13 Reasons Why leikari kemur út sem transkona Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 13:32 Hin 29 ára gamla Tommy Dorfman er komin út sem transkona. Hún sló í gegn í Netflix-þáttaröðinni 13 Reasons Why. Instagram/Tommy Dorfman Leikarinn Tommy Dorfman, sem vakti athygli í hlutverki Ryans Shaver í Netflix-þáttaröðinni 13 Reasons Why, er kominn út sem transkona. Dorfman kom formlega út í hjartnæmu viðtali við tímaritið Time sem kom út í gær. „Ég er að endurkynna mig sem Tommy Dorfman. Ég nota fornafnið hún. Ég er ennþá leikari, ennþá rithöfundur, ennþá skapandi og segi ennþá sögur en ég er líka kona - transkona,“ sagði hin 29 ára gamla Dorfman í viðtalinu. „Sumir tóku í gegn heimili sín í heimsfaraldrinum, aðrir skiptu um kyn,“ sagði hún og hló. Dorfman segist hafa viljað skipta um kyn í mörg ár en ekki getað það. Það hafi verið ógnvekjandi að hefja ferlið vegna þess að hún hafi rétt verið að hefja leiklistarferil sinn. „Mér líður eins og leiklistarferill minn sé rétt að byrja, því allt sem ég gerði þar til á síðasta ári, var í röngum líkama. Svo mikið af mínum leiklistarferli fór í að fela þennan hluta af sjálfri mér og síðan gæða aðrar persónur lífi. Þannig ég er spennt að fá loksins að leika konur, transkonur og konur almennt.“ Hún elskaði alltaf að leika en þoldi ekki að mæta í vinnuna og fannst það alltaf óþægilegt. Núna skilur hún hvers vegna. „Mér hefur alltaf liðið rosalega kvenlega, hvað sem það nú þýðir. Þannig mér líður ekki eins og ég þurfi að drepa gamla sjálfið mitt og rísa eins og Fönix upp úr öskunni. Ég er ekki önnur manneskja, ég tók ekki einu sinni upp annað nafn. Ég elska nafnið mitt og vil halda því. Ég vil bara gefa því nýtt líf. Ég er líka stolt af manneskjunni sem ég var og það er mikilvægt að viðurkenna hver ég hef verið hingað til.“ Dorfman deildi fréttunum einnig á Instagram-reikningi sínum í gær. „Ég er þakklát hverri einustu transmanneskju sem hefur fetað þennan veg, brotið niður hindranir og hætt lífi sínu til þess að lifa sem þær sjálfar á undan mér.“ Fjöldi fólks skildi eftir athugasemd undir færslu Dorfman henni til stuðnings, þar á meðal mótleikari hennar Brandon Flynn, Riverdale-leikkonan Lili Reinhart, transkonan Gigi Gorgeous, Modern Family-leikarinn Jessie Tyler og tískurisinn Marc Jacobs. View this post on Instagram A post shared by tommy dorfman (@tommy.dorfman) Hinsegin Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Dorfman kom formlega út í hjartnæmu viðtali við tímaritið Time sem kom út í gær. „Ég er að endurkynna mig sem Tommy Dorfman. Ég nota fornafnið hún. Ég er ennþá leikari, ennþá rithöfundur, ennþá skapandi og segi ennþá sögur en ég er líka kona - transkona,“ sagði hin 29 ára gamla Dorfman í viðtalinu. „Sumir tóku í gegn heimili sín í heimsfaraldrinum, aðrir skiptu um kyn,“ sagði hún og hló. Dorfman segist hafa viljað skipta um kyn í mörg ár en ekki getað það. Það hafi verið ógnvekjandi að hefja ferlið vegna þess að hún hafi rétt verið að hefja leiklistarferil sinn. „Mér líður eins og leiklistarferill minn sé rétt að byrja, því allt sem ég gerði þar til á síðasta ári, var í röngum líkama. Svo mikið af mínum leiklistarferli fór í að fela þennan hluta af sjálfri mér og síðan gæða aðrar persónur lífi. Þannig ég er spennt að fá loksins að leika konur, transkonur og konur almennt.“ Hún elskaði alltaf að leika en þoldi ekki að mæta í vinnuna og fannst það alltaf óþægilegt. Núna skilur hún hvers vegna. „Mér hefur alltaf liðið rosalega kvenlega, hvað sem það nú þýðir. Þannig mér líður ekki eins og ég þurfi að drepa gamla sjálfið mitt og rísa eins og Fönix upp úr öskunni. Ég er ekki önnur manneskja, ég tók ekki einu sinni upp annað nafn. Ég elska nafnið mitt og vil halda því. Ég vil bara gefa því nýtt líf. Ég er líka stolt af manneskjunni sem ég var og það er mikilvægt að viðurkenna hver ég hef verið hingað til.“ Dorfman deildi fréttunum einnig á Instagram-reikningi sínum í gær. „Ég er þakklát hverri einustu transmanneskju sem hefur fetað þennan veg, brotið niður hindranir og hætt lífi sínu til þess að lifa sem þær sjálfar á undan mér.“ Fjöldi fólks skildi eftir athugasemd undir færslu Dorfman henni til stuðnings, þar á meðal mótleikari hennar Brandon Flynn, Riverdale-leikkonan Lili Reinhart, transkonan Gigi Gorgeous, Modern Family-leikarinn Jessie Tyler og tískurisinn Marc Jacobs. View this post on Instagram A post shared by tommy dorfman (@tommy.dorfman)
Hinsegin Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira