Hjólaði þvert yfir landið á minna en sólarhring Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 22:01 Veðrið lék ekki við McElveen á ferð hans þvert yfir landið. Evan Ruderman Íþróttamaðurinn Payson McElveen hjólaði nýverið þvert yfir Ísland á innan við sólarhring. Hann er atvinnumaðurinn í fjallahjólreiðum og segir Ísland fallegasta land sem hann hafi komið til. McElveen lagði af stað frá Akureyri klukkan 04:15 þann 10. september. Hann var svo kominn til Víkur eftir 19 klukkustundir og 45 mínútur. Hafði hann þá ferðast 407 kílómetra á afskekktum fjallavegum Íslands. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segiri að McElveen hafi lýst þessari hjólaferð sem „ferð ævinnar“. Hann er á samningi hjá Red Bull og stendur til að gera ferðinni skil í kvikmynd. Payson McElveen á leið yfir landið.Evan Ruderman „Þessi hjólaferð snérist minna um að slá tímamet heldur væri frekar persónuleg áskorun og tækifæri til að vera í nánd við náttúru Íslands. Lýsir McElveen Íslandi sem fallegasta landi sem hann hefur komið til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að McElveen sé fyrsti maðurinn til að fara þessa leið á innan við sólarhring. Hann naut aðstoðar Chris Burkard, sem er einnig íþróttamaður og ljósmyndari. Hann hefur áður komið til landsins en árið 2019 keppti hann einn í WOW Cyclothon og hjólaði hringveginn á 52:36:19, án þess að sofa. „McElveen hjólaði við erfiðar aðstæður upp á hálendi og á vegum með lágmarksviðhaldi. Þegar hann var kominn niður af hálendinu nýtti hann þjóðveg 1 síðustu 91 km til Vík. Um 223 km af leiðinni var ómalbikað með engri aðstöðu á leiðinni til að stoppa. McElveen lagði af stað með meira en 7.000 kaloríur af mat til að næra sig á ferðalaginu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ferðinni hafi verið flýtt um tvo daga vegna slæmrar veðurspár. Þrátt fyrir það hafi McElveen þurft að hjóla í mótvindi mesta leiðina, í mikilli bleytu og kulda. Hjólreiðar Akureyri Mýrdalshreppur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
McElveen lagði af stað frá Akureyri klukkan 04:15 þann 10. september. Hann var svo kominn til Víkur eftir 19 klukkustundir og 45 mínútur. Hafði hann þá ferðast 407 kílómetra á afskekktum fjallavegum Íslands. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segiri að McElveen hafi lýst þessari hjólaferð sem „ferð ævinnar“. Hann er á samningi hjá Red Bull og stendur til að gera ferðinni skil í kvikmynd. Payson McElveen á leið yfir landið.Evan Ruderman „Þessi hjólaferð snérist minna um að slá tímamet heldur væri frekar persónuleg áskorun og tækifæri til að vera í nánd við náttúru Íslands. Lýsir McElveen Íslandi sem fallegasta landi sem hann hefur komið til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að McElveen sé fyrsti maðurinn til að fara þessa leið á innan við sólarhring. Hann naut aðstoðar Chris Burkard, sem er einnig íþróttamaður og ljósmyndari. Hann hefur áður komið til landsins en árið 2019 keppti hann einn í WOW Cyclothon og hjólaði hringveginn á 52:36:19, án þess að sofa. „McElveen hjólaði við erfiðar aðstæður upp á hálendi og á vegum með lágmarksviðhaldi. Þegar hann var kominn niður af hálendinu nýtti hann þjóðveg 1 síðustu 91 km til Vík. Um 223 km af leiðinni var ómalbikað með engri aðstöðu á leiðinni til að stoppa. McElveen lagði af stað með meira en 7.000 kaloríur af mat til að næra sig á ferðalaginu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ferðinni hafi verið flýtt um tvo daga vegna slæmrar veðurspár. Þrátt fyrir það hafi McElveen þurft að hjóla í mótvindi mesta leiðina, í mikilli bleytu og kulda.
Hjólreiðar Akureyri Mýrdalshreppur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira