„Hún er ógeðslega spennandi“ Heiðar Sumarliðason skrifar 9. september 2021 14:31 Shang-Chi hoppar heimshorna milli. Marvel-liðið er í heimsreisu, hefur nú þegar farið til Afríku (Black Panther) og er nú statt í Asíu. Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings heitir myndin og krakkarnir eru yfir sig hrifnir. Hrifning krakkanna þýðir að hún inniheldur nægilega mikið af hasarsenum til að halda þeim við efnið, en sjö ára dóttir mín, sem fór með mér á myndina, sneri sér að mér á einum tímapunkti og sagði: „Hún er ógeðslega spennandi.“ Það væri svo sem hægt að ljúka þessum dómi bara hér og nú, henda fimm stjörnum á herlegheitin og láta þar við sitja. Bíóin yrðu ánægð og ég fengi enga haturspósta frá vanstilltum ofurhetjuaðdáendum. Þetta virkar víst ekki þannig og neyðist ég auðvitað til að rýna í gegnum það sem fyrir augu bar. Sjálfur er ég ekki ofurhetjumynda fanatíker, en ber hins vegar virðingu fyrir því sem vel er gert. Captain America: Civil War, Logan og Iron Man eru dæmi um virkilega vel heppnaðar kvikmyndir frá Marvel, sem flestir áhorfendur ættu að geta notið án þess þó að vera með ofurhetjublæti. Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings nær ekki alveg að komast á skör með fyrrnefndum myndum, en er þó alls ekki í flokki með verstu ofurhetjusósunni sem áhorfendur hafa þurft að þola. Reyndar er það samkeppnisaðilinn DC-Comics sem oftar en ekki ber verstu sósurnar á borð. Af nýlegum dæmum má nefna Aquaman, sem ég segi fullum fetum að er einhverskonar sérhannað pyntingartæki. Einnig var Harley Quinn-myndin Birds of Prey, sundurlaus samsuða þar sem alltof margar persónur þvældust hvor fyrir annarri. Hasarinn skín í gegn Kostir Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings liggja í hasaratriðunum, á meðan persónusköpun og framvinda er oft og tíðum klunnaleg. Við áhorfið fékk ég svipaða tilfinningu og þegar ég sá The Suicide Squad á dögunum, því líkt og Shang-Chi náði hún mér ekki fyrr en á síðasta þriðjungnum. Í báðum tilfellum er þetta vegna þess að persónusköpunin er heldur skökk framan af. Í tilfelli The Suicide Squad var of miklum tíma sóað í að kippa fótunum undan persónusköpun með bröndurum sem sneru að framvindu, frekar en að grínið kæmi frá persónum og kringumstæðum. Helsti vandi Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings felst í því að aðalpersónan er helst til flöt, sem verður til þess að allar persónurnar í kringum hana eru áhugaverðari. Ég er ekki frá því að t.d. væri hægt að gera betri kvikmyndir um föður og systur Shang-Chi, þar sem persónubogi þeirra er mun meira spennandi. Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings ber þess einnig merki að vera aðlögun á áður birtu efni. Slíkar kvikmyndir eru oft því marki brenndar að forsagan og heimurinn er það flókinn að kvikmyndagerðarfólkið finnst það knúið til að útskýra allan fjandann fyrir áhorfendum og ansi oft er það klunnalega og illa leyst, sem er einmitt tilfellið hér. Reyndar virðist markhópurinn ekki kippa sér mikið upp við annmarka myndarinnar, enda margir í honum svo ungir að þeir hafa ekki þroska til að greina vankanta hennar. Ég verð að játa að stundum sakna ég þess sakleysis sem einkenndi upplifun dóttur minnar á myndinni, að ég gæti bara hugsað: Vá, hvað þessi mynd er ógeðslega spennandi og farið heim í sjöunda himni. Þá hefði ég sennilega hent á hana fimm stjörnum, en ekki þeim þremur sem er niðurstaðan. Niðurstaða: Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings er yfir meðallagi góð ofurhetjumynd með flottum hasaratriðum en brokkgengri persónusköpun. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hrifning krakkanna þýðir að hún inniheldur nægilega mikið af hasarsenum til að halda þeim við efnið, en sjö ára dóttir mín, sem fór með mér á myndina, sneri sér að mér á einum tímapunkti og sagði: „Hún er ógeðslega spennandi.“ Það væri svo sem hægt að ljúka þessum dómi bara hér og nú, henda fimm stjörnum á herlegheitin og láta þar við sitja. Bíóin yrðu ánægð og ég fengi enga haturspósta frá vanstilltum ofurhetjuaðdáendum. Þetta virkar víst ekki þannig og neyðist ég auðvitað til að rýna í gegnum það sem fyrir augu bar. Sjálfur er ég ekki ofurhetjumynda fanatíker, en ber hins vegar virðingu fyrir því sem vel er gert. Captain America: Civil War, Logan og Iron Man eru dæmi um virkilega vel heppnaðar kvikmyndir frá Marvel, sem flestir áhorfendur ættu að geta notið án þess þó að vera með ofurhetjublæti. Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings nær ekki alveg að komast á skör með fyrrnefndum myndum, en er þó alls ekki í flokki með verstu ofurhetjusósunni sem áhorfendur hafa þurft að þola. Reyndar er það samkeppnisaðilinn DC-Comics sem oftar en ekki ber verstu sósurnar á borð. Af nýlegum dæmum má nefna Aquaman, sem ég segi fullum fetum að er einhverskonar sérhannað pyntingartæki. Einnig var Harley Quinn-myndin Birds of Prey, sundurlaus samsuða þar sem alltof margar persónur þvældust hvor fyrir annarri. Hasarinn skín í gegn Kostir Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings liggja í hasaratriðunum, á meðan persónusköpun og framvinda er oft og tíðum klunnaleg. Við áhorfið fékk ég svipaða tilfinningu og þegar ég sá The Suicide Squad á dögunum, því líkt og Shang-Chi náði hún mér ekki fyrr en á síðasta þriðjungnum. Í báðum tilfellum er þetta vegna þess að persónusköpunin er heldur skökk framan af. Í tilfelli The Suicide Squad var of miklum tíma sóað í að kippa fótunum undan persónusköpun með bröndurum sem sneru að framvindu, frekar en að grínið kæmi frá persónum og kringumstæðum. Helsti vandi Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings felst í því að aðalpersónan er helst til flöt, sem verður til þess að allar persónurnar í kringum hana eru áhugaverðari. Ég er ekki frá því að t.d. væri hægt að gera betri kvikmyndir um föður og systur Shang-Chi, þar sem persónubogi þeirra er mun meira spennandi. Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings ber þess einnig merki að vera aðlögun á áður birtu efni. Slíkar kvikmyndir eru oft því marki brenndar að forsagan og heimurinn er það flókinn að kvikmyndagerðarfólkið finnst það knúið til að útskýra allan fjandann fyrir áhorfendum og ansi oft er það klunnalega og illa leyst, sem er einmitt tilfellið hér. Reyndar virðist markhópurinn ekki kippa sér mikið upp við annmarka myndarinnar, enda margir í honum svo ungir að þeir hafa ekki þroska til að greina vankanta hennar. Ég verð að játa að stundum sakna ég þess sakleysis sem einkenndi upplifun dóttur minnar á myndinni, að ég gæti bara hugsað: Vá, hvað þessi mynd er ógeðslega spennandi og farið heim í sjöunda himni. Þá hefði ég sennilega hent á hana fimm stjörnum, en ekki þeim þremur sem er niðurstaðan. Niðurstaða: Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings er yfir meðallagi góð ofurhetjumynd með flottum hasaratriðum en brokkgengri persónusköpun.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira