Lífið

Vonuðu að þetta væri líkara Baywatch: „Það vantaði allan glamúr“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jóhanna Helga og Sunneva lenda í ýmsum aðstæðum í raunveruleikaþáttunum #Samstarf.
Jóhanna Helga og Sunneva lenda í ýmsum aðstæðum í raunveruleikaþáttunum #Samstarf. Stöð 2+

Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir reyna fyrir sér í hinum ýmsu störfum víðs vegar um Ísland í þáttunum #Samstarf á Stöð 2+ efnisveitunni.

Í fyrsta þættinum prófa þær að sinna starfi sundlaugarvarða í Salalauginni í Kópavogi.

„Ég sá fyrir mér að þetta væri bara Baywatch fílingur,“ viðurkennir Jóhanna Helga í þættinum.

„Það vantaði allan glamúr á þetta.“

Vinkonurnar eru settar í ýmsar aðstæður í þáttunum sem teygja þær út fyrir þægindarammann, við mis góðar undirtektir.

„Sama hvaða starf þú setur mig í, ég finn mig bara þar,“ segir Sunneva sjálfsörugg um starfið í sundlauginni. „Ég er algjör vinnuhestur.“

Hér fyrir neðan má sjá stutt brot úr fyrsta þættinum, þar sem þær vinkonurnar þurfa að vísa sundlaugargesti upp úr lauginni. Nýr þáttur bætist inn á Stöð 2+ alla fimmtudaga. 

Klippa: Héldu að starf sundlaugarvarðar væri líkara Baywatch





Fleiri fréttir

Sjá meira


×