Tónlist

Magnús Jóhann og Skúli gefa út lagið Án titils

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Magnús Jóhann
Magnús Jóhann Aðsent

Píanóleikarinn Magnús Jóhann og bassaleikarinn Skúli Sverrisson kynna til leiks lagið „Án tillits“ en það er fyrsta lagið af væntanlegri samnefndri breiðskífu tvíeykisins. 

Breiðskífan kemur til með að innihalda tíu lög eftir Magnús í flutningi þeirra og er væntanleg síðar í haust.

„Titillagið setur tóninn fyrir það sem koma skal með samstíga stefi píanós og bassa sem leiðir hlustandann inn í draumkennda og lágstemmda veröld,“ segir í tilkynningu frá Sony music. 

Samstarf Magnúsar og Skúla hófst árið 2019 en þetta er þeirra fyrsta hljómplata saman. Báðir hafa þeir verið áberandi í íslensku tónlistarlífi.

Skúli sem einn fremsti tónlistarmaður þjóðarinnar sem gefið hefur út fjölda hljómplatna auk þess að hafa starfað náið með tónlistarfólki á borð við Hildi Guðnadóttur, Jóhanni Jóhannssyni og fleirum. Magnús Jóhann hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður gefið út sólóplötur, fengist við kvikmyndatónlist ásamt ýmsu öðru og starfað meðal annars með GDRN, Moses Hightower, Flóna og fleirum.

Lagið „Án tillits“ er komið á allar helstu streymisveitur og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Án titils - Magnús Jóhann og Skúli Sverrisson

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.