þau þakka Covid fyrir þann sterka grunn sem þau náðu að byggja strax í upphafi. „Við erum Covid par ... Á þeim tíma sem Covid er að byrja og við erum að kynnast þá er ég að vinna alfarið sem þjálfari og hann sem kírópraktor og þetta lokaði allt saman. Þannig við höfðum ekkert nema bara tíma. Við vorum saman allan daginn bara í marga marga daga, þannig á stuttum tíma náðum við að gera vinnu á við ár.“ Bæði eiga þau tvö börn úr fyrra sambandi. Börnin eru á aldrinum þriggja til tólf ára og segja þau það hafa gengið vonum framar að sameina fjölskyldurnar. „Þetta er ótrúlega gaman og þau eru öll ótrúlega náin. Þau geta öll farið hryllilega í taugarnar á hvoru öðru en svo þegar þau eru í sundur, þá geta þau ekki hætt að spyrja um hvort annað.“ Var búin að merkja hann árið 2012 án þess að vita af því Þau Rakel og Rannver eru viss um að samband þeirra hafi verið skrifað í skýin. Þegar amma Rannvers dó fyrir skömmu síðan og þegar farið var í gegnum eigur hennar fannst dagblað frá árinu 2012 í náttborðsskúffu hennar. Það var engin önnur en Rakel sem prýddi forsíðu blaðsins. „Þannig það var eins og amman hafi bara vitað þetta - Já hann Rannver minn mun næla sér í þessa stelpu.“ Eftir að þau byrjuðu saman komust þau einnig að því að þau höfðu hist árið 2012 án þess að vita af því. Rannver hafði mætt í paintball með vinum sínum og var hann settur í kanínubúning. Hann var síðan dreginn afsíðis þar sem starfsmaður svæðisins var látinn skjóta hann í rassinn. Sá starfsmaður reyndist vera Rakel. „Þannig ég vil meina að árið 2012 þá hafi ég bara merkt hann. Svo voru bara alls konar hlutir sem við þurftum að ganga í gegnum áður en okkar leiðir myndu liggja saman,“ segir Rakel. Þau Rakel og Rannver huga bæði vel að heilsunni og stunda Crossfit af miklu kappi.Betri helmingurinn Rómantískt kvöld endaði sem blóðbað Þá segja þau frá óheppilegu atviki sem skeði í svefnherberginu þegar þau voru rétt að kynnast. „Við vorum eitthvað aðeins að knúsast uppi í rúmi undir sæng með slökkt ljósin. Þetta var heima hjá mér og ég var með rúmgafl á rúminu mínu og var nýbúin að vera í smá breytingum á herberginu mínu,“ útskýrir Rakel. Hún var með tvær myndir sem átti eftir að hengja upp á vegg og voru þær báðar í afar þungum römmum. Sem bráðabirgðalausn hafði Rakel brugðið á það ráð að tilla myndunum á rúmgaflinn. „Svo meðan við erum að knúsast þá kemur svona smá hreyfing og annar myndaramminn dettur ofan á andlitið á mér. Þetta var náttúrlega ógeðslega vont og við hættum að knúsast í smá stund og áttum okkur svo á því að það var blóð út um allt.“ „Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt. Við vorum glæný þarna og þetta var í annað skipti sem við vorum að knúsast.“ Í þættinum ræða þau einnig framtíðardrauma sína, skólakerfið, stefnumótafyrirtæki sem Rakel rak ásamt Gerði í Blush og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Rakel og Rannver í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. 16. september 2021 06:00 „Maður ræður ekki hvenær ástin bankar upp á“ Ástarsaga þeirra Þorgerðar Katrínar og Kristjáns spannar nærri því fjörutíu ár og má segja að þau eigi handboltanum það að þakka. Foreldrum Þorgerðar fannst hún þó heldur ung þegar þau fóru að vera saman en hún segir að maður hafi enga stjórn á því hvenær ástin bankar upp á. 8. september 2021 22:01 Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6. september 2021 12:31 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Rakel Orradóttir er samskiptastjóri hjá Swipe Media og áhrifavaldur ásamt því að vera annar umsjónarmaður hlaðvarpsins Ástríðukastið sem fjallar um samskipti, ástarsambönd, kynlíf og allt þar á milli. Nýlega settist Rakel aftur á skólabekk þar sem stefnan er tekin á að verða sambandsráðgjafi. Betri helmingur Rakelar er Rannver Sigurjónsson. Ranni, eins og hann er gjarnan kallaður, starfar sem kírópraktor og spilaði lengi vel fótbolta með Breiðablik. Þau Rakel og Rannver voru gestir í 23. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég er ekki að fara í frænda þinn!“ Í þættinum segja þau frá því hvernig vinkonu Rakelar og frænku Rannvers tókst að leiða þau saman fyrir tveimur árum síðan eftir þó nokkrar tilraunir. „Fyrir tæpum tveimur árum þá er ég einhleyp og er eitthvað að tuða í vinkonu minni að það væri nú kannski fínt að fara finna einhvern.“ „Og hún var alltaf bara: Rannver frændi minn, Rannver frændi minn! og ég alltaf bara: Tinna ég er ekki að fara í frænda þinn!“ „Hún er alveg svona hinn helmingurinn minn og ég sá bara fyrir mér að það væri aldrei að fara ganga upp,“ útskýrir Rakel sem er afar náin fjölskyldu vinkonu sinnar og sá því fyrir sér vandræðaleg fjölskylduboð ef ástarævintýri þeirra Rannvers myndi ekki ganga upp. Það var svo eitt sunnudagskvöldið sem Rakel átti spjall við umrædda vinkonu þar sem henni tókst að sannfæra hana um að byrja fylgja honum á Instagram. „Svo daginn eftir komu skilaboð frá honum. Ég svaraði ekki strax því ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mig langaði svo að byrja tala við hann en samt var ég alltaf svona hvað ef þetta er keki að fara ganga og ég neyðist til þess að hitta hann í fjölskylduboðum. Svo sit ég á kaffihúsi með vinkonu minni og hún segir bara: Rakel, hvað ef þetta gengur upp!?“ „Á stuttum tíma náðum við að gera vinnu á við ár“ Þau Rakel og Rannver hafa verið saman síðan en þegar þau þakka Covid fyrir þann sterka grunn sem þau náðu að byggja strax í upphafi. „Við erum Covid par ... Á þeim tíma sem Covid er að byrja og við erum að kynnast þá er ég að vinna alfarið sem þjálfari og hann sem kírópraktor og þetta lokaði allt saman. Þannig við höfðum ekkert nema bara tíma. Við vorum saman allan daginn bara í marga marga daga, þannig á stuttum tíma náðum við að gera vinnu á við ár.“ Bæði eiga þau tvö börn úr fyrra sambandi. Börnin eru á aldrinum þriggja til tólf ára og segja þau það hafa gengið vonum framar að sameina fjölskyldurnar. „Þetta er ótrúlega gaman og þau eru öll ótrúlega náin. Þau geta öll farið hryllilega í taugarnar á hvoru öðru en svo þegar þau eru í sundur, þá geta þau ekki hætt að spyrja um hvort annað.“ Var búin að merkja hann árið 2012 án þess að vita af því Þau Rakel og Rannver eru viss um að samband þeirra hafi verið skrifað í skýin. Þegar amma Rannvers dó fyrir skömmu síðan og þegar farið var í gegnum eigur hennar fannst dagblað frá árinu 2012 í náttborðsskúffu hennar. Það var engin önnur en Rakel sem prýddi forsíðu blaðsins. „Þannig það var eins og amman hafi bara vitað þetta - Já hann Rannver minn mun næla sér í þessa stelpu.“ Eftir að þau byrjuðu saman komust þau einnig að því að þau höfðu hist árið 2012 án þess að vita af því. Rannver hafði mætt í paintball með vinum sínum og var hann settur í kanínubúning. Hann var síðan dreginn afsíðis þar sem starfsmaður svæðisins var látinn skjóta hann í rassinn. Sá starfsmaður reyndist vera Rakel. „Þannig ég vil meina að árið 2012 þá hafi ég bara merkt hann. Svo voru bara alls konar hlutir sem við þurftum að ganga í gegnum áður en okkar leiðir myndu liggja saman,“ segir Rakel. Þau Rakel og Rannver huga bæði vel að heilsunni og stunda Crossfit af miklu kappi.Betri helmingurinn Rómantískt kvöld endaði sem blóðbað Þá segja þau frá óheppilegu atviki sem skeði í svefnherberginu þegar þau voru rétt að kynnast. „Við vorum eitthvað aðeins að knúsast uppi í rúmi undir sæng með slökkt ljósin. Þetta var heima hjá mér og ég var með rúmgafl á rúminu mínu og var nýbúin að vera í smá breytingum á herberginu mínu,“ útskýrir Rakel. Hún var með tvær myndir sem átti eftir að hengja upp á vegg og voru þær báðar í afar þungum römmum. Sem bráðabirgðalausn hafði Rakel brugðið á það ráð að tilla myndunum á rúmgaflinn. „Svo meðan við erum að knúsast þá kemur svona smá hreyfing og annar myndaramminn dettur ofan á andlitið á mér. Þetta var náttúrlega ógeðslega vont og við hættum að knúsast í smá stund og áttum okkur svo á því að það var blóð út um allt.“ „Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt. Við vorum glæný þarna og þetta var í annað skipti sem við vorum að knúsast.“ Í þættinum ræða þau einnig framtíðardrauma sína, skólakerfið, stefnumótafyrirtæki sem Rakel rak ásamt Gerði í Blush og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Rakel og Rannver í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. 16. september 2021 06:00 „Maður ræður ekki hvenær ástin bankar upp á“ Ástarsaga þeirra Þorgerðar Katrínar og Kristjáns spannar nærri því fjörutíu ár og má segja að þau eigi handboltanum það að þakka. Foreldrum Þorgerðar fannst hún þó heldur ung þegar þau fóru að vera saman en hún segir að maður hafi enga stjórn á því hvenær ástin bankar upp á. 8. september 2021 22:01 Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6. september 2021 12:31 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. 16. september 2021 06:00
„Maður ræður ekki hvenær ástin bankar upp á“ Ástarsaga þeirra Þorgerðar Katrínar og Kristjáns spannar nærri því fjörutíu ár og má segja að þau eigi handboltanum það að þakka. Foreldrum Þorgerðar fannst hún þó heldur ung þegar þau fóru að vera saman en hún segir að maður hafi enga stjórn á því hvenær ástin bankar upp á. 8. september 2021 22:01
Hittust fyrst á bókasafni Samtakanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja“ Þeir Felix og Baldur voru báðir tiltölulega nýkomnir út úr skápnum á fullorðinsaldri þegar þeir litu hvorn annan augum á bókasafni Samtakanna 78 árið 1996. Það var þó ekki fyrr en Baldur elti Felix uppi á skemmtistað mánuði síðar sem þeir fóru að stinga saman nefjum og þá var ekki aftur snúið. 6. september 2021 12:31