Makamál

Ekkert heillandi við mann sem öskrar á sjónvarpið

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
hafdis

„Ég hef aldrei talið mig rómantíska en síðustu ár þá hef ég komist að því að ég er laumu rómantísk,“ segir sminkan og hárgreiðslumeistarinn Hafdís Kristín Lárusdóttir.

Hafdís er Hafnfirðingur en er nýflutt til Reykjavíkur sem hún kýs að kalla borg óttans. Hún býr með dóttur sinni og tveimur kisum. 

Hafdís segist hafa ágætis reynslu af stefnumótaforritum og hafa kynnst mörgum í gegnum þau forrit en segir það þó geta orðið þreytt. 

Hafdís starfar sem sminka og hárgreiðslumeistari í kvikmyndabransanum svo að það er nóg að gera og stundum er vinnan ekkert endilega að hjálpa stefnumótalífinu.

„Það er reyndar alveg hrikalegt að deita mig. Ég vinn mikið í törnum, er oft í burtu í lengri tíma og svo inn á milli hef ég allan tímann í heiminum.“

Hvernig leggst veturinn í þig?

„Ég er alveg rosalega mikil sumar manneskja og finnst alltaf erfitt þegar að það fer að kólna og dimma en hey, það eru bara sjö mánuðir í vorið. Annars er bara kósí stemmningin byrjuð og ég er strax farin að kveikja á kertum á kvöldin og hlakka til að fara í næs vetrarbústað. Svo er ég líka svo heppin að vera í skemmtilegustu vinnu í heimi og það eru mjög skemmtilegir tímar framundan í vetur.“

Slysast inn á stefnumótaforrit þegar henni leiðist

Hvernig finnst þér stefnumótamenningin vera á Íslandi? – eða finnst þér vera einhver menning?

Mér finnst þetta búið að skána helling en það er ennþá smá stefnumóta-ómenning hér að mínu mati. Finn það helst þegar að maður er erlendis eða talar við fólk annars staðar frá að maður sér hvað við eigum langt í land.

Ertu sjálf á einhverjum stefnumótaforritum? 

„Nei, er ekki á neinum forritum núna. Hef alveg verið þar og hef meira að segja kynnst mörgum frábærum strákum þar. En þetta verður líka mjög þreytt og maður slysast alltaf aftur inn þegar að manni leiðist.“

Draumastefnumótið eða draumakærastinn?

„Ég algjörlega elska að ferðast. Fyrir mér væri algjör draumur að fara í eitthvað ævintýri, hvort sem það væri tjaldferðalag í Húsafell, dagsferð á Þingvelli eða fljúga eitthvert út í sólina. 

Þegar maður er með rétta ferðafélaganum þá skiptir áfangastaðurinn minna máli.
Hafdís starfar sem sminka og hárgreiðslumeistari í kvikmyndabransanum og vinnur því mikið í törnum. Hún segir vinnuna mjög skemmtilega en kannski ekki vænlegasta fyrir stefnumótalífið.

Hér fyrir neðan segir Hafdís frá því hvað það er sem heillar hana og hvað alls ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10.


ON

  1. Ævintýraþrá - Ég ferðast mikið og nýti öll tækifæri sem ég hef til að gera eitthvað skemmtilegt. Lífið er ekki skemmtilegt bara af sjálfu sér, það þarf að skapa ævintýrin.
  2. Húmor - Ég get verið algjör vitleysingur með hræðilega einfaldan húmor! Það er nauðsynlegt að geta hlegið saman.
  3. Umhyggjusemi - Það eru oft litlu einföldu hlutirnir í dags daglega lífinu sem að sýna umhyggjusemi sem að heillar.
  4. Góð samskipti - Að geta bara talað hreint út um hlutina, einfaldar lífið til muna og allir verða sáttari og hamingjusamari.
  5. Handlagni - Karlmaður sem er handlaginn, H O T! Ég held að þetta sé eitthvað í genunum síðan við vorum hellisbúar. 

OFF

  1. Neikvæðni - Ég er með algjört óþol fyrir neikvæðni.
  2. Tapsár - Ég elska að spila. Spila bæði borðspil og tölvuleiki. Það er ekki gaman að spila við fólk sem er tapsárt.
  3. Reykingar - Bara mjög óheillandi. 
  4. Hroki - Sálfstraust getur verið mjög heillandi en þegar að það er farið yfir línuna og orðið hrokafullt þá er það algjört turn off.
  5. Fótboltabulla - Það er bara ekkert heillandi við mann sem að stendur í stofunni að öskra á sjóvarpið og er svo í fýlu allan daginn ef að eitthvað fótboltalið úti í heimi tapaði.

Fyrir þá sem vilja fylgjast meira með Hafdísi er bent á Instagram prófílinn hennar hér. 

Hafdís elskar að ferðast og væri draumstefnumótið einhvers konar ferðalag. Hvort sem það yrði fjallganga eða eitthvað annað skemmtilegt. 

Ef þú ert með ábendingu um áhugaverða, einhleypa og skemmtilega einstaklinga fyrir viðtalsliðina Einhleypan eða Boneorðin þá er hægt að senda tölvupóst á netfangið makamal@visir.is.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×