Uppstrílaðir skrattakollar gefa sig á vald glundroðanum Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. júlí 2021 16:36 Skrattar láta öllum illum látum í nýju myndbandi. aðsent Ólátaþrjótarnir í Skröttum komu út úr síðustu bylgju Covid af alefli með stappfullum tónleikum á nýopnuðu Húrra fyrir tveimur vikum síðan. Fylgdu því svo eftir með reifi á Flateyri liðna helgi, síðasta kvöldið áður en að takmarkanir skullu aftur á. Bæði tvennt var haldið í samfloti við teknótarfinn Bjarka en platan Hellraiser IV sem vænta má frá Skröttunum þann 20. ágúst er gefin út af plötuútgáfunni sem hann stofnaði, bbbbbb recors. Í dag kemur út smáskífa af plötunni ásamt meðfylgjandi myndbandi. Lagið ber titilinn Ógisslegt og er samkvæmt Karli Ställborn, öðrum stofnenda Skratta, eitt pönkaðasta lagið á plötunni. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og Sölva Magnússyni, en sá síðarnefndi heldur þéttingsfast um míkrófóninn innan raða Skrattanna. Klippa: Skrattar - Ógisslegt „Hugmyndin á bak við myndbandið og andrúmsloftið í því á rætur að rekja til stemningarinnar á 50s James Brown tónleikum; við sjáum band, söngvara, klassísk hljóðfæri á sviði, á trommunni stendur „The Skrattar“ og myndbandið gefur okkur þá tilfinningu að við séum að fylgjast með heilum tónleikum,“ segir Karl um myndbandið. „Í byrjun birtast vatnsgreiddir Skrattar í fullum skrúða, uppstrílaðir og jakkafataklæddir í stífpússuðum skóm,“ heldur hann áfram. „Fyrr en varir eru strákarnir farnir að rífa sig úr spjörunum og láta öllum illum látum, orðnir kófsveittir og hömlulausir, glundroði ræður ríkjum á sviðinu þar sem confetti springur, hundurinn Chopper spígsporar um og loks stendur allt í ljósum logum.“ Myndbandið er tekið upp af áðurnefndum Frosta og Valdimari Jóhannessyni og um klippingu sá Frosti. Frosti Jón hefur marga fjöruna sopið í myndbandagerð, en hann vann m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta myndbandið í fyrra fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom með Jónsa. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Bæði tvennt var haldið í samfloti við teknótarfinn Bjarka en platan Hellraiser IV sem vænta má frá Skröttunum þann 20. ágúst er gefin út af plötuútgáfunni sem hann stofnaði, bbbbbb recors. Í dag kemur út smáskífa af plötunni ásamt meðfylgjandi myndbandi. Lagið ber titilinn Ógisslegt og er samkvæmt Karli Ställborn, öðrum stofnenda Skratta, eitt pönkaðasta lagið á plötunni. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og Sölva Magnússyni, en sá síðarnefndi heldur þéttingsfast um míkrófóninn innan raða Skrattanna. Klippa: Skrattar - Ógisslegt „Hugmyndin á bak við myndbandið og andrúmsloftið í því á rætur að rekja til stemningarinnar á 50s James Brown tónleikum; við sjáum band, söngvara, klassísk hljóðfæri á sviði, á trommunni stendur „The Skrattar“ og myndbandið gefur okkur þá tilfinningu að við séum að fylgjast með heilum tónleikum,“ segir Karl um myndbandið. „Í byrjun birtast vatnsgreiddir Skrattar í fullum skrúða, uppstrílaðir og jakkafataklæddir í stífpússuðum skóm,“ heldur hann áfram. „Fyrr en varir eru strákarnir farnir að rífa sig úr spjörunum og láta öllum illum látum, orðnir kófsveittir og hömlulausir, glundroði ræður ríkjum á sviðinu þar sem confetti springur, hundurinn Chopper spígsporar um og loks stendur allt í ljósum logum.“ Myndbandið er tekið upp af áðurnefndum Frosta og Valdimari Jóhannessyni og um klippingu sá Frosti. Frosti Jón hefur marga fjöruna sopið í myndbandagerð, en hann vann m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta myndbandið í fyrra fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom með Jónsa.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira