Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Margar konur geta verið komnar á breytingarskeiðið án þess að átta sig á því. Getty/ Sean De Burca „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. „Það getur verið alveg upp í tíu ára tímabil, þar sem þú ert að ganga í gegnum þessar breytingar. Svo verða tíðahvörfin þegar blæðingarnar hætta. Skilgreiningin á því er þegar þú ert búin að vera heilt ár án þess að fá blæðingar.“ Eftir tíðahvörfin kemur líka tímabil þar sem konur hafa ákveðin einkenni, svo þetta eru alls þrjú skeið. Hanna Lilja segir að það vanti aukna fræðslu um breytingaskeiðið og aðgengilegar upplýsingar, sérstaklega í ljósi þess að margar byrja mun fyrr á breytingaskeiðinu en aðrar. „Það er líka mikilvægt að aðstandendur þekki til einkennanna og séu kannski aðeins umburðarlyndari.“ Í fjórða sérþætti Kviknar um kvenheilsu hér á Vísi, ræddu þær Hanna Lilja og Andrea Eyland um breytingaskeiðið og allt sem því fylgir. Umfjöllunarefnið verður í tveimur hlutum en í næsta þætti verður rætt nánar um úrræði. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og Andrea Eyland þáttastjórnandi og höfundur Kviknar.Vísir/Vilhelm Einkennin miklu fleiri Andrea veltir fyrir sér hvort að margar konur sem eru í þroti, kulnun, bugun séu hugsanlega með ógreint breytingaskeið. Hanna Lilja að það geti algjörlega verið rétt. „Því einkennin eru miklu fleiri og breytilegri og þetta er miklu breiðara einkennasvið heldur en að við kannski héldum.“ Hanna Lilja segir að þegar fólk heyri breytingaskeið hugsi það kannski fyrst um “hitasvitakóf og kannski svolítið pirraðar eldri konur” en það er ekkert bara það. Margar konur upplifa hitasvitakóf en alls ekki allar. „Einkennin eru miklu fleiri og önnur en við tengjum endilega við breytingaskeiðið eða höfum gert hingað til. Þessi einkenni geta byrjað alveg löngu áður en þú ferð í tíðahvörf, þess vegna alveg tíu, tólf árum áður. Að meðaltali vara þessi einkenni í sjö til tíu ár en það er mjög misjafnt.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar Kvenheilsa Heilsa Tengdar fréttir Trúir ekki að hún hafi farið á blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess „Ha! Ég er í sjokki! Ég trúi ekki að ég hafi farið á allar þessar blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess,“ segir Andrea Eyland í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. 13. júlí 2021 11:26 Nauðsynlegt að fá fleiri konur í leghálsskimanir „Skimunin hófst 1964 þannig að þetta er orðið ótrúlega langur tími,“ segir Sigrún Arnardóttur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir. 18. júní 2021 19:00 Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Það getur verið alveg upp í tíu ára tímabil, þar sem þú ert að ganga í gegnum þessar breytingar. Svo verða tíðahvörfin þegar blæðingarnar hætta. Skilgreiningin á því er þegar þú ert búin að vera heilt ár án þess að fá blæðingar.“ Eftir tíðahvörfin kemur líka tímabil þar sem konur hafa ákveðin einkenni, svo þetta eru alls þrjú skeið. Hanna Lilja segir að það vanti aukna fræðslu um breytingaskeiðið og aðgengilegar upplýsingar, sérstaklega í ljósi þess að margar byrja mun fyrr á breytingaskeiðinu en aðrar. „Það er líka mikilvægt að aðstandendur þekki til einkennanna og séu kannski aðeins umburðarlyndari.“ Í fjórða sérþætti Kviknar um kvenheilsu hér á Vísi, ræddu þær Hanna Lilja og Andrea Eyland um breytingaskeiðið og allt sem því fylgir. Umfjöllunarefnið verður í tveimur hlutum en í næsta þætti verður rætt nánar um úrræði. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og Andrea Eyland þáttastjórnandi og höfundur Kviknar.Vísir/Vilhelm Einkennin miklu fleiri Andrea veltir fyrir sér hvort að margar konur sem eru í þroti, kulnun, bugun séu hugsanlega með ógreint breytingaskeið. Hanna Lilja að það geti algjörlega verið rétt. „Því einkennin eru miklu fleiri og breytilegri og þetta er miklu breiðara einkennasvið heldur en að við kannski héldum.“ Hanna Lilja segir að þegar fólk heyri breytingaskeið hugsi það kannski fyrst um “hitasvitakóf og kannski svolítið pirraðar eldri konur” en það er ekkert bara það. Margar konur upplifa hitasvitakóf en alls ekki allar. „Einkennin eru miklu fleiri og önnur en við tengjum endilega við breytingaskeiðið eða höfum gert hingað til. Þessi einkenni geta byrjað alveg löngu áður en þú ferð í tíðahvörf, þess vegna alveg tíu, tólf árum áður. Að meðaltali vara þessi einkenni í sjö til tíu ár en það er mjög misjafnt.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér fyrir neðan.
Kviknar Kvenheilsa Heilsa Tengdar fréttir Trúir ekki að hún hafi farið á blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess „Ha! Ég er í sjokki! Ég trúi ekki að ég hafi farið á allar þessar blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess,“ segir Andrea Eyland í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. 13. júlí 2021 11:26 Nauðsynlegt að fá fleiri konur í leghálsskimanir „Skimunin hófst 1964 þannig að þetta er orðið ótrúlega langur tími,“ segir Sigrún Arnardóttur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir. 18. júní 2021 19:00 Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Trúir ekki að hún hafi farið á blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess „Ha! Ég er í sjokki! Ég trúi ekki að ég hafi farið á allar þessar blæðingar í öll þessi ár án þess að hafa þurft þess,“ segir Andrea Eyland í nýjasta hlaðvarpsþætti Kviknar. 13. júlí 2021 11:26
Nauðsynlegt að fá fleiri konur í leghálsskimanir „Skimunin hófst 1964 þannig að þetta er orðið ótrúlega langur tími,“ segir Sigrún Arnardóttur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir. 18. júní 2021 19:00
Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31
„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00