Askja og bílaframleiðandinn smart hefja samstarf Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. september 2021 07:01 Smart Concept #1. Á IAA Mobility 2021 bílasýningunni í Munich, frumsýndi smart Concept #1 rafbílinn en um er að ræða rafmagnsbíl í flokki borgarjepplinga. Bíllinn sem er fjórhjóladrifinn er hannaður af Mercedes-Benz og framleiddur í nýrri verksmiðju smart í Kína. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Concept #1 hefur vakið mikla athygli á sýningunni og var samningur Öskju og smart undirritaður á fyrsta degi sýningarinnar sem stendur yfir til 12. september. Bifreiðin sem kynnt var í Munich er nálægt endanlegri framleiðsluútfærslu þó svo að um hugmyndabíl sé að ræða. Margir kannast við vörumerkið smart en fyrstu smart bílarnir komu á markaðinn í Evrópu árið 1997. Nafnið smart varð til í samstarfi úraframleiðandans SWATCH og Mercedes-Benz og stendur fyrir Swatch Mercedes ART. Smart Concept #1. Í lok árs 2019 var það tilkynnt að Mercedes-Benz og Geely einn stærsti bílaframleiðandi Kína myndu hefja samstarf í þróun og framleiðslu smart. Félögin eiga sitthvor 50% hlutdeildina í fyrirtækinu og markmiðið er að ná fram því besta frá hvorum heimi. Þannig leggur Mercedes-Benz til hönnun að innan og utan en Geely leggur til framleiðsluþekkingu og verksmiðjur. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, með skófluna á lofti þegar 15 starfsmenn Öskju tóku fyrstu skóflustunguna að nýja Kia húsinu, sem nú hýsir Kia umboðið. „Við hjá Öskju höfum unnið að þessu í þó nokkurn tíma og núna á þessum tímapunkti þegar samstarf Mercedes-Benz og Geely er að hefjast lá það fyrir að þetta væri rétti tíminn. Smart var fyrsti framleiðandi heims sem hættir alfarið framleiðslu hefðbundinna jarðefnaeldsneytisbíla og skipti alfarið yfir í rafbíla. Við munum frá árinu 2023 sjá nokkra nýja smart bíla koma á markaðinn og þeir eru stærri en við höfum áður séð. Okkur finnst því Smart vera fullkomin vara fyrir Ísland. Rafknúinn bílaframleiðandi í hæsta gæðaflokki, sem býður upp á fjórhjóladrifinn borgarjeppling á góðu verði og með drægni sem telst til fyrirmyndar í þessum stærðarflokki auk þess að tengjanleiki við snjalltæki verður eins og best verður á kosið,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Smart Concept #1. Forstjóri smart í Evrópu, Dirk Adelmann skrifaði undir samkomulagið fyrir hönd fyrirtækisins. „Askja hefur verið frábær samstarfsaðili Mercedes-Benz í 18 ár á Íslandi. Það lá því strax fyrir að tilnefna Öskju sem sölu- og þjónustuaðila á Íslandi. Við erum full tilhlökkunar að fá að kynna smart fyrir Íslendingum og erum viss um að Ísland sem er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru lengst komnir í rafbílavæðingunni mun taka okkur vel. Landið leggur mikla áherslu á sjálfbæra orkuframleiðslu og rafbílavæðing mun flýta þeirri þróun enn frekar.“ Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Concept #1 hefur vakið mikla athygli á sýningunni og var samningur Öskju og smart undirritaður á fyrsta degi sýningarinnar sem stendur yfir til 12. september. Bifreiðin sem kynnt var í Munich er nálægt endanlegri framleiðsluútfærslu þó svo að um hugmyndabíl sé að ræða. Margir kannast við vörumerkið smart en fyrstu smart bílarnir komu á markaðinn í Evrópu árið 1997. Nafnið smart varð til í samstarfi úraframleiðandans SWATCH og Mercedes-Benz og stendur fyrir Swatch Mercedes ART. Smart Concept #1. Í lok árs 2019 var það tilkynnt að Mercedes-Benz og Geely einn stærsti bílaframleiðandi Kína myndu hefja samstarf í þróun og framleiðslu smart. Félögin eiga sitthvor 50% hlutdeildina í fyrirtækinu og markmiðið er að ná fram því besta frá hvorum heimi. Þannig leggur Mercedes-Benz til hönnun að innan og utan en Geely leggur til framleiðsluþekkingu og verksmiðjur. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, með skófluna á lofti þegar 15 starfsmenn Öskju tóku fyrstu skóflustunguna að nýja Kia húsinu, sem nú hýsir Kia umboðið. „Við hjá Öskju höfum unnið að þessu í þó nokkurn tíma og núna á þessum tímapunkti þegar samstarf Mercedes-Benz og Geely er að hefjast lá það fyrir að þetta væri rétti tíminn. Smart var fyrsti framleiðandi heims sem hættir alfarið framleiðslu hefðbundinna jarðefnaeldsneytisbíla og skipti alfarið yfir í rafbíla. Við munum frá árinu 2023 sjá nokkra nýja smart bíla koma á markaðinn og þeir eru stærri en við höfum áður séð. Okkur finnst því Smart vera fullkomin vara fyrir Ísland. Rafknúinn bílaframleiðandi í hæsta gæðaflokki, sem býður upp á fjórhjóladrifinn borgarjeppling á góðu verði og með drægni sem telst til fyrirmyndar í þessum stærðarflokki auk þess að tengjanleiki við snjalltæki verður eins og best verður á kosið,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Smart Concept #1. Forstjóri smart í Evrópu, Dirk Adelmann skrifaði undir samkomulagið fyrir hönd fyrirtækisins. „Askja hefur verið frábær samstarfsaðili Mercedes-Benz í 18 ár á Íslandi. Það lá því strax fyrir að tilnefna Öskju sem sölu- og þjónustuaðila á Íslandi. Við erum full tilhlökkunar að fá að kynna smart fyrir Íslendingum og erum viss um að Ísland sem er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru lengst komnir í rafbílavæðingunni mun taka okkur vel. Landið leggur mikla áherslu á sjálfbæra orkuframleiðslu og rafbílavæðing mun flýta þeirri þróun enn frekar.“
Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent