Þægilegur sigur Bayern á Leipzig Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 21:29 Manuel Neuer stóð í marki Bayern Munchen EPA-EFE/FILIP SINGER RB Leipzig fékk stórlið Bayern Munchen í heimsókn í þýsku Bundesligunni í kvöld Leipzig hafði verið í einhverjum vandræðum fyrir þennan leik og höfðu einungis náð í fjögur stig í fyrstu leikjum tímabilsins. Bayern hafði í þessum sömu þremur leikjum sótt sjö stig. Fyrirfram var þó búist við nokkuð öruggum sigri Bæjara. Það kom líka á daginn en Bayern Munchen vann 1-4 útisigur í leik sem varð aldrei spennandi. Það var Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tólf mínútna leik. Leikmaður Leipzig handlék knöttinn klaufalega inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Lewandowski, sem margir gætu kallað besta framherja heims, átti ekki í miklum vandræðum með að skora og sendi markvörðinn, Peter Gulasci, í vitlaust horn. 4:1 win in Leipzig! MIA SAN MIA! Our player of the match: @JamalMusiala #RBLFCB #FCBayern #Bambi #esmuellert #Bundesliga pic.twitter.com/QKRYIjBrK9— Thomas Müller (@esmuellert_) September 11, 2021 Á 47. mínútu skoraði Jamal Musiala með fínu skoti af stuttu færi eftir ágætan undirbúning frá Alphonso Davies. Það var svo Musiala sem lagði upp næsta mark fyrir Leroy Sane. Frábært spil sem endaði með því að Sane þurfti næstum ekkert að hafa fyrir því að moka boltanum yfir línuna. Konrad Laimer lagaði stöðuna með stórglæsilegu marki á 58. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Eric Choupo-Moting skoraði svo fjórða mark Bayern Munchen í uppbótartíma. Bayern komið með tíu stig í öðru sæti deildarinnar á eftir Wolfsburg sem er með tólf stig. Þýski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Leipzig hafði verið í einhverjum vandræðum fyrir þennan leik og höfðu einungis náð í fjögur stig í fyrstu leikjum tímabilsins. Bayern hafði í þessum sömu þremur leikjum sótt sjö stig. Fyrirfram var þó búist við nokkuð öruggum sigri Bæjara. Það kom líka á daginn en Bayern Munchen vann 1-4 útisigur í leik sem varð aldrei spennandi. Það var Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tólf mínútna leik. Leikmaður Leipzig handlék knöttinn klaufalega inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Lewandowski, sem margir gætu kallað besta framherja heims, átti ekki í miklum vandræðum með að skora og sendi markvörðinn, Peter Gulasci, í vitlaust horn. 4:1 win in Leipzig! MIA SAN MIA! Our player of the match: @JamalMusiala #RBLFCB #FCBayern #Bambi #esmuellert #Bundesliga pic.twitter.com/QKRYIjBrK9— Thomas Müller (@esmuellert_) September 11, 2021 Á 47. mínútu skoraði Jamal Musiala með fínu skoti af stuttu færi eftir ágætan undirbúning frá Alphonso Davies. Það var svo Musiala sem lagði upp næsta mark fyrir Leroy Sane. Frábært spil sem endaði með því að Sane þurfti næstum ekkert að hafa fyrir því að moka boltanum yfir línuna. Konrad Laimer lagaði stöðuna með stórglæsilegu marki á 58. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Eric Choupo-Moting skoraði svo fjórða mark Bayern Munchen í uppbótartíma. Bayern komið með tíu stig í öðru sæti deildarinnar á eftir Wolfsburg sem er með tólf stig.
Þýski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira