Ísland á toppi lista OECD yfir stuðning við málefni hafsins Heimsljós 13. ágúst 2021 10:54 gunnisal Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland trónir á toppi lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem tengjast málefnum hafsins. Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu en samkvæmt tölfræði OECD styðja 13,5 prósent af framlögum Íslands við þann málaflokk. Starf Íslands á þessu sviði er margháttað. Í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands leitast íslensk stjórnvöld við að stuðla að bættri afkomu og viðnámsþrótti í fátækum samfélögum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Meðal annars er unnið að byggðaþróun í strandsamfélögum í Malaví og Úganda ásamt héraðsyfirvöldum þar, og að hreinsun stranda í Síerra Leóne og Líberíu í samstarfi við alþjóðastofnanir. Þá er einnig unnið með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) við stefnumörkun á alþjóðavettvangi, auk þess sem íslenskir sjávarútvegssérfræðingar veita reglulega ráðgjöf til alþjóðastofnana sem vinna verkefni á þessu sviði. Ísland hefur einnig um árabil virkur þátttakandi í ProBlue sjóði Alþjóðabankans, sem sinnir málefum hafsins og þróun bláa hagkerfisins auk þess að stuðla að því að draga úr mengun í hafi. Loks má nefna að Sjávarútvegsskólinn, sem er hluti af GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, tekur árlega á móti sérfræðingum frá þróunarríkjum sem koma til námsdvalar á Íslandi auk þess að bjóða upp á styttri námskeið í þróunarlöndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Úganda Síerra Leóne Líbería Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Ísland trónir á toppi lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem tengjast málefnum hafsins. Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu en samkvæmt tölfræði OECD styðja 13,5 prósent af framlögum Íslands við þann málaflokk. Starf Íslands á þessu sviði er margháttað. Í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands leitast íslensk stjórnvöld við að stuðla að bættri afkomu og viðnámsþrótti í fátækum samfélögum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Meðal annars er unnið að byggðaþróun í strandsamfélögum í Malaví og Úganda ásamt héraðsyfirvöldum þar, og að hreinsun stranda í Síerra Leóne og Líberíu í samstarfi við alþjóðastofnanir. Þá er einnig unnið með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) við stefnumörkun á alþjóðavettvangi, auk þess sem íslenskir sjávarútvegssérfræðingar veita reglulega ráðgjöf til alþjóðastofnana sem vinna verkefni á þessu sviði. Ísland hefur einnig um árabil virkur þátttakandi í ProBlue sjóði Alþjóðabankans, sem sinnir málefum hafsins og þróun bláa hagkerfisins auk þess að stuðla að því að draga úr mengun í hafi. Loks má nefna að Sjávarútvegsskólinn, sem er hluti af GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, tekur árlega á móti sérfræðingum frá þróunarríkjum sem koma til námsdvalar á Íslandi auk þess að bjóða upp á styttri námskeið í þróunarlöndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Úganda Síerra Leóne Líbería Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent