Körfubolti

Callum Lawson í Val

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Callum Lawson ræðir hér við Lárus Jónsson, þjálfara Þórs.
Callum Lawson ræðir hér við Lárus Jónsson, þjálfara Þórs. Vísir/Bára Dröfn

Callum Lawson, sem lék lykilhlutverk í íslandsmeistaraliði Þórs frá Þorlákshöfn í vor er genginn til liðs við Val í sömu deild. Þetta kemur fram á facebook síðu körfuknattleiksdeildar Vals.

Lawson sem er rétt um tveir metrar á hæð og spilar í stöðu framherja var með 14 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik á síðasta ári í úrvalsdeildinni. Hann lék áður með liði Keflvíkur en söðlaði um og átti flott mót með Þór á síðasta tímabili.

Valsmenn eru í óða önn að gera liðið sitt klárt fyrir komandi átök. Þeir hafa nú þegar samið við Kára Jónsson og Pablo Bertone sem lék með Haukum á síðasta tímabili. Þá er enn óljóst hvort Pavel Ermolinski leiki með liðinu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×