Gott leikjahaust í vændum Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 08:46 Það verður úr nógu að velja fyrir tölvuleikjaspilara í haust. Undanfarna mánuði hefur útgáfu fjölmargra tölvuleikja verið frestað. Það hefur leitt til lítillar útgáfu leikja en í haust stefnir í að breyting verði þar á. Fjölmargir leikir munu líta dagsins ljóst á næstu mánuðum. Haustin eru iðulega tími þar sem margir leikir eru gefnir út en þetta haust virðist ætla að vera sérlega gott. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir þá tölvuleiki sem von er á á næstu mánuðum. Humankind 17. ágúst – PC Humankind er nýr leikur frá Amplitude Studios sem hægt er að bera saman við Civilization-leikina. Spilarar munu þurfa að byggja upp siðmenningu frá fornöldum til nútímans. Þeir munu þurfa að gefa fólkinu að borða, láta það berjast við aðrar þjóðir og læra nýja tækni. Amplitude gaf áður út leikinn Endless Legend. Ghost of Tsushima Directors Cut 20. ágúst - PS Sucker Punch er að gefa út aukapakka fyrir hinn vinsæla leik Ghost of Tsushima sem kom út í fyrra. Leikurinn fékk mjög góðar undirtektir og þar á meðal á Leikjavísi. Spilarar setja sig í spor samúræjans Jin Sakai sem þarf að einn síns liðs að stöðva innrás Mongóla í Japan. Það þarf hann að gera með því að berjast gegn innrásinni úr skuggunum. Aukapakkinn opnar nýtt landsvæði fyrir Jin að skoða. Dularfullur ættbálkur Mongóla hefur skotið niður rótum á Iki-eyju og þarf Jin að standa í hárinu á þeim. Á sama tíma þarf Jin að takast á við gamla ótta og bla bla bla. Nýtt svæði, nýjar persónur og ný saga í Ghost of Tsushima. Annað skiptir ekki máli. Madden 22 20. ágúst – PC, PS og Xbox Hvað er hægt að segja um Madden 22? Um er að ræða nýjan leik í söguheimi Bandaríkjanna, þar sem fótbolti er spilaður á mjög undarlegan hátt og boltanum sparkað gífurlega sjaldan. Nei, nú er nýtt tímabil að hefjast í NFL deildinni og samhliða því er gefinn út nýr Madden leikur eins og alltaf. Psychonauts 2 25. ágúst – PC, PS og Xbox Psyconauts 2 er framhald Psyconauts 1 frá 2005, eins undarlega og það kann að hljóma. Spilarar leika gömlu söguhetjuna Raz sem þarf að bjarga yfirmanni sínum í njósnastofnuninni sem ber nafnið Psychonauts. Þetta er svokallaður Platform leikur þar sem spilarar þurfa að ganga í gegnum hinar ýmsu þrautir. Deathloop 14. september – PC og PS5 Leikurinn Deathloop er frá sömu aðilum og gerðu leikina Dishonored og Prey. Hann fjallar um launmorðingjann Colt sem er fastur í tímalykkju á dularfullri eyju þar sem óreiðan ræður ríkjum og eina leið hans til að rjúfa lykkjuna og sleppa af eyjunni er að drepa átta skotmörk á einum degi. Colt býr yfir margskonar hæfileikum og jafnvel göldrum sem hann getur nýtt til morðanna. Á sama tíma er Colt sjálfur hundeltur af öðrum launmorðingja, sem aðrir spilarar munu geta leikið. Diablo II: Resurrected 23. september – PC, PS, Xbox, NS Það er víst ekkert brjáluð stemning innan veggja Activision Blizzard þessa dagana. Fyrirtækið er þó að fara að gefa út endurgerð eins vinsælasta tölvuleiks sögunnar, Diablo 2. Diablo 2 er klassískur leikur og er nú verið að færa hann í nútímann með uppfærði grafík, fjölspilun og öðrum breytingum. Death Stranding Director‘s Cut 24. september – PS5 Verið er að gefa út uppfærða útgáfu einhvers undarlegasta leiks nútímans og færa Death Stranding í nýjustu kynslóð leikjatölva. Sjá einnig: Einstakur leikur sem er grútleiðinlegur á köflum Útgáfunni fylgja ýmsar breytingar og aukið efni til að spila. Hann inniheldur ný vopn, nýjan búnað, ný farartæki, ný landsvæði og margt fleira. FIFA 22 1. október – PC, PS og Xbox Nýju hausti fylgir nýr FIFA leikur. Það er orðið náttúrulögmál. EA opinberaði nýverið nýja tækni sem á að gera FIFA 22 betri og raunverulegri en fyrri leiki. Þessi tækni kallast HyperMotion og á að læra að framleiða nýjar og raunverulegur hreyfingar leikmanna í FIFA 22, sem eiga að vera raunverulegri en áður. HyperMotion mun þó eingöngu virka í PlayStation 5, Xbox Series X/S og Google Stadia. Ekki í PS4, Xbox One eða í PC-tölvum. Far Cry 6 7. október – PC, PS og Xbox Nýjasti leikurinn í Far Cry seríu Ubisoft gerist á ímynduðu eyjunni Yara í Karíbahafinu. Að þessu sinni þurfa spilarar að skjóta sig í gegnum verði einræðisherrans Antón Castillo, sem leikinn er af Giancarlo Esposito. Raunveruleikin hefur sjaldan staðið í vegi starfsmanna Ubisoft þegar kemur að Far Cry leikjunum en nú virðist flippið hafa náð nýjum hæðum. Það er auðvitað í góðu lagi, svo lengi sem flippið fari ekki út í fíflaskap. Metroid Dread 8. október - NS Metroid-serían hefur um árabil verið mjög vinsæl. Nú er Nintendo að gefa út nýjan tvívíddarleik sem heitir Metroid Dread eða Metroid 5. Samus Aran er mætt aftur og þarf hún að þessu sinni að berjast við fjölda skrímsla og vélmenna og svipta hulunni af miklum leyndardómi. Back 4 Blood 12. október – PC, PS og Xbox Uppvakningarnir eru ekki endurdauðir enn. Fyrri uppvakningaleikur haustsins heitir Back 4 Blood og er fjölspilunarleikur þar sem fjórir spilarar taka höndum saman til að skjóta uppvakninga í massavís. Lokuð Beta-prófun fór nýverið fram en þann 12. ágúst verður prófunin opnuð svo allir geta tekið þátt. Battlefield 2042 22. október – PC, PS og Xbox Battlefield serían eru orðin mjög langlíf. Þetta árið fer hún aftur til framtíðar (vúhú) með leiknum 2042, sem mig grunar að eigi að gerast árið 2042. Í þessum leikjum keppa spilarar við aðra á netinu og reyna að skjóta þá. Hingað til hafa mest 64 spilarar geta barist í sama borðinu en Dice hefur loksins tekið næsta skref í þeim efnum og verður hámarksfjöldinn nú 128. Meðal annarra nýjunga þetta árið er að spilarar munu geta búið til eigin leiki og stillt þá eftir eigin hentisemi. Þeir geta notað borð, hermenn og vopn úr gömlum leikjum. Til að mynda væri hægt að láta hermenn nasista berjast við hermenn nútímans, eins og sýnt var í nýlegri stiklu. Guardians of the Galaxy 26. október – PC, PS, Xbox og NS Leikurinn Guardians of the Galaxy fjallar um hóp ofurhetja úr söguheimi Marvel sem bera sama nafn. Þau Starlord, Drax, Groot og félaga. Hér er um að ræða einspilunar-ævintýraleik sem framleiddur er af Square Enix. Spilarar setja sig í spor Starlord, sem heitir í raun Peter Quill, og berjast til að bjarga stjörnuþokunni frá útrýmingu, eins og yfirleitt. Age of Empires 4 28. október – PC Ef þú ert yfir höfuð að lesa þessa grein eru yfirgnæfandi líkur á því að þú vitir hvað Age of Empires er. Ef þú lesandi góður veist það ekki, þætti mér vænt um að þú hættir lestrinum og girtir þig í brók. Öllu gríni slepptu þá ríkir þó nokkur spenna fyrir útgáfu nýjasta leiksins í seríu sem á stóran þátt í að hafa mótað leiki samtímans. AoE4 er bæði einspilunar- og fjölspilunarleikur. Í einspilun verður hægt að spila í gegnum fræg tímabil í mannkynssögunni og stýra þekktum þjóðum en í fjölspilun munu spilarar keppa sín á milli Stray Einhvern tímann í október – PC og PS Stray er áhugaverður ævintýraleikur þar sem spilarar leika kött í heimi vélmenna. Kötturinn er slasaður og þarf að lifa af og finna fjölskyldu sína. Samhliða því fá spilarar tækifæri til að leysa leyndardóm borgarinnar. Spilarar þurfa að nota hæfileika kattarins og jafnvel galdra til að ferðast um borgina og leysa þrautir. Þá kynnist kötturinn litlu fljúgandi vélmenni sem aðstoðar hann. Grand Theft Auto V endurendurendurgerð 11. nóvember – PS5 og XboxX Rockstar Games ætla sér að gefa út enn einna endurgerð fyrir Grand Theft Auto V. Leik sem kom út árið 2013, þegar Playstation 3 leikjatölvurnar voru í notkun. Þetta er í allt of oft-asta skipti sem leikurinn verður gefinn út, þó hann sé skemmtilegur og góður. Sjá einnig: Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Það verður að segjast skiljanlegt að fyrirtækið sé enn að uppfæra GTA V og þá sérstaklega með tilliti til þess að Rockstar er enn að græða á tá og fingri á fjölspilun leiksins og seldum eintökum. Þó nokkur ár eru síðan leikurinn varð arðbærasta skemmtanarafurð sögunnar. Dying Light 2: Stay Human 7. desember – PC, PS og Xbox Framleiðsla Dying Light 2: Stay Human hefur gengið í gegnum ákveðna erfiðleika og hefur útgáfu leiksins verið frestað þó nokkru sinnum. Nú virðist þó allt stefna í að seinni uppvakningaleikurinn á listanum verði gefinn út. Dying Light 2 gerist í heimi þar sem uppvakningar og skrímsli hafa gengið frá flestum íbúum jarðarinnar og gerist hann fimmtán árum eftir atburði fyrri leiksins. Eftirlifendur þurfa bæði að berjast við skrímslin sem skríða úr felum þegar sólin sest og aðra eftirlifendur. Spilarar setja sig í spor Aiden Caldwell sem er einstaklega góður í því að hlaupa um og klifra um borg þar sem mismunandi fylkingar berjast um yfirráð. Borgin og íbúar hennar munu breytast eftir því hvaða ákvarðanir spilarar taka. Halo Infinite Óákveðið en fyrir jól – PC og Xbox Master Chief snýr aftur og í þetta sinn, er það persónulegt. Þetta er sjötti leikurinn í seríunni eftir 343 Industries og heldur áfram sögunni eftir Halo 5: Guardians. Master Chief þarf enn og aftur að koma stjörnuþokunni til bjargar. Horizon Forbidden West Óákveðið en á að koma út á árinu - PS Síðasti leikurinn á listanum er Horizon Forbidden West. Hann er framhald leiksins Horizon Zero Dawn, sem naut mikilla vinsælda þegar hann kom út árið 2017. Sögu Aloy verður haldið þar áfram þar sem hún þarf að berjast gegn risaeðluvélmennum á nýjan leik, að þessu sinni á vesturströnd Bandaríkjanna. Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Haustin eru iðulega tími þar sem margir leikir eru gefnir út en þetta haust virðist ætla að vera sérlega gott. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir þá tölvuleiki sem von er á á næstu mánuðum. Humankind 17. ágúst – PC Humankind er nýr leikur frá Amplitude Studios sem hægt er að bera saman við Civilization-leikina. Spilarar munu þurfa að byggja upp siðmenningu frá fornöldum til nútímans. Þeir munu þurfa að gefa fólkinu að borða, láta það berjast við aðrar þjóðir og læra nýja tækni. Amplitude gaf áður út leikinn Endless Legend. Ghost of Tsushima Directors Cut 20. ágúst - PS Sucker Punch er að gefa út aukapakka fyrir hinn vinsæla leik Ghost of Tsushima sem kom út í fyrra. Leikurinn fékk mjög góðar undirtektir og þar á meðal á Leikjavísi. Spilarar setja sig í spor samúræjans Jin Sakai sem þarf að einn síns liðs að stöðva innrás Mongóla í Japan. Það þarf hann að gera með því að berjast gegn innrásinni úr skuggunum. Aukapakkinn opnar nýtt landsvæði fyrir Jin að skoða. Dularfullur ættbálkur Mongóla hefur skotið niður rótum á Iki-eyju og þarf Jin að standa í hárinu á þeim. Á sama tíma þarf Jin að takast á við gamla ótta og bla bla bla. Nýtt svæði, nýjar persónur og ný saga í Ghost of Tsushima. Annað skiptir ekki máli. Madden 22 20. ágúst – PC, PS og Xbox Hvað er hægt að segja um Madden 22? Um er að ræða nýjan leik í söguheimi Bandaríkjanna, þar sem fótbolti er spilaður á mjög undarlegan hátt og boltanum sparkað gífurlega sjaldan. Nei, nú er nýtt tímabil að hefjast í NFL deildinni og samhliða því er gefinn út nýr Madden leikur eins og alltaf. Psychonauts 2 25. ágúst – PC, PS og Xbox Psyconauts 2 er framhald Psyconauts 1 frá 2005, eins undarlega og það kann að hljóma. Spilarar leika gömlu söguhetjuna Raz sem þarf að bjarga yfirmanni sínum í njósnastofnuninni sem ber nafnið Psychonauts. Þetta er svokallaður Platform leikur þar sem spilarar þurfa að ganga í gegnum hinar ýmsu þrautir. Deathloop 14. september – PC og PS5 Leikurinn Deathloop er frá sömu aðilum og gerðu leikina Dishonored og Prey. Hann fjallar um launmorðingjann Colt sem er fastur í tímalykkju á dularfullri eyju þar sem óreiðan ræður ríkjum og eina leið hans til að rjúfa lykkjuna og sleppa af eyjunni er að drepa átta skotmörk á einum degi. Colt býr yfir margskonar hæfileikum og jafnvel göldrum sem hann getur nýtt til morðanna. Á sama tíma er Colt sjálfur hundeltur af öðrum launmorðingja, sem aðrir spilarar munu geta leikið. Diablo II: Resurrected 23. september – PC, PS, Xbox, NS Það er víst ekkert brjáluð stemning innan veggja Activision Blizzard þessa dagana. Fyrirtækið er þó að fara að gefa út endurgerð eins vinsælasta tölvuleiks sögunnar, Diablo 2. Diablo 2 er klassískur leikur og er nú verið að færa hann í nútímann með uppfærði grafík, fjölspilun og öðrum breytingum. Death Stranding Director‘s Cut 24. september – PS5 Verið er að gefa út uppfærða útgáfu einhvers undarlegasta leiks nútímans og færa Death Stranding í nýjustu kynslóð leikjatölva. Sjá einnig: Einstakur leikur sem er grútleiðinlegur á köflum Útgáfunni fylgja ýmsar breytingar og aukið efni til að spila. Hann inniheldur ný vopn, nýjan búnað, ný farartæki, ný landsvæði og margt fleira. FIFA 22 1. október – PC, PS og Xbox Nýju hausti fylgir nýr FIFA leikur. Það er orðið náttúrulögmál. EA opinberaði nýverið nýja tækni sem á að gera FIFA 22 betri og raunverulegri en fyrri leiki. Þessi tækni kallast HyperMotion og á að læra að framleiða nýjar og raunverulegur hreyfingar leikmanna í FIFA 22, sem eiga að vera raunverulegri en áður. HyperMotion mun þó eingöngu virka í PlayStation 5, Xbox Series X/S og Google Stadia. Ekki í PS4, Xbox One eða í PC-tölvum. Far Cry 6 7. október – PC, PS og Xbox Nýjasti leikurinn í Far Cry seríu Ubisoft gerist á ímynduðu eyjunni Yara í Karíbahafinu. Að þessu sinni þurfa spilarar að skjóta sig í gegnum verði einræðisherrans Antón Castillo, sem leikinn er af Giancarlo Esposito. Raunveruleikin hefur sjaldan staðið í vegi starfsmanna Ubisoft þegar kemur að Far Cry leikjunum en nú virðist flippið hafa náð nýjum hæðum. Það er auðvitað í góðu lagi, svo lengi sem flippið fari ekki út í fíflaskap. Metroid Dread 8. október - NS Metroid-serían hefur um árabil verið mjög vinsæl. Nú er Nintendo að gefa út nýjan tvívíddarleik sem heitir Metroid Dread eða Metroid 5. Samus Aran er mætt aftur og þarf hún að þessu sinni að berjast við fjölda skrímsla og vélmenna og svipta hulunni af miklum leyndardómi. Back 4 Blood 12. október – PC, PS og Xbox Uppvakningarnir eru ekki endurdauðir enn. Fyrri uppvakningaleikur haustsins heitir Back 4 Blood og er fjölspilunarleikur þar sem fjórir spilarar taka höndum saman til að skjóta uppvakninga í massavís. Lokuð Beta-prófun fór nýverið fram en þann 12. ágúst verður prófunin opnuð svo allir geta tekið þátt. Battlefield 2042 22. október – PC, PS og Xbox Battlefield serían eru orðin mjög langlíf. Þetta árið fer hún aftur til framtíðar (vúhú) með leiknum 2042, sem mig grunar að eigi að gerast árið 2042. Í þessum leikjum keppa spilarar við aðra á netinu og reyna að skjóta þá. Hingað til hafa mest 64 spilarar geta barist í sama borðinu en Dice hefur loksins tekið næsta skref í þeim efnum og verður hámarksfjöldinn nú 128. Meðal annarra nýjunga þetta árið er að spilarar munu geta búið til eigin leiki og stillt þá eftir eigin hentisemi. Þeir geta notað borð, hermenn og vopn úr gömlum leikjum. Til að mynda væri hægt að láta hermenn nasista berjast við hermenn nútímans, eins og sýnt var í nýlegri stiklu. Guardians of the Galaxy 26. október – PC, PS, Xbox og NS Leikurinn Guardians of the Galaxy fjallar um hóp ofurhetja úr söguheimi Marvel sem bera sama nafn. Þau Starlord, Drax, Groot og félaga. Hér er um að ræða einspilunar-ævintýraleik sem framleiddur er af Square Enix. Spilarar setja sig í spor Starlord, sem heitir í raun Peter Quill, og berjast til að bjarga stjörnuþokunni frá útrýmingu, eins og yfirleitt. Age of Empires 4 28. október – PC Ef þú ert yfir höfuð að lesa þessa grein eru yfirgnæfandi líkur á því að þú vitir hvað Age of Empires er. Ef þú lesandi góður veist það ekki, þætti mér vænt um að þú hættir lestrinum og girtir þig í brók. Öllu gríni slepptu þá ríkir þó nokkur spenna fyrir útgáfu nýjasta leiksins í seríu sem á stóran þátt í að hafa mótað leiki samtímans. AoE4 er bæði einspilunar- og fjölspilunarleikur. Í einspilun verður hægt að spila í gegnum fræg tímabil í mannkynssögunni og stýra þekktum þjóðum en í fjölspilun munu spilarar keppa sín á milli Stray Einhvern tímann í október – PC og PS Stray er áhugaverður ævintýraleikur þar sem spilarar leika kött í heimi vélmenna. Kötturinn er slasaður og þarf að lifa af og finna fjölskyldu sína. Samhliða því fá spilarar tækifæri til að leysa leyndardóm borgarinnar. Spilarar þurfa að nota hæfileika kattarins og jafnvel galdra til að ferðast um borgina og leysa þrautir. Þá kynnist kötturinn litlu fljúgandi vélmenni sem aðstoðar hann. Grand Theft Auto V endurendurendurgerð 11. nóvember – PS5 og XboxX Rockstar Games ætla sér að gefa út enn einna endurgerð fyrir Grand Theft Auto V. Leik sem kom út árið 2013, þegar Playstation 3 leikjatölvurnar voru í notkun. Þetta er í allt of oft-asta skipti sem leikurinn verður gefinn út, þó hann sé skemmtilegur og góður. Sjá einnig: Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt Það verður að segjast skiljanlegt að fyrirtækið sé enn að uppfæra GTA V og þá sérstaklega með tilliti til þess að Rockstar er enn að græða á tá og fingri á fjölspilun leiksins og seldum eintökum. Þó nokkur ár eru síðan leikurinn varð arðbærasta skemmtanarafurð sögunnar. Dying Light 2: Stay Human 7. desember – PC, PS og Xbox Framleiðsla Dying Light 2: Stay Human hefur gengið í gegnum ákveðna erfiðleika og hefur útgáfu leiksins verið frestað þó nokkru sinnum. Nú virðist þó allt stefna í að seinni uppvakningaleikurinn á listanum verði gefinn út. Dying Light 2 gerist í heimi þar sem uppvakningar og skrímsli hafa gengið frá flestum íbúum jarðarinnar og gerist hann fimmtán árum eftir atburði fyrri leiksins. Eftirlifendur þurfa bæði að berjast við skrímslin sem skríða úr felum þegar sólin sest og aðra eftirlifendur. Spilarar setja sig í spor Aiden Caldwell sem er einstaklega góður í því að hlaupa um og klifra um borg þar sem mismunandi fylkingar berjast um yfirráð. Borgin og íbúar hennar munu breytast eftir því hvaða ákvarðanir spilarar taka. Halo Infinite Óákveðið en fyrir jól – PC og Xbox Master Chief snýr aftur og í þetta sinn, er það persónulegt. Þetta er sjötti leikurinn í seríunni eftir 343 Industries og heldur áfram sögunni eftir Halo 5: Guardians. Master Chief þarf enn og aftur að koma stjörnuþokunni til bjargar. Horizon Forbidden West Óákveðið en á að koma út á árinu - PS Síðasti leikurinn á listanum er Horizon Forbidden West. Hann er framhald leiksins Horizon Zero Dawn, sem naut mikilla vinsælda þegar hann kom út árið 2017. Sögu Aloy verður haldið þar áfram þar sem hún þarf að berjast gegn risaeðluvélmennum á nýjan leik, að þessu sinni á vesturströnd Bandaríkjanna.
Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira