Sport

Fékk slána í andlitið og braut framtennurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fyrir og eftir.
Fyrir og eftir.

Breski stangarstökkvarinn Harry Coppell þurfti að setjast í tannlæknastólinn eftir slys á æfingu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó.

Á æfingunni lyfti Coppell sér yfir slána og lenti á öryggisdýnunni. Sláin fylgdi hins vegar með og lenti á andlitinu á Coppell.

Önnur framtönnin brotnaði og það flísaðist upp úr hinni eins og hann sýndi á Twitter.

„Átti góða æfingu í æfingabúðunum. En sláin lenti á andlitinu á mér og rústaði tönnunum mínum. Vonandi er einhver góður tannlæknir í grenndinni,“ skrifaði Coppell á Twitter.

Coppell er Bretlandsmeistari í stangarstökki og þykir hvað líklegastur til að vinna gullið í greininni á Ólympíuleikunum.

Undanúrslitin í stangarstökkskeppninni fara fram 31. júlí og úrslitin fjórum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×