Föstudagsplaylisti Johnny Blaze og Hakka Brakes Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. júlí 2021 13:00 Eins og sjá má er um mikil galapín að ræða og engin leið að vita hvaða ærslagangi og gamanlátum má búast við næst. JBHB Jón Rafn Hjálmarsson, eða Johnny Blaze, og Hákon Bragason, eða Hakki Brakes, mynda elektróníska tvíeykið sem setti saman lagalista þessa föstudags. Báðir eru þeir miklir þúsundlista smiðir, Jón helst í tónum og Hákon jafnframt í mynd. Báðir eru þeir því vel að verkefninu komnir. Tónlist þeirra gleiðgosa er í anda níunda áratugarins, og eru þeir óhræddir við tilraunastarfsemi og að velta sér upp úr tengslum tækni og tónlistar. Samkvæmt Jóni vinnur dúóið hörðum höndum að annarri breiðskífu sinni en áður hefur það sent frá sér breiðskífuna Vroom Vroom Vroom og smáskífuna Beep Bleep Bloop. Tilraunagleðin hefur skilað sér í þessu og hinu, hinu og þessu. Allt frá lagi sem er jafnlangt og aksturstími Hvalfjarðarganganna yfir í 360 gráðu upplifun af bifvélaverkstæði í lagi um eitt uppáhalds smurefni landsmanna. „Lagalistanum vantar ekkert til þó drengirnir séu uppteknir. Listinn er rúnturinn frá byrjun kvölds til endaloka.“ Svo lýsa rúntbúntin sjálf uppröðun sinni á lögum í ákveðna úthugsaða runu til áhlustunar. „Lögin eru valin af mikilli natni og nostrað stórkostlega við uppröðun þeirra svo að enginn verði svikinn.“ Svei mér þá. Það er þá ekki eftir neinu að bíða. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Báðir eru þeir miklir þúsundlista smiðir, Jón helst í tónum og Hákon jafnframt í mynd. Báðir eru þeir því vel að verkefninu komnir. Tónlist þeirra gleiðgosa er í anda níunda áratugarins, og eru þeir óhræddir við tilraunastarfsemi og að velta sér upp úr tengslum tækni og tónlistar. Samkvæmt Jóni vinnur dúóið hörðum höndum að annarri breiðskífu sinni en áður hefur það sent frá sér breiðskífuna Vroom Vroom Vroom og smáskífuna Beep Bleep Bloop. Tilraunagleðin hefur skilað sér í þessu og hinu, hinu og þessu. Allt frá lagi sem er jafnlangt og aksturstími Hvalfjarðarganganna yfir í 360 gráðu upplifun af bifvélaverkstæði í lagi um eitt uppáhalds smurefni landsmanna. „Lagalistanum vantar ekkert til þó drengirnir séu uppteknir. Listinn er rúnturinn frá byrjun kvölds til endaloka.“ Svo lýsa rúntbúntin sjálf uppröðun sinni á lögum í ákveðna úthugsaða runu til áhlustunar. „Lögin eru valin af mikilli natni og nostrað stórkostlega við uppröðun þeirra svo að enginn verði svikinn.“ Svei mér þá. Það er þá ekki eftir neinu að bíða.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira