Rómantísk sigling tók óvæntan snúning: „Ég hoppaði út í vatnið og reyndi að kúka í sjóinn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 20:01 „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk á sviði og sjá fólk performa. Ég held að það hafi allir lent í því að verða ástfangnir af einhverjum sem er að syngja í einhverju bandi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gummi sem féll fyrir Blævi þegar hún var að leika í verki sem hann aðstoðarleikstýrði. Ásgrímur Geir Logason Listaparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson höfðu verið vinir frá því í grunnskóla þegar þau loksins byrjuðu saman árið 2015. Þá höfðu þau verið að stinga saman nefjum í tvö ár en það var eiginkona afa Blævar sem tilkynnti það í fjölskylduboði að þau væru kærustupar og var þá ekki aftur snúið. Þau Blær og Gummi eins og þau eru gjarnan kölluð voru gestir í átjánda þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þau Blær og Gummi frá því hvernig þau kynntust í sumarvinnu þegar þau voru fimmtán ára gömul. „Við fengum að taka þátt í verkefni sem hét Lifandi vegvísar. Þá voru fengnir unglingar sem voru klæddir upp í einhverjar svona peysur merktar einhverju svona „tourist information“ lógói og áttu sem sagt bara að labba um bæinn með einhverja bæklinga og hjálpa túristum ef þau voru týnd,“ segir Gummi um þessi óvenjulegu fyrstu kynni. Voru vængmenn hvors annars Þar sem ferðamennirnir sem þau nálguðust héldu að þau yrðu rukkuð fyrir þessa þjónustu, var lítið að gera hjá þeim Blævi og Gumma í vinnunni þetta sumarið. „Okkur leiddist svo mikið í vinnunni. Svo vorum við að bíða eftir þriðja aðila til að geta farið eitthvað og vorum bæði ógeðslega þreytt og það var einhver einn sófi þarna, þannig að við svona kúrðum sko. En það var ekkert á bak við það,“ segir Blær um þeirra fyrsta nána augnablik. Frá fyrsta kúrinu í sumarvinnunni liðu þó mörg ár þar til þau Blær og Gummi fóru að stinga saman nefjum en voru þó alltaf góðir vinir. Þau fóru í sitthvorn menntaskólann en leiðir þeirra lágu þó saman í gegnum leiklistina og fóru þau meðal annars saman á leiklistarnámskeið til Finnlands. „Í Finnlandi vorum við held ég svona sautján ára og þá var vinkona okkar með okkur sem er með mér í Reykjavíkurdætrum í dag. Gummi var mjög skotinn í henni og ég var alltaf svona að hjálpa honum að reyna við hana og byrja með henni. Hann var líka að hjálpa mér því þá var ég svo skotin í fyrsta kærastanum mínum,“ segir Blær. „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk uppi á sviði“ Gummi segist hafa fallið fyrir Blævi þegar þau voru að vinna saman að verkefni í Listaháskólanum. Blær var að leika og Gummi að aðstoðarleikstýra. „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk á sviði og sjá fólk performa. Ég held að það hafi allir lent í því að verða ástfangnir af einhverjum sem er að syngja í einhverju bandi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gummi. Þau höfðu verið eins konar bólfélagar í tvö ár þegar Blær býður Gumma með sér í páskaboð og kona afa Blævar kynnir hann sem kærasta hennar. Þau horfðu á hvort annað og þar með var það ákveðið að þau væru formlega orðin par. „Það að vera vinir svona lengi, það er náttúrlega bara ávísun á eitthvað langtíma dæmi því þá þekkirðu manneskjuna svo vel. Það eru ekki svona hæðir og dalir. Það er meira svona jafnvægi og öryggi og ástin byggist upp alltaf meira og meira,“ segir Blær. „Líkaminn var að segja bara „kúkaðu, kúkaðu, kúkaðu!“ en ég gat það ekki“ Eftir sex ára ástarsamband og margra ára kynni hafa þau Blær og Gummi upplifað hin ýmsu ævintýri saman. Í þættinum segja þau frá því þegar þau voru stödd í fjölskylduferð í Barcelona og ákváðu að fara í rómantíska siglingu á kajak. „Ég byrja allt í einu bara að vera rosalega sjóveikur á kajak sem ég vissi ekki að væri hægt. Ég var líka pínu þunnur en við höfðum drukkið eitthvað aðeins þarna kvöldinu áður. Mér byrjar að líða hræðilega illa og byrjar að vera flökurt. Allt er ömurlegt og ég segi við Blævi bara ég veit ekki hvort ég meika þetta. Ég þarf að gubba eða kúka eða eitthvað. Ég fæ bara skot í magann og þarf að kúka. Ég fór úr kajaknum og hoppaði út í vatnið og reyndi að kúka í sjóinn. Að kúka í vatni, ég held að það sé bara ómögulegt. Líkaminn minn var að segja bara „kúkaðu, kúkaðu, kúkaðu!“ en ég gat það ekki og þetta var hræðilegt.“ Þegar ekkert gekk fóru þau Blær og Gummi inn í fallegan helli, þar sem Gummi reyndi að hægja sér áður en ferðalagið tók óvænta stefnu á nektarströnd. Hér í spilaranum að neðan má hlusta á söguna í heild sinni, ásamt því að heyra hvernig sé að starfa í þeim töfraheimi sem leikhúsið er og hvernig sé að eignast barn í miðjum heimsfaraldri. Þá segir Blær frá upplifun sinni af Tinder og Gummi segir frá því hvernig hafi verið að eiga Felix Bergsson sem föður þegar hann var yngri. Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Þau Blær og Gummi eins og þau eru gjarnan kölluð voru gestir í átjánda þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þau Blær og Gummi frá því hvernig þau kynntust í sumarvinnu þegar þau voru fimmtán ára gömul. „Við fengum að taka þátt í verkefni sem hét Lifandi vegvísar. Þá voru fengnir unglingar sem voru klæddir upp í einhverjar svona peysur merktar einhverju svona „tourist information“ lógói og áttu sem sagt bara að labba um bæinn með einhverja bæklinga og hjálpa túristum ef þau voru týnd,“ segir Gummi um þessi óvenjulegu fyrstu kynni. Voru vængmenn hvors annars Þar sem ferðamennirnir sem þau nálguðust héldu að þau yrðu rukkuð fyrir þessa þjónustu, var lítið að gera hjá þeim Blævi og Gumma í vinnunni þetta sumarið. „Okkur leiddist svo mikið í vinnunni. Svo vorum við að bíða eftir þriðja aðila til að geta farið eitthvað og vorum bæði ógeðslega þreytt og það var einhver einn sófi þarna, þannig að við svona kúrðum sko. En það var ekkert á bak við það,“ segir Blær um þeirra fyrsta nána augnablik. Frá fyrsta kúrinu í sumarvinnunni liðu þó mörg ár þar til þau Blær og Gummi fóru að stinga saman nefjum en voru þó alltaf góðir vinir. Þau fóru í sitthvorn menntaskólann en leiðir þeirra lágu þó saman í gegnum leiklistina og fóru þau meðal annars saman á leiklistarnámskeið til Finnlands. „Í Finnlandi vorum við held ég svona sautján ára og þá var vinkona okkar með okkur sem er með mér í Reykjavíkurdætrum í dag. Gummi var mjög skotinn í henni og ég var alltaf svona að hjálpa honum að reyna við hana og byrja með henni. Hann var líka að hjálpa mér því þá var ég svo skotin í fyrsta kærastanum mínum,“ segir Blær. „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk uppi á sviði“ Gummi segist hafa fallið fyrir Blævi þegar þau voru að vinna saman að verkefni í Listaháskólanum. Blær var að leika og Gummi að aðstoðarleikstýra. „Það er bara eitthvað við það að sjá fólk á sviði og sjá fólk performa. Ég held að það hafi allir lent í því að verða ástfangnir af einhverjum sem er að syngja í einhverju bandi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gummi. Þau höfðu verið eins konar bólfélagar í tvö ár þegar Blær býður Gumma með sér í páskaboð og kona afa Blævar kynnir hann sem kærasta hennar. Þau horfðu á hvort annað og þar með var það ákveðið að þau væru formlega orðin par. „Það að vera vinir svona lengi, það er náttúrlega bara ávísun á eitthvað langtíma dæmi því þá þekkirðu manneskjuna svo vel. Það eru ekki svona hæðir og dalir. Það er meira svona jafnvægi og öryggi og ástin byggist upp alltaf meira og meira,“ segir Blær. „Líkaminn var að segja bara „kúkaðu, kúkaðu, kúkaðu!“ en ég gat það ekki“ Eftir sex ára ástarsamband og margra ára kynni hafa þau Blær og Gummi upplifað hin ýmsu ævintýri saman. Í þættinum segja þau frá því þegar þau voru stödd í fjölskylduferð í Barcelona og ákváðu að fara í rómantíska siglingu á kajak. „Ég byrja allt í einu bara að vera rosalega sjóveikur á kajak sem ég vissi ekki að væri hægt. Ég var líka pínu þunnur en við höfðum drukkið eitthvað aðeins þarna kvöldinu áður. Mér byrjar að líða hræðilega illa og byrjar að vera flökurt. Allt er ömurlegt og ég segi við Blævi bara ég veit ekki hvort ég meika þetta. Ég þarf að gubba eða kúka eða eitthvað. Ég fæ bara skot í magann og þarf að kúka. Ég fór úr kajaknum og hoppaði út í vatnið og reyndi að kúka í sjóinn. Að kúka í vatni, ég held að það sé bara ómögulegt. Líkaminn minn var að segja bara „kúkaðu, kúkaðu, kúkaðu!“ en ég gat það ekki og þetta var hræðilegt.“ Þegar ekkert gekk fóru þau Blær og Gummi inn í fallegan helli, þar sem Gummi reyndi að hægja sér áður en ferðalagið tók óvænta stefnu á nektarströnd. Hér í spilaranum að neðan má hlusta á söguna í heild sinni, ásamt því að heyra hvernig sé að starfa í þeim töfraheimi sem leikhúsið er og hvernig sé að eignast barn í miðjum heimsfaraldri. Þá segir Blær frá upplifun sinni af Tinder og Gummi segir frá því hvernig hafi verið að eiga Felix Bergsson sem föður þegar hann var yngri.
Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira