Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir hófu titilvörnina á sigri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 18. september 2021 17:15 KA/Þór á titil að verja í Olís-deildinni í vetur. vísir/hulda margrét Íslandsmeistarar KA/Þór hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV í KA heimilinu á Akureyri í dag. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. Þetta var fyrsti leikur tímabilisins í Olís deild kvenna og olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Fyrri hálfleikur var mikill skemmtun, hraður og góður handbolti frá báðum liðum. Heimakonur byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 3-0 með mörkum frá Unni Ómars, Aldísi Ástu og Mörthu Hermanns. Þá vöknuðu gestirnir af værum blundi. Sunna Jónsdóttir kom þeim á bragði með marki og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk í viðbót frá gestunum. Staðan orðinn 3-4 fyrir ÍBV og þannig átti fyrri hálfleikur eftir að þróast. Gestirnir voru alltaf einu til tveimur mörkum yfir en heimakonur aldrei langt undan. Marta Wawrzynkowska í marki ÍBV reyndist KA/Þór konum erfið en hún varði 9 bolta í fyrri hálfleik og var með 45% markvörslu, þar af varði hún tvö hraðaupphlaup frá Rakel Söru Elvarsdóttir sem er þekkt fyrir að klára sín hraðaupphlaup. Það var allt í járnum í hálfleik, staðan 11-11. KA/Þór byrjaði seinni hálfleikinn á að skora og komust þar með yfir 12-11. Það var í fyrsta skipti síðan á upphafsmínútunum sem KA/Þór komst yfir í leiknum. ÍBV svaraði með tveimur mörkum og tók forystuna aftur 12-13 og þannig þróaðist seinni hálfleikur. Hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir og ljóst að leikurinn myndi ráðast á smáatriðunum. Spennustigið var hátt í KA heimilinu og hægt að lýsa því best að ef talið er rétt þá skiptust liðin 12 sinnum á að taka forystuna. Þegar um fimm mínútur voru eftir komust heimakonur í þriggja marka forystu og héldu þá margir að björninn væri unninn en gestirnir frá Vestmannaeyjum héldu nú ekki og voru búnar að jafna leikinn á einni og hálfri mínútu, staðan 23-23. Þá tók KA/Þór sitt síðast leikhlé. Það bara árangur og Martha Hermannsdóttir sem var frábær í leiknum kom KA/Þór konum aftur yfir 24-23. Þegar innan við mínúta lifði leiks var staðan 25-24. Heimakonur fóru í sókn og uppskáru víti. 15 sekúndur eftir og tíðnefnd Martha Hermannsdóttir tók vítið sem fór í netið. Gestirnir náðu ekki að svara og lokatölur því 26-24 fyrir KA/Þór sem hefja titilvörnina á sigri. Afhverju vann KA/Þór? Úrslitin réðust á algjörum smáatriðum. Það sem skipti sköpum inn á vellinum í dag í lokinn var reynslan og hún var með KA/Þór í liði. ÍBV átti nokkrar slæmar ákvarðanartökur á loka mínútunum sem verður þeim að falli í dag. Þær spiluðu samt frábærlega eins og bæði liðin og verður ekkert tekið af þeim þar. Hverjar stóðu upp úr? Markmenn beggja liða voru í aðalhlutverkum í dag. Marta Wawrykowska var frábær í dag þó sérstaklega í fyrri hálfleik. Í heildina tók hún 13 skot. Matea Lonac átti líka mjög góðan leik en öfugt við Mörtu var seinni hálfleikurinn betri hjá Maeta. Í heildina tók hún 11 bolta, oft á ögurstundu. Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þór en hún skoraði 9 mörk og var mögnuð fyrir liðið á öðrum sviðum líka. Sunna Jónsdóttir skoraði sex mörk og dróg oft vagninn fyrir lið gestanna. Marija Jovanovic var einnig öflug með sama markafjölda og Sunna. Hvað gekk illa? Það var mikið af töpuðum boltum hjá báðum liðum sem þau þurfa að bæta í næstu leikjum. Sömuleiðis komu oft ótímabær skot. Það eru þessi atriði sem ráða oft úrslitum. Annars heilt yfir lítið hægt að setja út á liðin. Frábær skemmtun sem þau buðu upp á í dag. Hvað gerist næst? Veislan heldur bara áfram. ÍBV spilar sinn fyrsta heimaleik og fær Aftureldingu í heimsókn til Vestmannaeyja. KA/Þór heldur áfram á heimavelli og fær Stjörnuna í heimsókn. Sigurður Bragason: Við erum ekki að fara að kaupa neina, það var enginn þjóðhátíð Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var svekktur með tapið í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eiginlega ekkert hægt að segja eftir svona tap. Ég er brjálaður og svekktur, íþróttirnar eru stundum svona. Þetta var eins nálægt því og hægt var en alltaf tapar maður hér með einu marki. Ég þoli þetta hús ekki. Neinei ég segi svona, þetta var frábær leikur og því miður töpum við á móti góðu liði,“ sagði Sigurður Bragason eftir svekkjandi tap á móti KA/Þór í KA heimilinu í dag, 26-24. „Við vorum mjög nálægt því að vinna þetta en ég fer ekkert ofan af því að tankurinn var aðeins búinn þarna í lokinn. Við vorum 20-19 yfir og þá sjáum við feila hjá mínum lykil leikmönnum. Þær voru bara orðnar þreyttar og ég gef þeim það algjörlega. Við erum að spila á fáum, þannig að það er það sem fór með þetta. Svo skora þær fjögur í röð og þannig fór sem fór.“ ÍBV spilar án Birnu Berg og Hrafnhildu Hönnu framan af tímabili en þær eru báðar lykilleikmenn hjá liðinu. Sigurður þarf því að reiða sig á unga leikmenn. „Nú reynir á mig sem þjálfari. Ég er með U-lið og við þurfum bara að fær þær inn í þetta. Við erum ekki að fara að kaupa neitt, það var enginn þjóðhátíð. Þannig við eigum engann pening. Ég verð að finna og koma stelpum inn. Ég kom hingað með einn örvhentan leikmann sem er að stíga sín fyrstu skref. Ég er með þrjár á bekknum. Þær eiga leik með U-liðinu á morgun, maður þarf að skóla þær til. Þó það sé ekki nema 3-4 mínútur af leiktímanum þá verð ég að fá þær inn. Ég verð að ná að dreifa álagi. Það er bara of stutt síðan að Birna meiddist að þær eru bara ekki tilbúnar í það en það er svarið við spurningunni. Ég verð að koma fleirum inn í þetta.“ Sigurður var ekki sáttur með dóm hjá dómurunum undir lok leiks en sættist þó á það hafi líklega verið réttur dómur. „Þess vegna tók ég smá trylling. Spennustigið var mjög hátt en ég hugsa þó að þetta hafi verið réttur dómur þó að ég hafi tekinn einn nettan Sigga Braga þarna í restina. Þá sprakk maður bara sko. Þetta var á litlu atriðunum. Auðvitað er þessi leikur skemmtilegur en ekki fyrir okkur að tapa svona en þetta voru litlu atriðin eins og að brenna af dauðafærum og svoleiðis. Það telur.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki ÍBV í dag og varði í heildina 13 bolta. „Hún er náttúrulega geggjuð. Hafdís er kominn aftur í Fram en þetta er tveir mjög góðir markmenn sem ég er með. Marta er bara gimsteinn fyrir okkur, frábær í marki. Ég hefði samt viljað að hún hefði tekið tvö frá nöfnu sinni Hermannsdóttir. Hún er ein af þeim sem ég þoli ekki orðið lengur. Hún verður alltaf bara betri og betri. Óþolandi. Nú er hún farinn að skora líka, hvað var hún með 9 mörk? F*** off. Farðu að hætta þessu,“ sagði Siggi hlæjandi en Marta stóð við hliðina á honum þegar hann létt þessi orð falla. „Martha er náttúrulega frábær en ég hefði viljað að mína Marta hefði varið tvö frá henni í viðbót, þá hefðum við unnið.“ Andri Snær Stefánsson: Við náðum að hnoða inn mörkum á mikilvægum mómentum Andri Snær Stefánsson, þjálfari Þórs/KA, segir að leikurinn hefði getað endað hvorum megin sem er.Vísir/Hulda „Við unnum mjög mikinn karakter sigur myndi ég segja. Við vorum ekkert að spila neitt frábærlega vel, mikið af glötuðum boltum og margir þættir sem við getum gert betur í. Það er samt mjög stórt hrós á mínar stelpur að þær hafi landað sigrinum. Ég vil líka hrósa ÍBV, þær eru búnar að missa tvo landsliðsmenn en þjöppuðu sér vel saman. Þær börðust sem ein heild. Þetta var bara virkilega erfiður leikur hér í dag,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir frábæran sigur á ÍBV í KA heimilinu í dag, 26-24 „Við vorum með frumkvæðið síðustu 13 mínúturnar, komust þrem mörkum yfir og kominn í lykilstöðu til að loka leiknum en ÍBV gerði vel og við vorum bara í tómu basli. Þetta hefði getað endað báðum meginn í lokinn en það sem gerði gæfumuninn var að við náðum að hnoða inn mörkum á mikilvægum mómentum og það skipti máli.“ KA/Þór byrjaði leikinn vel og komst í 3-0. Eftir það svaraði ÍBV með fjórum mörkum og leiddu leikinn það sem eftir var af fyrri hálfleik. „Við misstum svolítið taktinn í okkar leik þarna eftir að þær skora þessi mörk og það er bara eitthvað sem við verðum að skoða. Við erum langt frá því að vera frá okkur besta, það verður bara að segjast eins og er. Við erum samt virkilega að leggja okkur fram í þessar 60 mínútur og það er það er hægt að byggja á því.“ „Það eru bara of margaðir tapaðir boltar fyrst og fremst. Við getum líka bætt okkur í ákveðnum þáttum í markvörslunni. Það er sömuleiðis seinna tempóið sem við getum bætt okkur í. Það er fullt af hlutum sem við getum gert betur.“ KA/Þór er ansi öflugt að vinna svona jafna leiki og gerði mikið af því í fyrra. „Okkur líður bara rosa vel þegar það er mikið af fólki og mikill pressa, sérstaklega á heimavelli og þegar það er mikið undir. Stelpurnar eru bara sigurvegarar og finnst gaman að loka svona leikjum. Við ætlum að halda því áfram.“ Sofie Soberg Larsen er nýr leikmaður hjá KA/Þór. Hún fékk spiltíma í dag. „Hún kom fínt inn í þetta. Það tekur tíma að slípa hana til. Hún gerði nokkrar feila en líka margir plúsar, góð mörk. Hún á bara eftir að verða betri.“ Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þór en hún skoraði 9 mörk. Ljóst að það er gott fyrir liðið að fá hana inn aftur eftir erfið meiðsli. „Það er frábært. Hún er gríðarlegur leiðtogi og fyrirmynd fyrir þessar stelpur. Hún er ótrúlega mikilvæg fyrir KA/Þór, sérstaklega núna. Hulda er meidd og Rut var ekki með okkur í dag þannig að Martha barðist eins og ljón, mjög drjúg.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV
Íslandsmeistarar KA/Þór hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV í KA heimilinu á Akureyri í dag. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. Þetta var fyrsti leikur tímabilisins í Olís deild kvenna og olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Fyrri hálfleikur var mikill skemmtun, hraður og góður handbolti frá báðum liðum. Heimakonur byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 3-0 með mörkum frá Unni Ómars, Aldísi Ástu og Mörthu Hermanns. Þá vöknuðu gestirnir af værum blundi. Sunna Jónsdóttir kom þeim á bragði með marki og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk í viðbót frá gestunum. Staðan orðinn 3-4 fyrir ÍBV og þannig átti fyrri hálfleikur eftir að þróast. Gestirnir voru alltaf einu til tveimur mörkum yfir en heimakonur aldrei langt undan. Marta Wawrzynkowska í marki ÍBV reyndist KA/Þór konum erfið en hún varði 9 bolta í fyrri hálfleik og var með 45% markvörslu, þar af varði hún tvö hraðaupphlaup frá Rakel Söru Elvarsdóttir sem er þekkt fyrir að klára sín hraðaupphlaup. Það var allt í járnum í hálfleik, staðan 11-11. KA/Þór byrjaði seinni hálfleikinn á að skora og komust þar með yfir 12-11. Það var í fyrsta skipti síðan á upphafsmínútunum sem KA/Þór komst yfir í leiknum. ÍBV svaraði með tveimur mörkum og tók forystuna aftur 12-13 og þannig þróaðist seinni hálfleikur. Hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir og ljóst að leikurinn myndi ráðast á smáatriðunum. Spennustigið var hátt í KA heimilinu og hægt að lýsa því best að ef talið er rétt þá skiptust liðin 12 sinnum á að taka forystuna. Þegar um fimm mínútur voru eftir komust heimakonur í þriggja marka forystu og héldu þá margir að björninn væri unninn en gestirnir frá Vestmannaeyjum héldu nú ekki og voru búnar að jafna leikinn á einni og hálfri mínútu, staðan 23-23. Þá tók KA/Þór sitt síðast leikhlé. Það bara árangur og Martha Hermannsdóttir sem var frábær í leiknum kom KA/Þór konum aftur yfir 24-23. Þegar innan við mínúta lifði leiks var staðan 25-24. Heimakonur fóru í sókn og uppskáru víti. 15 sekúndur eftir og tíðnefnd Martha Hermannsdóttir tók vítið sem fór í netið. Gestirnir náðu ekki að svara og lokatölur því 26-24 fyrir KA/Þór sem hefja titilvörnina á sigri. Afhverju vann KA/Þór? Úrslitin réðust á algjörum smáatriðum. Það sem skipti sköpum inn á vellinum í dag í lokinn var reynslan og hún var með KA/Þór í liði. ÍBV átti nokkrar slæmar ákvarðanartökur á loka mínútunum sem verður þeim að falli í dag. Þær spiluðu samt frábærlega eins og bæði liðin og verður ekkert tekið af þeim þar. Hverjar stóðu upp úr? Markmenn beggja liða voru í aðalhlutverkum í dag. Marta Wawrykowska var frábær í dag þó sérstaklega í fyrri hálfleik. Í heildina tók hún 13 skot. Matea Lonac átti líka mjög góðan leik en öfugt við Mörtu var seinni hálfleikurinn betri hjá Maeta. Í heildina tók hún 11 bolta, oft á ögurstundu. Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þór en hún skoraði 9 mörk og var mögnuð fyrir liðið á öðrum sviðum líka. Sunna Jónsdóttir skoraði sex mörk og dróg oft vagninn fyrir lið gestanna. Marija Jovanovic var einnig öflug með sama markafjölda og Sunna. Hvað gekk illa? Það var mikið af töpuðum boltum hjá báðum liðum sem þau þurfa að bæta í næstu leikjum. Sömuleiðis komu oft ótímabær skot. Það eru þessi atriði sem ráða oft úrslitum. Annars heilt yfir lítið hægt að setja út á liðin. Frábær skemmtun sem þau buðu upp á í dag. Hvað gerist næst? Veislan heldur bara áfram. ÍBV spilar sinn fyrsta heimaleik og fær Aftureldingu í heimsókn til Vestmannaeyja. KA/Þór heldur áfram á heimavelli og fær Stjörnuna í heimsókn. Sigurður Bragason: Við erum ekki að fara að kaupa neina, það var enginn þjóðhátíð Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var svekktur með tapið í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eiginlega ekkert hægt að segja eftir svona tap. Ég er brjálaður og svekktur, íþróttirnar eru stundum svona. Þetta var eins nálægt því og hægt var en alltaf tapar maður hér með einu marki. Ég þoli þetta hús ekki. Neinei ég segi svona, þetta var frábær leikur og því miður töpum við á móti góðu liði,“ sagði Sigurður Bragason eftir svekkjandi tap á móti KA/Þór í KA heimilinu í dag, 26-24. „Við vorum mjög nálægt því að vinna þetta en ég fer ekkert ofan af því að tankurinn var aðeins búinn þarna í lokinn. Við vorum 20-19 yfir og þá sjáum við feila hjá mínum lykil leikmönnum. Þær voru bara orðnar þreyttar og ég gef þeim það algjörlega. Við erum að spila á fáum, þannig að það er það sem fór með þetta. Svo skora þær fjögur í röð og þannig fór sem fór.“ ÍBV spilar án Birnu Berg og Hrafnhildu Hönnu framan af tímabili en þær eru báðar lykilleikmenn hjá liðinu. Sigurður þarf því að reiða sig á unga leikmenn. „Nú reynir á mig sem þjálfari. Ég er með U-lið og við þurfum bara að fær þær inn í þetta. Við erum ekki að fara að kaupa neitt, það var enginn þjóðhátíð. Þannig við eigum engann pening. Ég verð að finna og koma stelpum inn. Ég kom hingað með einn örvhentan leikmann sem er að stíga sín fyrstu skref. Ég er með þrjár á bekknum. Þær eiga leik með U-liðinu á morgun, maður þarf að skóla þær til. Þó það sé ekki nema 3-4 mínútur af leiktímanum þá verð ég að fá þær inn. Ég verð að ná að dreifa álagi. Það er bara of stutt síðan að Birna meiddist að þær eru bara ekki tilbúnar í það en það er svarið við spurningunni. Ég verð að koma fleirum inn í þetta.“ Sigurður var ekki sáttur með dóm hjá dómurunum undir lok leiks en sættist þó á það hafi líklega verið réttur dómur. „Þess vegna tók ég smá trylling. Spennustigið var mjög hátt en ég hugsa þó að þetta hafi verið réttur dómur þó að ég hafi tekinn einn nettan Sigga Braga þarna í restina. Þá sprakk maður bara sko. Þetta var á litlu atriðunum. Auðvitað er þessi leikur skemmtilegur en ekki fyrir okkur að tapa svona en þetta voru litlu atriðin eins og að brenna af dauðafærum og svoleiðis. Það telur.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki ÍBV í dag og varði í heildina 13 bolta. „Hún er náttúrulega geggjuð. Hafdís er kominn aftur í Fram en þetta er tveir mjög góðir markmenn sem ég er með. Marta er bara gimsteinn fyrir okkur, frábær í marki. Ég hefði samt viljað að hún hefði tekið tvö frá nöfnu sinni Hermannsdóttir. Hún er ein af þeim sem ég þoli ekki orðið lengur. Hún verður alltaf bara betri og betri. Óþolandi. Nú er hún farinn að skora líka, hvað var hún með 9 mörk? F*** off. Farðu að hætta þessu,“ sagði Siggi hlæjandi en Marta stóð við hliðina á honum þegar hann létt þessi orð falla. „Martha er náttúrulega frábær en ég hefði viljað að mína Marta hefði varið tvö frá henni í viðbót, þá hefðum við unnið.“ Andri Snær Stefánsson: Við náðum að hnoða inn mörkum á mikilvægum mómentum Andri Snær Stefánsson, þjálfari Þórs/KA, segir að leikurinn hefði getað endað hvorum megin sem er.Vísir/Hulda „Við unnum mjög mikinn karakter sigur myndi ég segja. Við vorum ekkert að spila neitt frábærlega vel, mikið af glötuðum boltum og margir þættir sem við getum gert betur í. Það er samt mjög stórt hrós á mínar stelpur að þær hafi landað sigrinum. Ég vil líka hrósa ÍBV, þær eru búnar að missa tvo landsliðsmenn en þjöppuðu sér vel saman. Þær börðust sem ein heild. Þetta var bara virkilega erfiður leikur hér í dag,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir frábæran sigur á ÍBV í KA heimilinu í dag, 26-24 „Við vorum með frumkvæðið síðustu 13 mínúturnar, komust þrem mörkum yfir og kominn í lykilstöðu til að loka leiknum en ÍBV gerði vel og við vorum bara í tómu basli. Þetta hefði getað endað báðum meginn í lokinn en það sem gerði gæfumuninn var að við náðum að hnoða inn mörkum á mikilvægum mómentum og það skipti máli.“ KA/Þór byrjaði leikinn vel og komst í 3-0. Eftir það svaraði ÍBV með fjórum mörkum og leiddu leikinn það sem eftir var af fyrri hálfleik. „Við misstum svolítið taktinn í okkar leik þarna eftir að þær skora þessi mörk og það er bara eitthvað sem við verðum að skoða. Við erum langt frá því að vera frá okkur besta, það verður bara að segjast eins og er. Við erum samt virkilega að leggja okkur fram í þessar 60 mínútur og það er það er hægt að byggja á því.“ „Það eru bara of margaðir tapaðir boltar fyrst og fremst. Við getum líka bætt okkur í ákveðnum þáttum í markvörslunni. Það er sömuleiðis seinna tempóið sem við getum bætt okkur í. Það er fullt af hlutum sem við getum gert betur.“ KA/Þór er ansi öflugt að vinna svona jafna leiki og gerði mikið af því í fyrra. „Okkur líður bara rosa vel þegar það er mikið af fólki og mikill pressa, sérstaklega á heimavelli og þegar það er mikið undir. Stelpurnar eru bara sigurvegarar og finnst gaman að loka svona leikjum. Við ætlum að halda því áfram.“ Sofie Soberg Larsen er nýr leikmaður hjá KA/Þór. Hún fékk spiltíma í dag. „Hún kom fínt inn í þetta. Það tekur tíma að slípa hana til. Hún gerði nokkrar feila en líka margir plúsar, góð mörk. Hún á bara eftir að verða betri.“ Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þór en hún skoraði 9 mörk. Ljóst að það er gott fyrir liðið að fá hana inn aftur eftir erfið meiðsli. „Það er frábært. Hún er gríðarlegur leiðtogi og fyrirmynd fyrir þessar stelpur. Hún er ótrúlega mikilvæg fyrir KA/Þór, sérstaklega núna. Hulda er meidd og Rut var ekki með okkur í dag þannig að Martha barðist eins og ljón, mjög drjúg.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti