Lífið

Þetta gerist þegar ein­hverfur ein­stak­lingur setur sér tíma­mark­mið í hlaupi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Skjáskot úr einu af myndböndum Einhverfusamtakanna.
Skjáskot úr einu af myndböndum Einhverfusamtakanna. Youtube

Margir hlauparar safna nú fyrir Einhverfusamtökin í gegnum Hlaupastyrk. Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoninu í ár en hlaupararnir ætla að safna áheitum til 20. september.

Í tilefni þess að svo margir eru að safna fyrir samtökin, ákváðu Einhverfusamtökin að láta gera nokkur myndbönd sem sýna einhverfa einstaklinga lenda í ýmsum aðstæðum í hlaupi. María Carmela Torrini handritshöfundur og leikstjóri gerði myndböndin, sem eru nokkur nú þegar komin á samfélagsmiðla. 

Myndböndin gefa skemmtilega innsýn inn í upplifun einhverfra. Leikarar, leikstjóri og handritshöfundur eru öll einhverf ásamt flestum aukaleikurum. Nokkur myndbandanna má sjá hér fyrir neðan. 

Hvað getur gerst ef það eru línur í hlaupabrautinni? Eða hundur á hlðarlínunni? 

Hér er hægt að styrkja Einhverfusamtökin í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.