Lífið

Sleppti Met Gala vegna bólu­setningar­kröfu og lætur gagn­rýn­endur heyra það

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Minaj segist líklega munu láta bólusetja sig en vildi kynna sér málið fyrst.
Minaj segist líklega munu láta bólusetja sig en vildi kynna sér málið fyrst. Getty/Gilbert Carrasquillo

Tónlistarkonan Nicki Minaj var meðal þeirra sem mættu ekki á Met Gala í gærkvöldi, sökum þess að kröfur voru gerðar um bólusetningu. Hvatti hún þá sem völdu að mæta til að fara varlega og bera góða grímu.

„Þeir vilja að þú látir bólusetja þig fyrir Met. Ef ég læt bólusetja mig þá verður það ekki fyrir Met,“ tísti Minaj í gær. „Það gerist þegar mér finnst ég hafa kynnt mér málið nógu vel. Ég er að vinna að því núna.“

Tístið vakti nokkra athygli en margir drógu þá ályktun að Minaj væri með því að koma út úr skápnum sem efasemdamanneskja hvað varðar bólusetningar gegn Covid-19. Það virðist þó fjarri sanni en í öðru tísti sagði hún að þeir sem þyrftu að láta bólusetja sig vegna vinnu ættu að gera það og hún myndi líklega gera slíkt hið sama til að geta lagt í tónleikaferðalag.

Minaj lét gagnrýnendur sína heyra það og náðu deilurnar hámarki fyrir nokkrum tímum.

Skipuleggjendur Met Gala gerðu bæði kröfu um að boðsgestir framvísuðu bólusetningarvottorði og vottorði um nýlegt Covid-19 próf. Þá áttu allir að bera grímu nema þegar matur væri borinn á borð. 

Eitthvað virðist síðastnefnda skilyrðið hafa farið fyrir ofan garð og neðan, þar sem fáir báru grímu á rauða dreglinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.