Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2021 13:49 Fólk á öllum aldri tók þátt í að mála rendur. Vísir/EinarÁ Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri. Opnunarhátíð Hinsegin daga verður í Gamla bíó í kvöld kvöld. Húsið verður opnað klukkan sjö, en hátíðardagskrá hefst klukkan átta. Þar kemur fram úrval hinsegin listamanna. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Frá unidrbúningi málunar.Vísir/EinarÁ Fjölmargir viðburðir verða á Hinsegin dögum, sem standa til sunnudagsins áttunda ágúst. Þennan fyrsta dag verður fjarfundur með Aron-Winston Le Fevre mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, stýrir fundinum, sem er haldinn í Þjóðminjasafninu og hófst klukkan 13. Mála, mála, mála og mála.Vísir/EinarÁ Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt og kl. 15:30 gefst tækifæri til að fræðast saman um geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg. Fræðsluna, sem kallast Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk, leiðir Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, en viðburðurinn er haldinn í Máli & Menningu á Laugavegi. .... yndisleg?Vísir/EinarÁ Samtal kynslóða verður í Máli og menningu kl. 17, en þá spjalla þrír einstaklingar af þremur kynslóðum saman, þau Mars M. Proppé, Hilmar Hildar Magnúsar og Andrea Jónsdóttir. Þau segja frá sjálfum sér tvítugum og leiðinni þangað sem þau eru núna. Hvítur, bleikur, blár, brúnn, svartur, rauður...Vísir/EinarÁ Á hverjum degi er hægt að velja um ýmsa viðburði. Á opnunarhátíð og fræðsluviðburðum verður hólfaskipting, grímuskylda og skipað til sætis. Einnig þurfa allir þeir sem sækja viðburði að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráning er undir hverjum viðburði á dagskránni á hinsegindagar.is Ingólfsstræti er orðið litríkt.Vísir/EinarÁ Viðburðum verður streymt beint á Facebook-síðu Hinsegin daga, svo þau sem ekki treysta sér til að mæta eða fengu ekki miða eiga kost á að fylgjast með dagskránni í beinni. Frá setningarathöfninni.Vísir/EinarÁ Regnbogafánarnir á og við Gamla bíó.Vísir/EinarÁ Hinsegin Reykjavík Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Opnunarhátíð Hinsegin daga verður í Gamla bíó í kvöld kvöld. Húsið verður opnað klukkan sjö, en hátíðardagskrá hefst klukkan átta. Þar kemur fram úrval hinsegin listamanna. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Frá unidrbúningi málunar.Vísir/EinarÁ Fjölmargir viðburðir verða á Hinsegin dögum, sem standa til sunnudagsins áttunda ágúst. Þennan fyrsta dag verður fjarfundur með Aron-Winston Le Fevre mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, stýrir fundinum, sem er haldinn í Þjóðminjasafninu og hófst klukkan 13. Mála, mála, mála og mála.Vísir/EinarÁ Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt og kl. 15:30 gefst tækifæri til að fræðast saman um geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg. Fræðsluna, sem kallast Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk, leiðir Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, en viðburðurinn er haldinn í Máli & Menningu á Laugavegi. .... yndisleg?Vísir/EinarÁ Samtal kynslóða verður í Máli og menningu kl. 17, en þá spjalla þrír einstaklingar af þremur kynslóðum saman, þau Mars M. Proppé, Hilmar Hildar Magnúsar og Andrea Jónsdóttir. Þau segja frá sjálfum sér tvítugum og leiðinni þangað sem þau eru núna. Hvítur, bleikur, blár, brúnn, svartur, rauður...Vísir/EinarÁ Á hverjum degi er hægt að velja um ýmsa viðburði. Á opnunarhátíð og fræðsluviðburðum verður hólfaskipting, grímuskylda og skipað til sætis. Einnig þurfa allir þeir sem sækja viðburði að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráning er undir hverjum viðburði á dagskránni á hinsegindagar.is Ingólfsstræti er orðið litríkt.Vísir/EinarÁ Viðburðum verður streymt beint á Facebook-síðu Hinsegin daga, svo þau sem ekki treysta sér til að mæta eða fengu ekki miða eiga kost á að fylgjast með dagskránni í beinni. Frá setningarathöfninni.Vísir/EinarÁ Regnbogafánarnir á og við Gamla bíó.Vísir/EinarÁ
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira