Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Sverrir Mar Smárason skrifar 8. ágúst 2021 22:15 Jóhannes Karl Guðjónsson Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13