Steingrímur og Skúli Íslandsmeistarar í torfæru Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. ágúst 2021 07:01 Skúli Kristjánsson og Simbi á flugi. Lokaumferð Íslandsmótsins í torfæru fór fram á Akureyri á laugardag. Í götubíla flokki varð Steingrímur Bjarnason á Strumpnum hlutskarpastur, hann tryggði sér einnig Íslandsmeistaratitilinn í götubílaflokki, auk þess sem hann hlaut tilþrifaverðlaun. Atli Jamil Ásgeirsson á Raptor varð efstur í sérútbúna flokknum á Akureyri. Skúli Kristjánsson á Simba var þegar búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki sérútbúinna bíla. Götubílar Þrír keppendur voru skráðir til leiks í flokki götubíla. Óskar Jónsson á Úlfinum varð annar á Akureyri og Jónas Karl á Þeytingi varð þriðji. Atli Jamil á Raptor varð hlutskarpastur í flokki sérútbúinna bíla eftir góðan akstur á Akureyri á laugardag. Sérútbúnir Þórður Atli á Spaðanum varð annar í keppni sérútbúinna bíla á Akureyri, 226 stigum á eftir Atla Jamil. Haukur Viðar á Heklu varð í þriðja sæti, 347 stigum á eftir Atla Jamil. Haukur Viðar á Heklu fer væna veltu, eins og torfæruökumönnum einum er lagið. „Tímabilið gekk bara vel og bíllinn loksins farinn að virka eins og hann á að gera og þá fór þetta allt að smella, bíll og bílstjóri,“ sagði Skúli á Simba í samtali við Vísi. „Titilinn kom með því að hafa góða aðstoðarmenn og styrktaraðila á bakvið sig og að vera stöðugur á milli keppna,“ bætti Skúli við. Akstursíþróttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent
Götubílar Þrír keppendur voru skráðir til leiks í flokki götubíla. Óskar Jónsson á Úlfinum varð annar á Akureyri og Jónas Karl á Þeytingi varð þriðji. Atli Jamil á Raptor varð hlutskarpastur í flokki sérútbúinna bíla eftir góðan akstur á Akureyri á laugardag. Sérútbúnir Þórður Atli á Spaðanum varð annar í keppni sérútbúinna bíla á Akureyri, 226 stigum á eftir Atla Jamil. Haukur Viðar á Heklu varð í þriðja sæti, 347 stigum á eftir Atla Jamil. Haukur Viðar á Heklu fer væna veltu, eins og torfæruökumönnum einum er lagið. „Tímabilið gekk bara vel og bíllinn loksins farinn að virka eins og hann á að gera og þá fór þetta allt að smella, bíll og bílstjóri,“ sagði Skúli á Simba í samtali við Vísi. „Titilinn kom með því að hafa góða aðstoðarmenn og styrktaraðila á bakvið sig og að vera stöðugur á milli keppna,“ bætti Skúli við.
Akstursíþróttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent