Tryggði dísætan sigur með heljarstökki eftir afar dökkt útlit Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 07:31 Lamar Jackson með sendingu á Marquise Brown sem skoraði snertimark í þriðja leikhluta. Getty/Todd Olszewski Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs urðu að sætta sig við 36-35 tap gegn Baltimore Ravens í gær þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 35-24. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira