Fjölgun farandfólks að tíunda hluta tengt vatnsskorti Heimsljós 26. ágúst 2021 11:52 Alþjóðabankinn Miðausturlönd og norðurhluti Afríku eru þeir heimshlutar þar sem hlutfallslega flestir yfirgefa heimili sín. Líklegt er að breytileiki í úrkomu vegna loftslagsbreytinga verði í vaxandi mæli skýring á því að fólk leggur á flótta frá heimkynnum sínum í leit að betri aðstæðum, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, þeirri fyrstu á alþjóðavísu sem sérstaklega tekur fyrir áhrif vatns eða vatnsskorts á fólksflutninga. Af fjölgun farandfólks eru tíu prósent sögð tengjast vatnsskorti. Rúmlega einn milljarður manna telst í dag til farandfólks. Skýrslan – Ebb and Flow – byggir á greiningu á stærsta gagnasafni sem tekið hefur verið saman um fólksflutninga og nær til tæplega hálfs milljarðs manna. Byggt er á 189 manntölum frá 64 þjóðríkjum. Miðausturlönd og norðurhluti Afríku eru þeir heimshlutar þar sem hlutfallslega flestir yfirgefa heimili sín og þar búa sex af hverjum tíu við vatnsskort. Að mati Alþjóðabankans er traustur vatnsbúskapur lykillinn að langtímavexti í þessum heimshlutum. Skýrsluhöfundar óttast að í fjölmörgum stórborgum heims fjölgi þeim dögum þar sem engan dropa verði að fá úr vatnskrönum. Þær borgir hýsa nú 55% mannkyns. Meðal þeirra má nefna Höfðaborg í Suður-Afríku, Chennai á Indlandi, São Paolo í Brasilíu og Basra í Írak. "Loftslagsbreytingar knýja fram vatnsáskoranir um allan heim og þær bitna harðast á íbúum þróunarríkja," segir Mari Pangestu, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum. Í sautján þjóðríkjum er nú þegar alvarlegur vatnsskortur en í þeim ríkjum býr fjórðungur mannkyns. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent
Líklegt er að breytileiki í úrkomu vegna loftslagsbreytinga verði í vaxandi mæli skýring á því að fólk leggur á flótta frá heimkynnum sínum í leit að betri aðstæðum, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, þeirri fyrstu á alþjóðavísu sem sérstaklega tekur fyrir áhrif vatns eða vatnsskorts á fólksflutninga. Af fjölgun farandfólks eru tíu prósent sögð tengjast vatnsskorti. Rúmlega einn milljarður manna telst í dag til farandfólks. Skýrslan – Ebb and Flow – byggir á greiningu á stærsta gagnasafni sem tekið hefur verið saman um fólksflutninga og nær til tæplega hálfs milljarðs manna. Byggt er á 189 manntölum frá 64 þjóðríkjum. Miðausturlönd og norðurhluti Afríku eru þeir heimshlutar þar sem hlutfallslega flestir yfirgefa heimili sín og þar búa sex af hverjum tíu við vatnsskort. Að mati Alþjóðabankans er traustur vatnsbúskapur lykillinn að langtímavexti í þessum heimshlutum. Skýrsluhöfundar óttast að í fjölmörgum stórborgum heims fjölgi þeim dögum þar sem engan dropa verði að fá úr vatnskrönum. Þær borgir hýsa nú 55% mannkyns. Meðal þeirra má nefna Höfðaborg í Suður-Afríku, Chennai á Indlandi, São Paolo í Brasilíu og Basra í Írak. "Loftslagsbreytingar knýja fram vatnsáskoranir um allan heim og þær bitna harðast á íbúum þróunarríkja," segir Mari Pangestu, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum. Í sautján þjóðríkjum er nú þegar alvarlegur vatnsskortur en í þeim ríkjum býr fjórðungur mannkyns. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent