Lífið

Tiger King-stjarna látin

Atli Ísleifsson skrifar
Eric Cowie starfaði sem dýrahirðir í dýragarði Joes Exotic.
Eric Cowie starfaði sem dýrahirðir í dýragarði Joes Exotic. Netflix

Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri.

Dýrahirðirinn fannst látinn í íbúð í New York, fjarri heimili sínu í Oklahoma. TMZ segir að vinur Cowie hafi komið að honum látnum, en óljóst sé hvað Cowie hafi verið að gera í íbúðinni.

TMZ segir ekki ljóst að svo stöddu hvað hafi dregið Cowie til dauða. Engar vísbendingar hafi verið um að hann hafi látist af ofneyslu eða að hann hafi verið beittur ofbeldi. Rannsókn stendur yfir.

Erik Cowie skaust líkt og aðrir í Tiger King óvænt upp á stjörnuhimininn þegar þættirnir voru frumsýndir á Netflix vorið 2020. Cowie starfaði sem dýrahirðir í dýragarði Joes Exotic og var þar einn þeirra sem hirti um tígrisdýrin.

Í réttarhöldunum, þar sem Joe Exotic var að lokum dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa misþyrmt dýrum og sömuleiðis fyrir að hafa skipulagt morð á Carole Baskin, stofnanda Big Cat Rescue, bar Cowie vitni þar sem hann sagði Joe Exotic hafi fyrirskipað að fjöldi tígrisdýra yrðu drepin. 

Vitnisburður Cowie var einn þeirra sem skipti sköpum að Joe Exotic hafnaði á bakvið lás og slá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×