Oddvitaáskorunin: „ELSKAR“ ABBA og hefur gert frá unga aldri Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 09:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir leiðir lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í þingkosningunum. „Ég er grunnskólakennari og sit í stjórn Félags grunnskólakennara en hef að auki verið formaður Hagsmunasamtaka heimilanna frá 2017 sem hefur tekið megnið af mínum tíma undanfarin ár, enda er það sjálfboðastarf sem ég hef sinnt meðfram kennslu. Mér finnst gott að slappa af þegar ég hef tíma til. Ég les mikið, dett í góðar þáttaseríur, hlusta á tónlist og reyni að huga aðeins að heilsunni og hreyfa mig eitthvað.“ „Ég er algjörlega áttavillt og bendi til hægri þegar ég segi vinstri og öfugt og ef mér er sagt að beygja til hægri má gera ráð fyrir því að bíllinn fari aðeins að rása á götunni. Mikið gert grín af því í fjölskyldunni. Það er kannski ágætt að nota tækifærið og koma því á framfæri að ég á hræðilega erfitt með að muna nöfn, sem er ekki gott fyrir kennara og reyndar ekki stjórnmálamann heldur. Ég man andlit en ruglast á nöfnum. Ég hef undanfarin ár látið nemendur mína vita að þessu í upphafi annar, því það er eins og manni sé sama um fólk þegar maður man ekki hvað það heitir. Það er ekki málið og ég man andlit – bara ekki nöfn sem er ekki gott fyrir frambjóðanda í kosningabaráttu 😉“ Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Ásthildur Lóa Þórsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég elska Þingvelli og þá sérstaklega Flosagjá. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég fæ mér ekki oft bragðaref en þá er hann alltaf með Snickers og svo er misjafnt hvað er með því. Uppáhalds bók? Ég er alæta á bækur og les mjög mikið. Mér er því ómögulegt að nefna eina sérstaka. Mér finnst frábært að detta í góða krimma, og svo verður að nefna Maður að nafni Ove og Britt Marie var hér sem mér fannst alveg yndislega skemmtilegar. Auk þess kemur í hugann Don‘t Let Me Go eftir Catherine Ryan Hyde sem snerti við mér eins og bækur eiga að gera. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég ELSKA ABBA og hef gert óslitið frá 10 ára aldri. Það var á ákveðnu tímabili eitthvað sem gat flokkast undir „guilty pleasure“ en það er langt síðan það var, og nú er enginn maður með mönnum nema hann haldi upp á ABBA. Mín uppáhaldslög með þeim eru ekki endilega þau vinsælustu en það er eitt sem ég veit að er langt frá þeirra bestu lögum en ég elska samt og það er Nina Pretty Ballerina, eins „corny“ og það nú er. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi að ég á erfitt með að velja einn, en fyrst hann má ekki vera í mínu kjördæmi þá væri ég til í að búa í fallegum firði, Eskifjörður kemur t.d. upp í hugann. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég fór að púsla. Hef aldrei gert það áður en ég og sonur minn, með góðri hjálp tengdadóttur kláruðum hvert púslið á fætur öðru á fyrri hluta þessa árs. Hvað tekur þú í bekk? Það er ekki gefið upp enda áreiðanlega frekar lítil og ræfisleg tala. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að geta verið í fullu starfi sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Grow up, get over yourself and free your people! Uppáhalds tónlistarmaður? Fyrir utan ABBA sem ég hef nefnt áður er ég kolfallin fyrir Pentatonix sem eru þvílíkir yfirburða snillingar. Besti fimmaurabrandarinn? Margir góðir því ég hef mjög gaman að fimmaurabröndurum. Þessi kemur upp í hugann núna: Mamman: „Viltu heita brauðsneið, Kormákur?“ Strákurinn: „Nei, ég vil bara heita Kormákur.“ En hvort hann er bestur er annað mál. Ein sterkasta minningin úr æsku? Hún tengist jólagjöf sem við systurnar gáfum mömmu síðustu jólin sem hún lifði. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Winston Churchill. Ég held að án hans væri heimurinn öðruvísi og hefði sennilega verið undir stjórn Nasista um langa hríð og jafnvel enn í dag. Þó enn sé deilt um hann og gjörðir hans, þá verður þetta ekki tekið af honum. Besta íslenska Eurovision-lagið? Nína hlýtur að koma sterk inn ásamt Is It True. Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ferð til Florída árið 2007 sem átti að vera vinnuferð breyttist óvænt í fjölskylduferð á síðustu stundu. Við fjölskyldan áttum alveg gríðarlega skemmtilega daga saman og það sem við vissum ekki þá var að þetta var síðasta fjölskylduferðin erlendis í allt of mörg ár því svo kom hrun. Þessi ferð er því enn dýrmætari fyrir vikið. Uppáhalds þynnkumatur? Ég hef sjaldan eða aldrei orðið þunn, en ef ég er mjög þreytt þá langar mig oft í góðan (óhollan) hamborgara, Hlöllabát eða eitthvað í þeim dúr. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Ég horfði lítið á Fóstbræður en hins vegar fannst mér „Stelpurnar“ og „Við tvær“ alveg frábærar. Hjá Stelpunum finnst mér standa upp þegar útrásavíkingakonurnar eru að tala við „venjulegu“ vinkonu sína og hjá „Þeim tveim“ elska ég atriðið með stuðningsfulltrúann. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Það hvílir að sjálfsögðu leynd yfir því Rómantískasta uppátækið? Sumu segir maður ekki frá. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir leiðir lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í þingkosningunum. „Ég er grunnskólakennari og sit í stjórn Félags grunnskólakennara en hef að auki verið formaður Hagsmunasamtaka heimilanna frá 2017 sem hefur tekið megnið af mínum tíma undanfarin ár, enda er það sjálfboðastarf sem ég hef sinnt meðfram kennslu. Mér finnst gott að slappa af þegar ég hef tíma til. Ég les mikið, dett í góðar þáttaseríur, hlusta á tónlist og reyni að huga aðeins að heilsunni og hreyfa mig eitthvað.“ „Ég er algjörlega áttavillt og bendi til hægri þegar ég segi vinstri og öfugt og ef mér er sagt að beygja til hægri má gera ráð fyrir því að bíllinn fari aðeins að rása á götunni. Mikið gert grín af því í fjölskyldunni. Það er kannski ágætt að nota tækifærið og koma því á framfæri að ég á hræðilega erfitt með að muna nöfn, sem er ekki gott fyrir kennara og reyndar ekki stjórnmálamann heldur. Ég man andlit en ruglast á nöfnum. Ég hef undanfarin ár látið nemendur mína vita að þessu í upphafi annar, því það er eins og manni sé sama um fólk þegar maður man ekki hvað það heitir. Það er ekki málið og ég man andlit – bara ekki nöfn sem er ekki gott fyrir frambjóðanda í kosningabaráttu 😉“ Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Ásthildur Lóa Þórsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég elska Þingvelli og þá sérstaklega Flosagjá. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég fæ mér ekki oft bragðaref en þá er hann alltaf með Snickers og svo er misjafnt hvað er með því. Uppáhalds bók? Ég er alæta á bækur og les mjög mikið. Mér er því ómögulegt að nefna eina sérstaka. Mér finnst frábært að detta í góða krimma, og svo verður að nefna Maður að nafni Ove og Britt Marie var hér sem mér fannst alveg yndislega skemmtilegar. Auk þess kemur í hugann Don‘t Let Me Go eftir Catherine Ryan Hyde sem snerti við mér eins og bækur eiga að gera. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég ELSKA ABBA og hef gert óslitið frá 10 ára aldri. Það var á ákveðnu tímabili eitthvað sem gat flokkast undir „guilty pleasure“ en það er langt síðan það var, og nú er enginn maður með mönnum nema hann haldi upp á ABBA. Mín uppáhaldslög með þeim eru ekki endilega þau vinsælustu en það er eitt sem ég veit að er langt frá þeirra bestu lögum en ég elska samt og það er Nina Pretty Ballerina, eins „corny“ og það nú er. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi að ég á erfitt með að velja einn, en fyrst hann má ekki vera í mínu kjördæmi þá væri ég til í að búa í fallegum firði, Eskifjörður kemur t.d. upp í hugann. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég fór að púsla. Hef aldrei gert það áður en ég og sonur minn, með góðri hjálp tengdadóttur kláruðum hvert púslið á fætur öðru á fyrri hluta þessa árs. Hvað tekur þú í bekk? Það er ekki gefið upp enda áreiðanlega frekar lítil og ræfisleg tala. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að geta verið í fullu starfi sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Grow up, get over yourself and free your people! Uppáhalds tónlistarmaður? Fyrir utan ABBA sem ég hef nefnt áður er ég kolfallin fyrir Pentatonix sem eru þvílíkir yfirburða snillingar. Besti fimmaurabrandarinn? Margir góðir því ég hef mjög gaman að fimmaurabröndurum. Þessi kemur upp í hugann núna: Mamman: „Viltu heita brauðsneið, Kormákur?“ Strákurinn: „Nei, ég vil bara heita Kormákur.“ En hvort hann er bestur er annað mál. Ein sterkasta minningin úr æsku? Hún tengist jólagjöf sem við systurnar gáfum mömmu síðustu jólin sem hún lifði. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Winston Churchill. Ég held að án hans væri heimurinn öðruvísi og hefði sennilega verið undir stjórn Nasista um langa hríð og jafnvel enn í dag. Þó enn sé deilt um hann og gjörðir hans, þá verður þetta ekki tekið af honum. Besta íslenska Eurovision-lagið? Nína hlýtur að koma sterk inn ásamt Is It True. Besta frí sem þú hefur farið í? Þegar ferð til Florída árið 2007 sem átti að vera vinnuferð breyttist óvænt í fjölskylduferð á síðustu stundu. Við fjölskyldan áttum alveg gríðarlega skemmtilega daga saman og það sem við vissum ekki þá var að þetta var síðasta fjölskylduferðin erlendis í allt of mörg ár því svo kom hrun. Þessi ferð er því enn dýrmætari fyrir vikið. Uppáhalds þynnkumatur? Ég hef sjaldan eða aldrei orðið þunn, en ef ég er mjög þreytt þá langar mig oft í góðan (óhollan) hamborgara, Hlöllabát eða eitthvað í þeim dúr. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Ég horfði lítið á Fóstbræður en hins vegar fannst mér „Stelpurnar“ og „Við tvær“ alveg frábærar. Hjá Stelpunum finnst mér standa upp þegar útrásavíkingakonurnar eru að tala við „venjulegu“ vinkonu sína og hjá „Þeim tveim“ elska ég atriðið með stuðningsfulltrúann. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Það hvílir að sjálfsögðu leynd yfir því Rómantískasta uppátækið? Sumu segir maður ekki frá.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Sjá meira