Nýja plata Flona full af frelsi og gleði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 11:29 Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út sína fjórðu plötu, Demotape 01. Vignir Daði Valtýsson Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út plötuna Demotape 01. Um er að ræða sex laga plötu sem unnin er af fremstu framleiðendum landsins. Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni. Tónlist Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni.
Tónlist Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira