Oddvitaáskorunin: Vill athuga hvort einhver veira sé á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2021 15:01 Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, og Gunnlaugur Dan Sigurðsson, sem er í sextánda sæti listans. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurlaug Gísladóttir leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í þingkosningum. Get bakað vandræði „Ég heiti Sigurlaug Gísladóttir og er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Sigurlaug er fædd og uppalin í Skagafirði dóttir Gísla Ingólfssonar fyrrum bónda í Skagafirði en einnig kaupmaður í Garðabæ og Hafnarfirði og móðir mín hér Ásgerður Jóhannsdóttir fædd á Árskógssandi. Ég er því í bland Skagfirðingur og Eyfirðingur. Fór í hússtjórnarskólann á Hallormsstað sextán ára og hitti þar manninn minn, Reyni Sigurð Gunnlaugsson frá Heiðarseli í Hróarstungu og saman höfum við gengið síðan. Við eigum fjögur börn, þrjá stráka og eina stelpu og svo þrjú barnabörn. Ég er eins og áður sagði hússtjórnarskólagengin en ég kláraði víst aldrei grunnskóla. Tók eina önn í Menntaskólanum á Egilsstöðum meðan ég var heimavinnandi húsmóðir. Hef unnið ýmis störf um ævina, verið bóndi austur á Héraði, gjaldkeri hjá Pósti og Síma, almenn skrifstofustörf bæði hjá Kaupfélagi Héraðsbúa sem og hjá Malarvinnslunni á Egilsstöðum. Árið 2011 var ég svo ráðin hjá Velferðarráðuneytinu sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Austurlandi þar til ég flutti hingað á Blönduós. Hér hef ég hins vegar rekið eigið fyrirtæki sem inniheldur blóm og gjafavörur sem og að vera kaffihús. Ég baka allt sjálf á staðnum og eða starfsfólk hjá mér. En ég get líka bakað vandræði sem þó leiðir yfirleitt alltaf af sér eitthvað betra.“ Þingmenn vita ótrúlega lítið um marga hluti „Ég er í framboði vegna þess að ég er búin að prófa að ég tel allar aðrar leiðir til að vekja athygli á kjörum öryrkja og því umhverfi sem þeim er búið. Strákarnir okkar eru allir lögblindir og því er mér málið mjög hugleikið. Ég hef hins vegar sterkar skoðanir á mörgum málum og segi þær hiklaust. Mér dettur hins vegar ekki í hug að halda því fram að ég viti alla skapaða hluti, en ég sé það á gjörðum þingmanna að þeir vita ótrúlega lítið um marga hluti, þó hafi verið á þingi í áratugi svo það ætti ekki að vera vandamál. Ég er víst það sem kallað er pólitískt viðrini á hreinni íslensku, mér hugnast illa svona hægri, vinstri og eða miðjupólitík, því hjá mér ræður alltaf málefnið hvar á þeim skala ég er. Ég er algerlega á móti inngöngu í Evrópusambandið, var og er hörð á móti orkupökkunum og vil að því ferli verði snúið við. Landsvirkjun má alls ekki kljúfa í herðar niður til þess eins og gefa fjárfestum kost á enn meiri gróða sem þeir flytja svo úr landi, en þeir eru farnir að fá dollaramerki í augun eftir að orkupakki 3 var illu heilli samþykktur. Auðlindir okkar, þ.e orkan, vatnið, fiskurinn og landbúnaðinn þarf að vernda með öllum tiltækum ráðum. Við þurfum að verða algerlega sjálfbær hvað matvæli varðar og þurfum því að stórefla grænmetisræktun og gefa bændum kost á ódýrri orku til þess. Og svo er algerlega nauðsynlegt að koma í veg fyrir að erlendir sem innlendir fjárfestar kaupi hér upp heilu jarðirnar. Eigir þú jörð, skaltu búa á henni, rækta landið þitt og greiða þína skatta og skyldur þar ellegar verður þú að selja hana.“ Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Sigurlaug Gísladóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Að koma á Flateyri í sól og logni er með því fallegasta sem ég hef séð. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei slíkan ref. Uppáhalds bók? Les lítið núorðið en Aggagagg eftir Pál Hersteinsson kemur fyrst upp í hugann. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Fæ aldrei slíka sælu, því ég skammast mín ekki fyrir að hlusta á neitt lag jafnvel þó öðrum þyki það hallærislegt. Sigurlaug og fjölskylda hennar. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Fyrst ég má ekki nefna mitt kjördæmi þá er það Norðausturkjördæmið í nágrenni Egilsstaða. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Já ég hellti mér út í bútasaum og saumaði nokkra dúka og rúmteppi, en reyndar einnig líka nokkra krakkakjóla og peysur. Og horfði svo á NCIS þættina inn á milli. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, en stundum bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Bóndi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Góðan dag, viltu aðstoð við að koma þjóð þinni á 21 öldina? Uppáhalds tónlistarmaður? Engin sérstakur, svo margir ótrúlega góðir að ekki hægt að velja. Besti fimmaurabrandarinn? Þessi listi sem ég er að svara 😉 Ein sterkasta minningin úr æsku? Stóðrekstur með Jóa heitnum frá Stapa í Guðlaugstungur frá Litladal þar sem ég átti þá heima, en það er rétt hjá Stapa. Held ég hafi verið 12 eða 13 ára. Hvílt smá í Bugum en svo spretturinn áfram. Hef aldrei orðið jafn þreytt á ævi minni held ég, en þetta var geggjað gaman. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þar sem allir stjórnmálamenn hafa valdið mér vonbrigðum þá er svarið engin. Og þess vegna er ég í framboði til að athuga hvort það er einhver veira á þingi sem gerir þingmenn að smjeri auðvaldsins. Bíð spennt. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn að sjálfsögðu 😉 Besta frí sem þú hefur farið í? Á ferð um landið á gamla húsbílnum okkar með góðum vinum stendur alltaf uppúr. Verst að eiga ekki húsbíl lengur. Uppáhalds þynnkumatur? Veit það ekki, verð aldrei svo þunn að þurfa á slíku að halda. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Veit það ekki, hef ekki horft á þá. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Get ekki sagt uppáhalds, en heimskulegasta uppátækið var að fara út að labba nýkomin úr sturtu með blautt hár í 18 stiga frosti. En við vorum Hallormstaðaskvísur og þetta beit sem betur fer ekki á okkur. Rómantískasta uppátækið? Bauð Sigga mínum í sólarferð til Kanarí. Hann hefur ekki farið síðan 😉 Svo ég fer bara ein eða eitthvað að börnum okkar. Þeir sem þekkja Sigga skilja þetta mjög vel. Alþingiskosningar 2021 Oddvitaáskorunin Norðvesturkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Sigurlaug Gísladóttir leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í þingkosningum. Get bakað vandræði „Ég heiti Sigurlaug Gísladóttir og er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Sigurlaug er fædd og uppalin í Skagafirði dóttir Gísla Ingólfssonar fyrrum bónda í Skagafirði en einnig kaupmaður í Garðabæ og Hafnarfirði og móðir mín hér Ásgerður Jóhannsdóttir fædd á Árskógssandi. Ég er því í bland Skagfirðingur og Eyfirðingur. Fór í hússtjórnarskólann á Hallormsstað sextán ára og hitti þar manninn minn, Reyni Sigurð Gunnlaugsson frá Heiðarseli í Hróarstungu og saman höfum við gengið síðan. Við eigum fjögur börn, þrjá stráka og eina stelpu og svo þrjú barnabörn. Ég er eins og áður sagði hússtjórnarskólagengin en ég kláraði víst aldrei grunnskóla. Tók eina önn í Menntaskólanum á Egilsstöðum meðan ég var heimavinnandi húsmóðir. Hef unnið ýmis störf um ævina, verið bóndi austur á Héraði, gjaldkeri hjá Pósti og Síma, almenn skrifstofustörf bæði hjá Kaupfélagi Héraðsbúa sem og hjá Malarvinnslunni á Egilsstöðum. Árið 2011 var ég svo ráðin hjá Velferðarráðuneytinu sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Austurlandi þar til ég flutti hingað á Blönduós. Hér hef ég hins vegar rekið eigið fyrirtæki sem inniheldur blóm og gjafavörur sem og að vera kaffihús. Ég baka allt sjálf á staðnum og eða starfsfólk hjá mér. En ég get líka bakað vandræði sem þó leiðir yfirleitt alltaf af sér eitthvað betra.“ Þingmenn vita ótrúlega lítið um marga hluti „Ég er í framboði vegna þess að ég er búin að prófa að ég tel allar aðrar leiðir til að vekja athygli á kjörum öryrkja og því umhverfi sem þeim er búið. Strákarnir okkar eru allir lögblindir og því er mér málið mjög hugleikið. Ég hef hins vegar sterkar skoðanir á mörgum málum og segi þær hiklaust. Mér dettur hins vegar ekki í hug að halda því fram að ég viti alla skapaða hluti, en ég sé það á gjörðum þingmanna að þeir vita ótrúlega lítið um marga hluti, þó hafi verið á þingi í áratugi svo það ætti ekki að vera vandamál. Ég er víst það sem kallað er pólitískt viðrini á hreinni íslensku, mér hugnast illa svona hægri, vinstri og eða miðjupólitík, því hjá mér ræður alltaf málefnið hvar á þeim skala ég er. Ég er algerlega á móti inngöngu í Evrópusambandið, var og er hörð á móti orkupökkunum og vil að því ferli verði snúið við. Landsvirkjun má alls ekki kljúfa í herðar niður til þess eins og gefa fjárfestum kost á enn meiri gróða sem þeir flytja svo úr landi, en þeir eru farnir að fá dollaramerki í augun eftir að orkupakki 3 var illu heilli samþykktur. Auðlindir okkar, þ.e orkan, vatnið, fiskurinn og landbúnaðinn þarf að vernda með öllum tiltækum ráðum. Við þurfum að verða algerlega sjálfbær hvað matvæli varðar og þurfum því að stórefla grænmetisræktun og gefa bændum kost á ódýrri orku til þess. Og svo er algerlega nauðsynlegt að koma í veg fyrir að erlendir sem innlendir fjárfestar kaupi hér upp heilu jarðirnar. Eigir þú jörð, skaltu búa á henni, rækta landið þitt og greiða þína skatta og skyldur þar ellegar verður þú að selja hana.“ Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Sigurlaug Gísladóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Að koma á Flateyri í sól og logni er með því fallegasta sem ég hef séð. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei slíkan ref. Uppáhalds bók? Les lítið núorðið en Aggagagg eftir Pál Hersteinsson kemur fyrst upp í hugann. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Fæ aldrei slíka sælu, því ég skammast mín ekki fyrir að hlusta á neitt lag jafnvel þó öðrum þyki það hallærislegt. Sigurlaug og fjölskylda hennar. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Fyrst ég má ekki nefna mitt kjördæmi þá er það Norðausturkjördæmið í nágrenni Egilsstaða. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Já ég hellti mér út í bútasaum og saumaði nokkra dúka og rúmteppi, en reyndar einnig líka nokkra krakkakjóla og peysur. Og horfði svo á NCIS þættina inn á milli. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, en stundum bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Bóndi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Góðan dag, viltu aðstoð við að koma þjóð þinni á 21 öldina? Uppáhalds tónlistarmaður? Engin sérstakur, svo margir ótrúlega góðir að ekki hægt að velja. Besti fimmaurabrandarinn? Þessi listi sem ég er að svara 😉 Ein sterkasta minningin úr æsku? Stóðrekstur með Jóa heitnum frá Stapa í Guðlaugstungur frá Litladal þar sem ég átti þá heima, en það er rétt hjá Stapa. Held ég hafi verið 12 eða 13 ára. Hvílt smá í Bugum en svo spretturinn áfram. Hef aldrei orðið jafn þreytt á ævi minni held ég, en þetta var geggjað gaman. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þar sem allir stjórnmálamenn hafa valdið mér vonbrigðum þá er svarið engin. Og þess vegna er ég í framboði til að athuga hvort það er einhver veira á þingi sem gerir þingmenn að smjeri auðvaldsins. Bíð spennt. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn að sjálfsögðu 😉 Besta frí sem þú hefur farið í? Á ferð um landið á gamla húsbílnum okkar með góðum vinum stendur alltaf uppúr. Verst að eiga ekki húsbíl lengur. Uppáhalds þynnkumatur? Veit það ekki, verð aldrei svo þunn að þurfa á slíku að halda. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Veit það ekki, hef ekki horft á þá. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Get ekki sagt uppáhalds, en heimskulegasta uppátækið var að fara út að labba nýkomin úr sturtu með blautt hár í 18 stiga frosti. En við vorum Hallormstaðaskvísur og þetta beit sem betur fer ekki á okkur. Rómantískasta uppátækið? Bauð Sigga mínum í sólarferð til Kanarí. Hann hefur ekki farið síðan 😉 Svo ég fer bara ein eða eitthvað að börnum okkar. Þeir sem þekkja Sigga skilja þetta mjög vel.
Alþingiskosningar 2021 Oddvitaáskorunin Norðvesturkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira