Helgi gat ekki sagt nei: „Hafði hugsað mér að taka pásu frá körfuboltanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:00 Helgi Már Magnússon skiptir úr ermalausu treyjunni í þjálfaragallann. vísir/hanna Helgi Már Magnússon, nýráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segist ekki hafa getað hafnað tækifærinu að taka við liðinu. Hann hlakki til nýs hlutverks hjá félaginu sem hann hefur spilað fyrir stærstan hluta síns leikmannaferils. Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KR Dominos-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KR Dominos-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira