Talið niður í ABBA: Siggi Hlö búinn að poppa Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2021 11:59 Sigurður Hlö er spenntur fyrir opinberun Abba síðdegis. Getty/Michael Ochs Archives/Stringer/Bylgjan Aðdáendur sænsku ofurhljómsveitarinnar ABBA bíða með öndina í hálsinum eftir að klukkan slái korter í fimm í dag þegar búist er við að sveitin kynni fimm ný lög. Það yrðu fyrstu lög ABBA í þrjátíu og níu ár. Saga Agnetha Faltskog, Anna-Frid Lyngstad, Bjorn Ulvaeus and Benny Andersson, fjórmenninganna í ABBA, var og er enn ævintýri líkust. Hljómsveitin naut gífulegrar velgengni eftir sigur í Eurovision í Bretlandi árið 1974 og framleiddi nánast vinsældarsmelli á færibandi. Hljómsveitin hætti formelag árið 1982 en síðan þá hafa söngleikir og kvikmyndir með tónlist hljómsveitarinnar notið gífurlegara vinsælda. Siggi Hlö útvarpsmaður á Bylgjunni er mikill ABBA aðdáandi og bíður eins og milljónir annarra spenntur eftir því sem gerist í dag. „Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir tónlistarheiminn og aðdáendur ABBA sem eru búnir að bíða í ovæni frá því þau komu síðast saman fram. Það var held ég 1982í sænskum sjónvarpsþætti. Það er nú verið að bíða eftir tíu lögum sá ég einhvers staðar skrifað. Svo þegar ABBA eru komin á TikTok hlýtur eitthvað að fara að gerast,“ segir Siggi Hlö. Saga ABBA var samofin fjölskyldulífi þeirra en Björn og Agnetha voru hjón og það voru Benny og Anna-Frid einnig og var skilnaður þeirra undanfari þess að hljómsveitin hætti.Árið 2016 tilkynntu þau hins vegar um væntanlega tónleikaferð með stafrænum útgáfum af sér, þar sem þau kæmu fram í sýndarveruleika og flyttu lögin sín. Þá var tilkynnt að tvö ný lög væru væntanlega. Árið 2018 fóru þau hins vegar í hljóðver og eftir það hafa þau látið þau boð út ganga að von sé á fimm nýjum lögum frá þeim og nú segir Siggi Hlö að þau gætu orðið tíu. Fyrir viku hleyptu þau heimasíðunni ABBA Voyage af stokkunum þar sem boðað er að eitthvað fréttnæmt muni gerast á síðunni klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ekki hefur verið upplýst hvort nýju lögin verði kynnt þar eða sýndartónleikunum hleypt af stokkunum eða bæði. Siggi segir að vissulega séu þau að taka áhættu með þessu. Sveitin býður aðdáendum með í óræða langferð á vefslóðinni abbavoyage.comabbavoyage.com „Ég ætla að veðja á að þetta verði alveg geggjað. Það er bara mitt mat. Þetta hlýtur að vera alveg geggjað,“ sagði Siggi Hlö. Björn og Benny hafi sýnt að þeir sé snillingar í lagasmíðum og Angetha og Anna-Frid muni ekki klikka. „Ég er byrjaður að poppa og er klár í slaginn. Eftir tuttugu ár verður kominn bíómynd um þessi lög sem koma út í dag,“ sagði Siggi Hlö. Tónlist Tengdar fréttir Hljómsveitin ABBA lofar því að biðin sé á enda Hljómsveitin ABBA opnaði í dag síðuna ABBA Voyage og tilkynnti að biðin er næstum því á enda. 26. ágúst 2021 13:53 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Saga Agnetha Faltskog, Anna-Frid Lyngstad, Bjorn Ulvaeus and Benny Andersson, fjórmenninganna í ABBA, var og er enn ævintýri líkust. Hljómsveitin naut gífulegrar velgengni eftir sigur í Eurovision í Bretlandi árið 1974 og framleiddi nánast vinsældarsmelli á færibandi. Hljómsveitin hætti formelag árið 1982 en síðan þá hafa söngleikir og kvikmyndir með tónlist hljómsveitarinnar notið gífurlegara vinsælda. Siggi Hlö útvarpsmaður á Bylgjunni er mikill ABBA aðdáandi og bíður eins og milljónir annarra spenntur eftir því sem gerist í dag. „Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir tónlistarheiminn og aðdáendur ABBA sem eru búnir að bíða í ovæni frá því þau komu síðast saman fram. Það var held ég 1982í sænskum sjónvarpsþætti. Það er nú verið að bíða eftir tíu lögum sá ég einhvers staðar skrifað. Svo þegar ABBA eru komin á TikTok hlýtur eitthvað að fara að gerast,“ segir Siggi Hlö. Saga ABBA var samofin fjölskyldulífi þeirra en Björn og Agnetha voru hjón og það voru Benny og Anna-Frid einnig og var skilnaður þeirra undanfari þess að hljómsveitin hætti.Árið 2016 tilkynntu þau hins vegar um væntanlega tónleikaferð með stafrænum útgáfum af sér, þar sem þau kæmu fram í sýndarveruleika og flyttu lögin sín. Þá var tilkynnt að tvö ný lög væru væntanlega. Árið 2018 fóru þau hins vegar í hljóðver og eftir það hafa þau látið þau boð út ganga að von sé á fimm nýjum lögum frá þeim og nú segir Siggi Hlö að þau gætu orðið tíu. Fyrir viku hleyptu þau heimasíðunni ABBA Voyage af stokkunum þar sem boðað er að eitthvað fréttnæmt muni gerast á síðunni klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ekki hefur verið upplýst hvort nýju lögin verði kynnt þar eða sýndartónleikunum hleypt af stokkunum eða bæði. Siggi segir að vissulega séu þau að taka áhættu með þessu. Sveitin býður aðdáendum með í óræða langferð á vefslóðinni abbavoyage.comabbavoyage.com „Ég ætla að veðja á að þetta verði alveg geggjað. Það er bara mitt mat. Þetta hlýtur að vera alveg geggjað,“ sagði Siggi Hlö. Björn og Benny hafi sýnt að þeir sé snillingar í lagasmíðum og Angetha og Anna-Frid muni ekki klikka. „Ég er byrjaður að poppa og er klár í slaginn. Eftir tuttugu ár verður kominn bíómynd um þessi lög sem koma út í dag,“ sagði Siggi Hlö.
Tónlist Tengdar fréttir Hljómsveitin ABBA lofar því að biðin sé á enda Hljómsveitin ABBA opnaði í dag síðuna ABBA Voyage og tilkynnti að biðin er næstum því á enda. 26. ágúst 2021 13:53 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin ABBA lofar því að biðin sé á enda Hljómsveitin ABBA opnaði í dag síðuna ABBA Voyage og tilkynnti að biðin er næstum því á enda. 26. ágúst 2021 13:53