„Bestu liðin, bestu leikmennirnir og mót þar sem allt getur gerst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 15:00 Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson lýsa því sem fyrir augu ber á stórmeistaramótinu í Counter Strike: Gobal Offensive fyrir áhorfendum Stöðvar 2 eSports. Spennan í íslenskum rafíþróttum nær hámarki næstu tvær helgar þegar stórmeistaramótið í Counter Strike: Global Offensive fer fram. Kristján Einar Kristjánsson, annar lýsenda mótsins, lofar harðri keppni og flottum viðburði. „Fólk á von á skemmtun, fyrst og fremst. Við erum að færa útsendingarnar upp á hærra plan og sýnum úr nýja myndverinu okkar í Arena,“ sagði Kristján Einar við Vísi og vísaði þar til nýja rafíþróttastaðarins í Turninum í Kópavogi. Sýnt verður beint frá stórmeistaramótinu á Stöð 2 eSport næstu tvær helgar. Um helgina fara átta liða og undanúrslitin fram og um aðra helgi er svo komið að úrslitunum. Á morgun mætast annars vegar Dusty og Rafmos og Þór og XY hins vegar. Sigurvegarnir mætast svo í fyrri undanúrslitaleiknum um kvöldið. Á sunnudaginn eigast Kórdrengir og Vallea og KR og Fylkir við og seinni undanúrslitaleikurinn verður svo um kvöldið. „Við erum að fara að sjá bestu liðin mætast í stærsta mótinu. Við erum að fá bikarúrslitastemmningu,“ sagði Kristján Einar. Dusty er ríkjandi stórmeistari og þykja líklegastir til afreka í ár. „Þeir unnu líka deildina í ár og koma inn sigurstranglegastir inn í þetta mót. En KR og Vallea eru líklegust til að veita þeim keppni,“ sagði Kristján Einar sem lýsir stórmeistaramótinu ásamt Tómasi Jóhannssyni. „Þetta eru bestu liðin, bestu leikmennirnir, stærri útsending og mót þar sem allt getur gerst. Dagsformið skiptir miklu máli. Það er líka áhugavert að mótinu var frestað og liðin hafa haft miklu lengri tíma til að undirbúa sig en venjulega,“ sagði Kristján Einar að lokum. Bein útsending frá stórmeistaramótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 eSport bæði á morgun og á sunnudaginn. Rafíþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
„Fólk á von á skemmtun, fyrst og fremst. Við erum að færa útsendingarnar upp á hærra plan og sýnum úr nýja myndverinu okkar í Arena,“ sagði Kristján Einar við Vísi og vísaði þar til nýja rafíþróttastaðarins í Turninum í Kópavogi. Sýnt verður beint frá stórmeistaramótinu á Stöð 2 eSport næstu tvær helgar. Um helgina fara átta liða og undanúrslitin fram og um aðra helgi er svo komið að úrslitunum. Á morgun mætast annars vegar Dusty og Rafmos og Þór og XY hins vegar. Sigurvegarnir mætast svo í fyrri undanúrslitaleiknum um kvöldið. Á sunnudaginn eigast Kórdrengir og Vallea og KR og Fylkir við og seinni undanúrslitaleikurinn verður svo um kvöldið. „Við erum að fara að sjá bestu liðin mætast í stærsta mótinu. Við erum að fá bikarúrslitastemmningu,“ sagði Kristján Einar. Dusty er ríkjandi stórmeistari og þykja líklegastir til afreka í ár. „Þeir unnu líka deildina í ár og koma inn sigurstranglegastir inn í þetta mót. En KR og Vallea eru líklegust til að veita þeim keppni,“ sagði Kristján Einar sem lýsir stórmeistaramótinu ásamt Tómasi Jóhannssyni. „Þetta eru bestu liðin, bestu leikmennirnir, stærri útsending og mót þar sem allt getur gerst. Dagsformið skiptir miklu máli. Það er líka áhugavert að mótinu var frestað og liðin hafa haft miklu lengri tíma til að undirbúa sig en venjulega,“ sagði Kristján Einar að lokum. Bein útsending frá stórmeistaramótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 eSport bæði á morgun og á sunnudaginn.
Rafíþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira