Snorri Björns: Mesti ávinningurinn í því að hlaupa nógu hægt Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. ágúst 2021 12:30 Hlaupagarpurinn og hlaðvarpskóngurinn Snorri Björns talaði um hlaup og gaf góð ráð í morgunþættinum Brennslunni á FM957. „Nýja leiðin er bara að hlaupa nógu hægt þannig að þú sért bara í rólegheitunum. Þannig að þú sért ekkert að erfiða, þar er mesti ávinningurinn,“ segir þáttarstjórnandinn og hlaupagarpurinn Snorri Björnsson við viðtali í Brennslunni. Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira