Oddvitaáskorunin: Pólitíkin byrjaði á tapi um embætti bekkjartengils Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2021 09:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Katrín Jakobsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Norður í þingkosningunum. Hún er einnig formaður Vinstri grænna. Katrín kynnir sig hér í myndbandinu og fer meðal annars yfir störf sín og byrjun hennar í stjórnmálum. Hún segir það hafa byrjað á tapi um embætti bekkjartengils í framhaldsskóla. Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Katrín Jakobsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er ótrúlega erfitt að velja á milli staða en ég nefni suðausturland, þar sem birtan og litirnir eru algjörlega einstök milli fjalls og fjöru. Hvað færðu þér í bragðaref? Snickers og jarðarber. Stundum Nóa-Kropp með ef verulega hungruð. Uppáhalds bók? Ómöguleiki í þessari spurningu, en ég nefni Góða dátann Svejk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það myndi vera ítalska eurovision-lagið Grande amore. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég hef stundum mátað mig við Akureyri. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég gekk sama hringinn í kringum Vesturbæinn á hverjum degi. Hvað tekur þú í bekk? Púða og teppi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Dansari. En heimurinn er ósammála. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi spyrja hvort Hans Blix (sem hefur sinnt eftirliti með kjarnavopnum fyrir SÞ) mætti koma með á fundinn. Uppáhalds tónlistarmaður? Mig langar að nefna Bubba Morthens því hann er einfaldlega hluti af genamenginu mínu. Besti fimmaurabrandarinn? Ég kann enga brandara og þeir sem ég man geta engan veginn talist góðir. Ein sterkasta minningin úr æsku? Man alltaf þegar svokallað Engihjallaveður gekk yfir 1981, ég var handviss um að allar rúður myndu brotna, og þá ákvað systir mín að hún gæti ekki misst af einhverri skemmtun. Við stóðum við gluggann og fylgdumst með henni fjúka í sló-mó milli ljósastaura á leið út á stoppistöð. Minnir að þetta hafi endað með því að hún sneri heim, okkur öllum til mikils léttis. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er margt frábært fólk í vinstrihreyfingunni sem hefur verið mínar fyrirmyndir og innblástur – vonlaust að nefna einhvern einn. Besta íslenska Eurovision-lagið? Ég er mikill aðdáandi íslenskra Eurovision-laga, upp í hugann koma strax þrjú; Eurobandið, Páll Óskar og svo auðvitað Stjórnin með Eitt lag enn… og svo Nína… og svo fleiri… Besta frí sem þú hefur farið í? Þar sem ég er alltaf í núinu þá er það eiginlega bara síðasta frí. En eftir að ég varð miðaldra þá eru bestu fríin göngufrí, þar sem maður gengur um óbyggðir, helst utan símasambands, og hugsar ekki um neitt annað en að ganga og horfa. Síðasta svona ganga var í kringum Landmannahelli og Landmannalaugar í alveg hreint einstökum félagsskap, það var frábært frí þótt það væru bara þrír dagar. Uppáhalds þynnkumatur? Sem betur fer þarf ég sjaldan á slíku að halda, en það myndi vera kóka-kóla og harðfiskur með smjöri. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni og það var frábært. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég hélt geggjaðan stjórnmálafund fyrir þingkosningarnar 1995 þar sem ég beitti ýmsum brögðum til að lokka til mín formenn flokkanna. Það var kannski upphafið á mínum pólitíska ferli en fundurinn rataði í fréttir og í Mogganum var sagt að hann markaði upphaf kosningabaráttunnar, mér fannst það nú ekki leiðinlegt. Rómantískasta uppátækið? Ég er auðvitað sneydd rómantík með öllu en maðurinn minn bætir það upp. Það rómantískasta sem hann hefur gert var þegar ég kom seint heim úr vinnu á afmælinu mínu fyrir tveimur árum og hann hafði þá skipulagt litla lautarferð inni í stofu. Það var beinlínis stórkostlega rómantískt, ekki síst vegna þess hvað það var óvænt. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Norður í þingkosningunum. Hún er einnig formaður Vinstri grænna. Katrín kynnir sig hér í myndbandinu og fer meðal annars yfir störf sín og byrjun hennar í stjórnmálum. Hún segir það hafa byrjað á tapi um embætti bekkjartengils í framhaldsskóla. Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Katrín Jakobsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er ótrúlega erfitt að velja á milli staða en ég nefni suðausturland, þar sem birtan og litirnir eru algjörlega einstök milli fjalls og fjöru. Hvað færðu þér í bragðaref? Snickers og jarðarber. Stundum Nóa-Kropp með ef verulega hungruð. Uppáhalds bók? Ómöguleiki í þessari spurningu, en ég nefni Góða dátann Svejk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það myndi vera ítalska eurovision-lagið Grande amore. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég hef stundum mátað mig við Akureyri. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég gekk sama hringinn í kringum Vesturbæinn á hverjum degi. Hvað tekur þú í bekk? Púða og teppi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Dansari. En heimurinn er ósammála. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi spyrja hvort Hans Blix (sem hefur sinnt eftirliti með kjarnavopnum fyrir SÞ) mætti koma með á fundinn. Uppáhalds tónlistarmaður? Mig langar að nefna Bubba Morthens því hann er einfaldlega hluti af genamenginu mínu. Besti fimmaurabrandarinn? Ég kann enga brandara og þeir sem ég man geta engan veginn talist góðir. Ein sterkasta minningin úr æsku? Man alltaf þegar svokallað Engihjallaveður gekk yfir 1981, ég var handviss um að allar rúður myndu brotna, og þá ákvað systir mín að hún gæti ekki misst af einhverri skemmtun. Við stóðum við gluggann og fylgdumst með henni fjúka í sló-mó milli ljósastaura á leið út á stoppistöð. Minnir að þetta hafi endað með því að hún sneri heim, okkur öllum til mikils léttis. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er margt frábært fólk í vinstrihreyfingunni sem hefur verið mínar fyrirmyndir og innblástur – vonlaust að nefna einhvern einn. Besta íslenska Eurovision-lagið? Ég er mikill aðdáandi íslenskra Eurovision-laga, upp í hugann koma strax þrjú; Eurobandið, Páll Óskar og svo auðvitað Stjórnin með Eitt lag enn… og svo Nína… og svo fleiri… Besta frí sem þú hefur farið í? Þar sem ég er alltaf í núinu þá er það eiginlega bara síðasta frí. En eftir að ég varð miðaldra þá eru bestu fríin göngufrí, þar sem maður gengur um óbyggðir, helst utan símasambands, og hugsar ekki um neitt annað en að ganga og horfa. Síðasta svona ganga var í kringum Landmannahelli og Landmannalaugar í alveg hreint einstökum félagsskap, það var frábært frí þótt það væru bara þrír dagar. Uppáhalds þynnkumatur? Sem betur fer þarf ég sjaldan á slíku að halda, en það myndi vera kóka-kóla og harðfiskur með smjöri. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni og það var frábært. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég hélt geggjaðan stjórnmálafund fyrir þingkosningarnar 1995 þar sem ég beitti ýmsum brögðum til að lokka til mín formenn flokkanna. Það var kannski upphafið á mínum pólitíska ferli en fundurinn rataði í fréttir og í Mogganum var sagt að hann markaði upphaf kosningabaráttunnar, mér fannst það nú ekki leiðinlegt. Rómantískasta uppátækið? Ég er auðvitað sneydd rómantík með öllu en maðurinn minn bætir það upp. Það rómantískasta sem hann hefur gert var þegar ég kom seint heim úr vinnu á afmælinu mínu fyrir tveimur árum og hann hafði þá skipulagt litla lautarferð inni í stofu. Það var beinlínis stórkostlega rómantískt, ekki síst vegna þess hvað það var óvænt.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira