Körfubolti

Íslandsmeistararnir sækja argentínskan liðsstyrk

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luciano Massarelli í leik í heimalandinu.
Luciano Massarelli í leik í heimalandinu. Gabriel Rossi/LatinContent via Getty Images

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn hafa samið við Luciano Massarelli, argentínskan leikstjórnanda, fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Félagið tilkynnti þetta á Facebook síðu sinni, en Massarelli er 28 ára og kemur til liðsins frá Palencia sem leika í næst efstu deild á Spáni. Áður lék hann með nokkrum liðum í heimalandinu.

Hann skilaði að meðaltali rúmum átta stigum, einu frákasti og tæplega tveim stoðsendingum í leik á seinasta tímabili í spænska boltanum.

Þórsarar hefja leik í Domino's deild karla þann 7. október þegar að liðið heimsækir Njarðvík í fyrstu umferð.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×